Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
II M R Æ fi A 0 G F R É T T I R
209 Af sjónarhóli stjórnar. Félagsgjöld LÍ
Sigurbjörn Sveinsson
211 Byltingarkenndar breytingar í faginu
- viðtal við Guðlaugu Þorsteinsdóttur geðlækni
Hávar Sigurjónsson
218 Hreinlæti umfram allt, segir breski landlæknirinn
Hávar Sigurjónsson
220 Um Læknadaga 2007. Rætt við Örnu Guðmundsdóttur
formann Fræðslustofnunar LÍ
Hávar Sigurjónsson
223 Um fjöll og firnindi í fimmtíu ár. Áhugamál Leifs Jónssonar
Hávar Sigurjónsson
231 Endurlífgunarráð íslands og evrópska endurlífgunarráðið
Helga Magnúsdóttir, Hildigunnur Svavarsdóttir
235 Doktorsvörn í Uppsölum. María Gunnbjörnsdóttir
F A S T I R P I S T L A R
239 íðorð 196. Comorbidity
Jóhann Heiðar Jóhannsson
241 Vísindaþing SKÍ og SGLÍ
246 Einingaverð og taxtar
249 Sérlyfjatextar
265 Ráðstefnur og fundir
263 Læknisleikur - Hugleiðing höfundar
Guðmundur Andri Thorsson
Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, lét
eftir sig tvö af eftirtektarverðari húsum borg-
arinnar, Ásmundarsal við Freyjugötu og
Ásmundarsafn við Sigtún. Þau eru enn helg-
uð myndlist, listunnendum til gleði og iista-
mönnum til andagiftar. Eygló Harðardóttir
(f. 1964) hefur tekist bæði á við hið merkilega
kúluhús og nú nýverið sýndi hún í Listasafni
ASÍ. Áður en safnið eignaðist Ásmundarsal,
1996, stóð til að Reykjavíkurborg innréttaði
þar leikskóla sem ekki varð úr og áður hýsti
það Arkítektafélagið. Ásmundur reisti það
1933 en fluttist þaðan 1942 þegar hann hóf
að byggja í Laugardalnum. Eygló ígrundaði
ekki einungis sögu hússins þegar hún sýndi
þar nú í febrúar heldur einnig hönnun þess,
en það varteiknað af Sigurði Guðmundssyni.
Hún lýsir þeirri togstreitu sem hún skynjaði í
byggingunni, sérstaklega á milli gryfjunnar
og salarins. „Líkt og þetta væru samvaxnir
tvíburar sem stefna í sitt hvora áttina."
Þessi tilfinning fyrir rýmunum varð leiðarstef
hennar í sýningunni Leiðsla sem einkennd-
ist af tvenndum sem att var saman með
einum eða öðrum hætti. Ólík verk tengdust
innbyrðis eins og væru þau líffæri í sama
líkama. í dagbjörtum sal á annarri hæð sýndi
hún myndband úr fornum neðanjarðarborg-
um Tyrklands, annað myndband sýndi eldri
konu að leik með ungum dreng, teikningar
og vatnslitamyndir gáfu til kynna endurtekn-
ingu og speglun og á gólfinu var verkið sem
myndin á forsíðu Læknablaðsins sýnir (án
titils 2007). Verkið er flókið í samsetningu og
lýsandi fyrir vinnuaðferð Eyglóar sem glímir
við viðkvæm efni í leit að útfærslu. Ljós-
myndin sem speglast í andstæðum litum,
rauðum og grænum, er af höfði manns og
það má ímynda sér að önnur sé tekin í dags-
birtu en hin með innrauðri næturlýsingu. í
hvirflinum má greina valbrá og útlínur hennar
eru skornar út f tvígang í plastspjöld sem tyllt
er á handrið fyrir ofan verkið. Ofan í sjáifar
Ijósmyndirnar hefur Eygló skorið og fjarlægt
lög sem einungis afhjúpa samskonar myndir,
undir niðri er ekkert að finna nema samskon-
ar yfirborð. Myndirnar hvila á svampbútum
og lögum af þunnum, hálfgegnsæjum pappír.
Með því að horfa á verkið og lesa eingöngu
út úr hefðbundnu myndmáli verður uppsker-
an takmörkuð, því efni og umhverfi skipta
ekki síður máli.
Markús Andrésson
Læknablaðið 2007/93 177