Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 30
YFIRLITSGREIN / NÝRNASJÚKDÓMAR Mynd 1. Algengi lokastigsnýrnabilunar á íslandi. Meðalalgengi á hverju 5 ára tímabiiifrá 1968-2006. Súlan lengst til hœgri sýnir algengi í árslok 2006 en þá voru 66% sjúklinga með starfandi nýragrœðling en 34% ískilunarmeðferð. meðal annars af hækkandi aldri fólks, auknum lífs- líkum og bættu aðgengi að meðferð við lokastigs- nýrnabilun. Aukningin hefur haldist í hendur við fjölgun sjúklinga með aðra langvinna sjúkdóma, svo sem háþrýsting, sykursýki, offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur metið að fjöldi dauðsfalla í heiminum árið 2005 hafi verið 58 milljónir, þar af 35 milljónir vegna langvinnra sjúkdóma www.who.int/chp/ chronic_disease_report/partl/en/indexl.html Þó langvinnur nýrnasjúkdómur sé ekki nefndur þar er hann engu að síður mikilvægur því hann er sérlega algengur hjá sjúklingum með hjarta- og æða- sjúkdóma og margfaldar hættu á slæmri útkomu og kostnað meðferðar (1). Á íslandi hefur nýgengi og algengi lokastigs- nýrnabilunar reyndar verið mun lægra en víðast hvar á Vesturlöndum en aukningin hefur engu að síður verið umtalsverð (mynd 1). Árlega hefja um 20 íslendingar meðferð við nýrnabilun á lokastigi og var algengið 486 á milljón íbúa í árslok 2006 samanborið við til dæmis 700-800 á milljón íbúa á Norðurlöndum árið 2004 (2) og 1500 á milljón íbúa í Bandaríkjunum árið 2003 (3). Árið 2004 var talið að um 1,8 milljón sjúklingar í heiminum væru meðhöndlaðir vegna lokastigsnýrnabilunar og hefur þeim fjölgað um 6-7% árlega (4). Um 23% sjúklinga með lokastigsnýrnabilun hafa gengist undir ígræðslu á nýra en það er þó mismunandi milli landa og óvíða er hlutfallið hærra en hér þar sem 66% sjúklinga með lokastigsnýrnabilun voru með virkan nýragræðling í árslok 2006. ígræðsla á nýra er kjörmeðferð við lokastigsnýrnabilun en hentar þó ekki öllum. Nýrnabilun hefur skert lífsgæði og minnk- aðar lífslíkur í för með sér. Auk þess að vera þung byrði fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra, hefur lokastigsnýrnabilun áhrif á samfélagið allt því meðferð hennar er mjög kostnaðarsöm þar sem hún krefst sérhæfðs starfsfólks, aðstöðu og tækni- búnaðar. Af framansögðu má vera ljóst að um umfangsmikið lýðheilsuvandamál er að ræða. Því tóku Alþjóðasamtök nýrnalækna (International Society of Nephrology) og Alþjóðasamtök nýrna- félaga (International Federation of Kidney Foundations) höndum saman og héldu upp á Alþjóðanýrnadaginn (World Kidney Day) á síð- astliðnu ári í þeim tilgangi að vekja athygli og auka þekkingu almennings, forystumanna heil- brigðismála og heilbrigðisstofnana, og sjúklinga og fjölskyldna þeirra á mikilvægi nýrnasjúkdóma - að þeir séu algengir, alvarlegir og síðast en ekki síst að meðferðarúrræði séu fyrir hendi. Stefnt er að því að þessi dagur verði árviss viðburður og verður hann næst 8. mars 2007 www.worldkidneyday.org Til að reyna að stemma stigu við sívaxandi fjölda sjúklinga með lokastigsnýrnabilun hefur áhugi manna í auknum mæli beinst að því að greina langvinnan nýrnasjúkdóm snemma og beita meðferð sem miðar að því að hindra framrás sjúkdómsins. Mikil gróska hefur verið í vísinda- rannsóknum á þessu sviði mörg undanfarin ár en nokkur vandamál hafa hamlað því starfi. Fyrst og fremst eru það óljósar skilgreiningar á langvinnum Tafla 1. Stigun, mat og meðferð langvinns nýrnasjúkdóms. GSH (ml/mín./l,73 m2) Lýsing Mat og meðferð* Stig 1 >90 Merki um nýrnaskemmdir með eðlilegum GSH Greining; meöferö undirliggjandi sjúkdóma og áhættuþátta; nýrnaverndandi meðferð Stig 2 60-89 Merki um nýrnaskemmdir með vægri lækkun á GSH Mat á sjúkdómsframvindu Stig 3 30-59 Meöalsvæsin nýrnabilun Mat og meðferð fylgikvilla Stig 4 15-29 Svæsin nýrnabilun Undirbúningur fyrir lokastigsnýrnabilun Stig 5 <15 Lokastigsnýrnabilun Skilunarmeöferð eða ígrasðsla á nýra vegna þvageitrunarheilkennis *Viö hvert stig er haldió áfram mati og meóferó frá fyrri stigum. Skammstöfun: GSH, gaukulsíunarhraói. 202 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.