Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING árum á leikskólum. í kjölfar mælinga á hávaða voru hljóðísogsplötur settar inn á deildir í tveim leikskólum sem ekki höfðu haft neinar. Rannsóknir í heilsueflingu og vinnuvernd fjalla um vinnandi fólk í sínu eðlilega vinnuumhverfi. í framtíðinni þarf enn frekar en gert hefur verið til þessa að meta árangur fyrir og eftir íhlutun yfir langan tíma. Pannig fást mælingar þar sem áhrif skyndilegrar athygli sem starfsmönnum er sýnd vegna verkefnisins verða minni. Tímaþátturinn hefur mikið að segja og ef til vill var endurmæl- ingin í þessu verkefni gerð of fljótt eftir að breyt- ingarnar áttu sér stað, því ekki leið nema um hálft ár frá því að úrbótum lauk og þar til endurmæling átti sér stað. Einnig má líta á það sem galla að heilsufar starfsmanna var einvörðungu metið út frá spurningalista en ekki byggt á nákvæmri skoð- un á starfsfólkinu. Það er hins vegar styrkur rann- sóknarinnar að svörun var mjög góð, eða um 90%, og staðlaðar aðferðir voru notaðar við verkið. Þetta verkefni sýnir að hægt er að nýta vinnumatseinkunn og úttekt á vinnuaðstöðu til að gera áætlun um forvarnir til að bæta vinnuum- hverfi starfsmanna. Mikilvægt er að hafa í huga að vinnuumhverfið er fjölþætt og má þar nefna vinnu- staðinn sjálfan með aðbúnaðarþáttum, verkefnin sem unnin eru, skipulagsþætti sem koma víða við og starfsmannaflokka sem eru ólíkir. Því er mik- ilvægt í upphafi verkefna á þessu sviði að ákveða og forgangsraða hvað á að vinna með sérstaklega í ákveðnum verkefnum. Að öðrum kosti er auðvelt að týna sér vítt og breitt þannig að erfitt verður að endurmeta og að sjá hlutina í samhengi. Hér hefur verið einblínt á aðbúnað starfsmanna, fræðslu í lík- amsbeitingu, hávaða og sálfélagslega þætti sem er tiltölulega auðvelt að meta. Niðurstaða verkefnisins út frá þessum fjórum atriðum er að: • Ihlutun í formi fyrsta stigs forvarna skiptir máli til lengri tíma litið. • Breytingar á vinnuumhverfi til batnaðar eru staðfestar af starfsmönnum. • Stór hópur starfsmanna hefur tileinkað sér betri vinnustellingar, en ekki hefur dregið sam- svarandi úr líkamlegum einkennum. • Hávaði er erfitt vandamál sem krefst stöðugrar meðvitundar starfsmanna um að draga með öllum ráðum úr hávaða alla daga.Tryggja verð- ur starfsmönnum allan búnað til að draga úr hávaða. • Lægri aldur starfsmanna hefur áhrif á líkamleg óþægindi þeirra en aukin fagmenntun á starfs- ánægju í leikskólum. Aukin meðvitund starfsmanna um vinnuum- hverfi sitt er staðfest og þeir sýna að þeir geta haft áhrif á það og bera ábyrgð, en gera ef til vill líka meiri kröfur uppfrá þessu. Verkefni það sem hér er lýst er í raun einvörðungu hluti af því ferli sem allir góðir vinnustaðir eiga að temja sér, áhættumat, markvissar íhlutunaraðgerðir og síðan endurmat á vinnuumhverfi og líðan starfsmanna. Eftir það hefst ferlið upp á nýtt, ef vel á að vera, til þess að bestum árangri í heilsueflingu og vinnuvernd verði náð. Þakkir eru færðar öllum starfsmönnum Leikskóla Reykjavíkur sem komu að þessu verk- efni á einn eða annan hátt. Heimildir 1. Guðmarsdóttir Á, Tómasson, K. Heilsuefling í leikskólum Reykjavíkur. Áhættumat árið 2000. Læknablaðið 2006; 92:599- 607. 2. Karvonen M, Mikheev MI. Epidemiology of occupational health. WHO Regional Publications, European Series No. 20, 1986:1-16. 3. Westgaard RH, Winkel J. Review article. Ergonomic intervention research for improved musculoskeletal health: A critical review. Inten J Industrial Ergonomics 1997; 20:463- 500. 4. Eklöf M, Hagberg M. Are simple feedback interventions involving workplace data associated with better working environment and health? A cluster randomized controlled study among Swedish VDU workers. Applied Ergonomics 2006; 37; 201-10. 5. King PM, Gratz R, Kleiner K. Ergonomic recommendations and their impact on child care workers' health. Work 2006; 26: 13-7. 6. Gratz RR, Claffey A, King P, Scheuer G. The Physical Demands and Ergonomics of Working with Young Children. Ear Child Develop Care 2002; 172:531-7. 7. King PM, Gratz R, Scheuer G, Claffey A. The ergonomics of child care: conducting worksite analyses. WORK 1996; 6: 25- 32. 8. Owen BD. Intervention for Musculoskeletal Disorders Among Child-Care Workers. Pediatrics 1994; 94/Suppl 60:1077-9. 9. Lög um leikskóla nr. 78/1994, sbr. lög nr. 47/2001 og reglugerð nr. 225/1995, nr. 365/2001, nr. 642/2002. www.althingi.is 10. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, sbr. lög nr. 15/1986, nr. 7/1996, nr. 52/1997, nr. 83/1997 og nr. 68/2003. vinnueftirlit.is 11. www.soundear.dk 12. SPSS. SPSS Base 7.5 for Windows, User's Guide. In: Chicago, IL.: SPSS, 1997. 13. Wayne WD. Biostatistics: A Foundation for Analysis in the Health Sciences. John Wiley & Sons,Toronto 1987:610-5. 14. Grayson D, Dale AM, Bohr P, Wolf L, Evanoff B. Ergonomic Evaluation: Part of a Treatment Protocol for Musculoskeletal Injuries. AAOHM J 2005; 53:450-7. 15. Engkvist IL. Evaluation of an intervention comprising a No Lifting Policy in Australian hospitals. Applied Ergonomics 2006; 37:141-8. 16. Arbejdstilsynet. Arbejdsmiljóvejviser 46. Dag- og dógninstitutioner for bprn og unge 1999 (cited 2000 Feb). www.at.dk/sw5808 17. Branchearbejdsmiljörádet Social & Sundhed: Stöj i daginstitutioner (cited 2005 sep.). www.stoej.bar-sosu.dk 18. Bistrup ML, Keiding L. Children and noise: prevention of adverse effects. Nat Inst Public Health 2002: (cited 2003 feb). www.si-folkesundhed.dk/upload/noiseprevention.pdf 19. Thomsen US, Pedersen S. Stöj i daginstitutioner (cited 2003 sep). www.social.dk/netpublikationer/plsid090701/forside.htm 20. Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum nr.921/2006. 21. Vinnueftirlit ríkisins: Staðreyndablöð um hávaða; vinnueftirlit. is; síðast skoðað 20. okt. 2006). 22. Byggingareglugerð nr.441/1998.8 kafli um hollustuhætti. www. althingi.is 23. Hjálmarsson Ó, Daníelsson Ó. Hljóðhönnun almennra kennslustofa. Línuhönnun 2006.23). www.vinnueftirlit.is 198 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.