Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL
Hauki Árnasyni lækni og Magnúsi fóstra sínum
Hallgrímssyni. Verkefniö fólst í því að setja niður
mælingapósta fyrir danska landmælingamenn
sem beittu þríhyrningamælingum og þurftu því
gott skyggni fjalla á milli. „Okkar mælingamaður
var lítill karl en eitilharður og stundum þurfti
hann að liggja í tjaldi allt upp í tvær vikur áður
en létti til og hægt var að mæla. Sumarið áður,
rigningasumarið mikla 1955, lá sá sem lengst
beið skyggnis, 72 sólarhringa á fjallstindi austan
Heklu. Okkar maður hafði stundað mælingar á
Grænlandsjökli og fengið viðurnefnið Hansúaq,
Hans stóri, Grænlendingarnar voru spaugsamir.
Með Hans sumarið 1956 var íslenskur strákur,
Jökull Jakobsson, og þeim kom greinilega vel
saman þrátt fyrir langdvalir í tjaldinu. Við félag-
arnir þurftum bara að koma þeim á staðinn og sjá
til þess að þeir yrðu ekki hungurmorða meðan þeir
biðu eftir heiðskíru veðri. Við höfðum tvo Veapon
jeppa til umráða og gátum farið flestra okkar
ferða milli þess sem við færðum þeim Hansúaq og
Jökli kost og gengum á ýmis fjöll lil að setja niður
mælingapósta. Þetta sumar byggðist upp líkamlegt
þrek og úthald sem ég tel mig hafa búið að allar
götur síðan og aldrei hef ég stigið fæti inn í líkams-
ræktarstöð.”
Gengid fyrir björg
Þann 5. apríl 1989 komst Leifur ásamt félaga
sínum Magnúsi Hallgrímssyni lífs af úr mannraun
sem teljast verður ein magnaðasta lífsreynsla sem
sögur fara af á síðari tímum. Þeir höfðu þá gengið
við fimmta mann í skála Jöklarannsóknarfélagsins
á Grímsfjalli í Vatnajökli og hugðu á göngu yfir
jökulinn norður að Svartárkoti í Bárðardal. Aðrir
ferðafélagar voru Hallgrímur sonur Magnúsar,
mikill fjallamaður sem síðar kleif Everest sem
frægt er orðið, Helgi Ágústsson og Alfred
Frederiksen.
Skálinn er staðsettur á hábungu Grímsfjalls og
í rauninni aðeins stuttan spöl frá brúninni þar sem
Grímsfjall gnæfir þverhnípt nær 300 metra yfir
Grímsvötnum. Er þetta einn dulmagnaðasti stað-
ur á landinu að sögn þeirra sem þar hafa komið.
Leifur ritaði lýsingu á þessari viðburðaríku ferð í
Grímsfjall í Vatnajökli.
Efrýnt er í myndina sjást
tvœr mannverur á hengj-
unni ofan á fjallinu. Þar
fórtt þeir félagar Leifur og
Magnús fram af 1989.
Ljósm. Magnús Tumi
Guömundsson.
Læknablaðið 2007/93 225