Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ENDURLÍFGUN Endurlífgunarráð Islands og evrópska endurlífgunarráðið Endurlifgunarráð Islands er fagráð sérfræð- inga á sviði endurlífgunar, stofnað árið 2001. Pað starfar á vegum Landlæknisembættisins og er ráðgjafi þess um endurlífgun og skyld málefni. Landlæknir skipar ráðið til fjögurra ára í senn. Meginmarkmið ráðsins er að bjarga mannslífum með því að auka upplýsingar, stuðla að fræðslu og bæta staðla í endurlífgun. Endurlífgunarráð íslands: 1. fylgist með nýjungum á sviði endurlífgunar 2. vinnur að gerð leiðbeininga og ráðlegginga í endurlífgun og mótar stefnu í endurlífgunar- fræðslu til almennings og heilbrigðisstétta 3. kemur á framfæri og stuðlar að rannsókna- vinnu 4. kemur á framfæri viðeigandi upplýsingum um endurlífgun 5. eykur meðvitund þjóðfélagsins um mikilvægi þekkingar í endurlífgun 6. samræmir vinnu þeirra sem tengjast rannsókn- um og fræðslu á sviði endurlífgunar í janúar 2006 var gert samkomulag um verka- skiptingu Skyndihjálparráðs og Endurlífgunarráðs og ákveðið að Endurlífgunarráð yrði ráðgefandi um kennslu, útbúnað og vinnuferla í sérhæfðri endurlífgun en Skyndihjálparráð sinnti grunnend- urlífgun. Ráðleggingar og kennsla almennings er því í höndum Skyndihjálparráðs. Endurlífgunarráð telur að markmið ráðsins verði best náð með samvinnu við alþjóðlega aðila. Evrópska endurlífgunarráðið ERC www.erc. edu er vísindalega stofnun í Evrópu með það markmið að stuðla að auknum lífslíkum með því að bæta endurlífgun í Evrópu svo og að samhæfa starfsemi stofnana sem hafa með end- urlífgun að gera. Með því að ganga í ERC verður Endurlífgunarráð íslands hluti af stærri heild og getur tekið þátt í evrópskri samvinnu og umræðu um endurlífgun. Inngangan veitir aukin tækifæri til að tryggja gæði kennslu í endurlífgun svo og ann- arra þátta er lúta að endurlífgun. Æ fleiri Evrópulönd hafa gengið í ráðið og tekið þátt í mótun verkferla við kennslu og útbún- að í sérhæfðri endurlífgun. Engin opinber samhæf- ing hefur verið í þessum málum í Islandi. Flestir hafa þó notað kennsluefni og leiðbeiningar frá Bandaríkjunum en hópur kennara er með réttindi Áhugasamir nemendur: Viðar Magnússon og Bjarni Pór Eyvindsson. frá samtökum bandarískra hjartalækna (AHA) til að kenna á námskeiðum í grunn- og sérhæfðri endurlífgun. Viðhaldi kennsluréttinda hefur þó verið ábótavant en enginn hefur borið ábyrgð á málaflokknum hér á landi. Með inngöngu í ERC tekur Endurlífgunarráð Islands ábyrgð á kennslu og námskeiðum sem verða stöðluð. Innganga í ERC er hafin. Fyrsta skrefið var tekið 22.-23. október síðastliðinn er tveir fulltrúar frá ERC komu og héldu námskeið fyrir leiðbein- endur í endurlífgun. Þátttakendur voru 23, bráða- tæknar, læknar og hjúkrunarfræðingar. Næsta skref er að halda þrjú námskeið í sérhæfðri end- urlífgun með fulltrúum ERC, fjórum kennurum frá Bretlandi. Með námskeiðunum er stefnt að því að fá hóp íslenskra leiðbeinenda með fullgild ERC leiðbeinendaréttindi. Ef allt gengur að óskum verður ísland fullgildur aðili að ráðinu í lok árs 2007. Pá verða fullgildir kennarar hér á landi og umsjónarmenn sem geta menntað fleiri kennara. Við inngöngu í ERC skuldbindum við okkur til að fara eftir leiðbeiningum þeirra um kennslu og námskeið. Við fáum kennslugögn og skipulag Helga Magnúsdóttir SVÆFINGAR- OG GJÖR- GÆSLULÆKNIR, FORMAÐUR Endurlífgunarráðs Íslands Hildigunnur Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur, SKÓLASTJÓRI SjÚKRA- FLUTNINGASKÓLANS, í Endurlífgunarráði Íslands Læknablaðið 2007/93 23 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.