Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2007, Page 61

Læknablaðið - 15.03.2007, Page 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ENDURLÍFGUN Helga Magnúsdóttir, Hildigunnur Svavarsdóttir og John Ballance, kenn- arifrá ERC á námskeiði í október 2006. námskeiða frá ERC og getum þýtt þau á íslensku ef vilji er fyrir hendi. Breytingar vegna sérstakra aðstæðna hér á landi verður hægt að gera með því að bera það undir ERC og fá samþykki þeirra. Eins og fram hefur komið starfar Endurlífgunarráð á vegum landlæknis og er án fjárframlaga. Meðlimir fá ekkert greitt fyrir setu sína en vinna flestir annaðhvort í frítíma eða laun- uðu leyfi frá vinnuveitenda. Ferðakostnaður ráðs- ins er greiddur af landlæknisembættinu. Kostnaður við að ganga í ERC er óbeinn. Engar greiðslur eru til ERC vegna inngöngunnar en ERC hefur tekjur af námskeiðunum með bókum og skírteinum. ERC hefur styrkt undirbúninginn með því að greiða fargjald kennara hingað. Þessir kennarar kenna hér launalaust, aðeins uppihald þeirra er greitt af okkur. Sá kostnaður sem fellur til vegna inngöngunnar er mestur í upphafi og Endurlífgunarráð íslands hefur leitað eftir fjár- styrk frá ýmsum sjóðum vegna þessa. Kostnaður við setu í ráðinu á ekki að vera mikill, vegna skráningar á námskeiðum og nemendum auk endurmenntunar kennara. Stefnt er að opnun heimasíðu, www.endurlifgun.is þar sem skrán- ing og upplýsingar um námskeiðin fara fram. Landlæknisembættið mun reka heimasíðuna. Þátttaka í starfi ERC er mjög mikilvæg en verður þó háð áhuga og getu Endurlífgunarráðs íslands eða fulltrúa þess. Markmiðið er að sækja að minnsta kosti einn fund á ári auk ráðstefnu ERC á tveggja ára fresti. Jafnframt er aukinn möguleiki á samvinnu í rannsóknum. Önnur málefni sem Endurlífgunarráð íslands vinnur að um þessar mundir og tengjast markmið- um ráðsins eru meðal annars: 1. Gerð heimasíðunnar www.endurlifgun.is. Þar mun í framtíðinni verða aðgengilegar allar leiðbeiningar sem ráðið gefur út, auk upplýs- inga um námskeið í sérhæfðri endurlífgun. 2. Undirbúningur á sameiginlegri skráningu fyrir endurlífgun utan sjúkrahúsa fyrir allt landið samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. í dag er nokk- uð góð skráning hjá neyðarbílnum og er von til að hægt sé að útfæra hana. Með því að ná yfir allt landið aukast möguleikar okkar á samvinnu á sviði rannsókna og gæðamat verður auðveld- ara. 3. Leiðbeiningar um þjálfun og kennslu heilbrigð- isstarfsfólks í endurlífgun, innan stofnana. í dag er hver stofnun með sínar venjur og eru þær mjög misjafnar. Námskeið í endurlífgun kosta bæði peninga og tíma fyrir stofnanir. Með slíkurn leiðbeiningum er von til að þjálfunin verði markvissari, betur skipulögð og með sem minnstum tilkostnaði. Læknablaðjð 2007/93 233

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.