Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ENDURLÍFGUN Helga Magnúsdóttir, Hildigunnur Svavarsdóttir og John Ballance, kenn- arifrá ERC á námskeiði í október 2006. námskeiða frá ERC og getum þýtt þau á íslensku ef vilji er fyrir hendi. Breytingar vegna sérstakra aðstæðna hér á landi verður hægt að gera með því að bera það undir ERC og fá samþykki þeirra. Eins og fram hefur komið starfar Endurlífgunarráð á vegum landlæknis og er án fjárframlaga. Meðlimir fá ekkert greitt fyrir setu sína en vinna flestir annaðhvort í frítíma eða laun- uðu leyfi frá vinnuveitenda. Ferðakostnaður ráðs- ins er greiddur af landlæknisembættinu. Kostnaður við að ganga í ERC er óbeinn. Engar greiðslur eru til ERC vegna inngöngunnar en ERC hefur tekjur af námskeiðunum með bókum og skírteinum. ERC hefur styrkt undirbúninginn með því að greiða fargjald kennara hingað. Þessir kennarar kenna hér launalaust, aðeins uppihald þeirra er greitt af okkur. Sá kostnaður sem fellur til vegna inngöngunnar er mestur í upphafi og Endurlífgunarráð íslands hefur leitað eftir fjár- styrk frá ýmsum sjóðum vegna þessa. Kostnaður við setu í ráðinu á ekki að vera mikill, vegna skráningar á námskeiðum og nemendum auk endurmenntunar kennara. Stefnt er að opnun heimasíðu, www.endurlifgun.is þar sem skrán- ing og upplýsingar um námskeiðin fara fram. Landlæknisembættið mun reka heimasíðuna. Þátttaka í starfi ERC er mjög mikilvæg en verður þó háð áhuga og getu Endurlífgunarráðs íslands eða fulltrúa þess. Markmiðið er að sækja að minnsta kosti einn fund á ári auk ráðstefnu ERC á tveggja ára fresti. Jafnframt er aukinn möguleiki á samvinnu í rannsóknum. Önnur málefni sem Endurlífgunarráð íslands vinnur að um þessar mundir og tengjast markmið- um ráðsins eru meðal annars: 1. Gerð heimasíðunnar www.endurlifgun.is. Þar mun í framtíðinni verða aðgengilegar allar leiðbeiningar sem ráðið gefur út, auk upplýs- inga um námskeið í sérhæfðri endurlífgun. 2. Undirbúningur á sameiginlegri skráningu fyrir endurlífgun utan sjúkrahúsa fyrir allt landið samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. í dag er nokk- uð góð skráning hjá neyðarbílnum og er von til að hægt sé að útfæra hana. Með því að ná yfir allt landið aukast möguleikar okkar á samvinnu á sviði rannsókna og gæðamat verður auðveld- ara. 3. Leiðbeiningar um þjálfun og kennslu heilbrigð- isstarfsfólks í endurlífgun, innan stofnana. í dag er hver stofnun með sínar venjur og eru þær mjög misjafnar. Námskeið í endurlífgun kosta bæði peninga og tíma fyrir stofnanir. Með slíkurn leiðbeiningum er von til að þjálfunin verði markvissari, betur skipulögð og með sem minnstum tilkostnaði. Læknablaðjð 2007/93 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.