Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / ÁFENGI mættir voru til skóla á fyrirlagnardag samþykktu að taka þátt í rannsókninni, en 12% árgangsins reyndist vera heima vegna flensu sem þá gekk yfir landið. Gild svör við þeim spurningum sem hér um ræðir bárust frá 6968 nemendum sem fæddir voru árin 1987 (15-16 ára) og 1988 (14-15 ára), eða 79,1% íslenskra unglinga á þessum aldri. Par af voru 3986 nemendur sem búsettir voru á höf- uðborgarsvæðinu, eða 77,1% þessa aldurshóps á höfuðborgarsvæðinu. Meðal efnis í ESPAD rannsókninni á íslandi vorið 2003 voru ýmsar spurningar um komur ung- linganna á slysa- og bráðamóttökur á almanaks- árinu 1. janúar - 31. desember 2002. Unglingarnir voru spurðir hversu oft þeir hefðu leitað til slysa- og bráðamóttöku sjúkrahúss, meðal annars vegna slysa, ofbeldis eða ofurölvunar. Jafnframt voru þeir spurðir hvort þeirra eigin áfengisneysla hefði átt þátt í komu þeirra á slysa- og bráðadeild á árinu 2002. Telja má víst að skráning SBD á fjölda þeirra sem þangað leituðu vegna slysa eða ofbeldis á árinu 2002 sé nánast rétt. Hins vegar má búast við því að það hlutfall unglinga sem segist hafa komið á slysa- og bráðamóttöku vegna slysa eða ofbeldis á árinu 2002 sé nokkurt ofmat á komum þessa hóps á SBD. Þannig gætu einhverjir nemendur með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu hafa leitað til annarrar bráðamóttöku en SBD, til dæmis á ferðalagi erlendis. Þeir kunna einnig að svara ját- andi eftir að hafa leitað sér aðstoðar á heilsugæslu- stöð eða verið lagðir inn á sjúkrahús án þess að koma á bráðamóttöku. Þá ber þess að gæta að nemendur eru spurðir í mars 2003 um atburði sem áttu sér stað á árinu 2002. Þeir kunna að telja með atburði sem hafa átt sér stað á fyrstu mánuðum ársins 2003 eða fyrir áramótin 2001-2002. Loks má vera að einhverjir nemendur segi vísvitandi ósatt frá í spurningalistakönnunum. Þannig virðist til dæmis sem allt að 1% grunnskólanema segist ranglega hafa notað ólögleg vímuefni (23). Niðurstöður Á árinu 2002 komu á SBD 880 einstaklingar fæddir 1987 og 1988 með lögheimili á höfuðborgarsvæð- inu, eða 17,0% þeirra 5170 unglinga á þessum aldri sem þar voru búsettir. Þar af komu 793 einstakling- ar á SBD vegna slysa, eða 15,3% þýðisins. Eins og sjá má af töflu II sögðu hins vegar 19,5% (± 0,6%) unglinga á höfuðborgarsvæðinu að þeir hefðu leitað til bráðamóttöku vegna slysa á umræddu tímabili. Þegar öryggisbilið er umreiknað fyrir fjöldann í þýðinu öllu (5170 einstaklinga) samsvar- ar þetta 978-1039 einstaklingum. Samkvæmt þessu telja 3,6-4,8% þýðisins (186-248 einstaklingar) sig Tafla II. Komur árganga 1987 og 1988 á höfuöborgarsvasðinu á slysa- og bráðadeild Landspítaia á árinu 2002. Komur vegna slysa Fjöldi Hlutfall ESPAD metill Vikmörk (95%) Strákar og stelpur 793 15,3% 19,5% ±0,6% Strákar 490 18,2% 22,8% ±0,9% Stelpur 303 12,2% 16,1% ±0,8% Komur vegna ofbeldis Strákar og stelpur 33 0,6% 2,8% ±0,2% Strákar 29 1,1% 3,7% ±0,4% Stelpur 4 0,2% 2,0% ±0,3% Komur þar sem áfengi kemur við sögu Strákar og stelpur 8 0,2% 9,5% ±0,4% Strákar 6 0,2% 12,6% ±0,7% Stelpur 2 0,1% 6,2% ±0,5% Komur vegna ofurölvunar Strákar og stelpur 1 0,0% 0,7% ±0,1% Strákar 0 0,0% 1,1% ±0,2% Stelpur 1 0,0% 0,3% ±0,1% hafa komið á slysa- og bráðamóttöku vegna slysa sem ekki eru skráð hjá SBD. Samkvæmt skráningu komu 33 einstaklingar fæddir 1987 eða 1988 með lögheimili á höfuðborg- arsvæðinu á SBD vegna ofbeldis á árinu 2002. Þetta samsvarar 0,6% þessa hóps. Hins vegar sögðust 2,8% (± 0,2%) unglinganna hafa leitað til slysa- og bráðamóttöku vegna ofbeldis á umræddu tímabili, eða um 101-122 fleiri einstaklingar en skráðir eru hjá SBD. Hér munar 2,0 til 2,4 prósent- um af öllum unglingum í þessum árgöngum. Þegar litið er til þeirra nemenda sem segjast hafa lent á slysa- eða bráðamóttöku vegna eigin áfengisneyslu kemur önnur mynd í ljós. Samkvæmt skráningu kom áfengi við sögu þegar átta ein- staklinga fæddir 1987 eða 1988 með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu leituðu til SBD á árinu 2002. Þetta samsvarar 0,15% þessa hóps. Hins vegar sögðu 9,5% (± 0,4%) unglinganna að áfengi hafi átt þátt í komu þeirra á slysadeild á umræddu tímabili. Því virðist sem 470-511 einstaklingar á þessum aldri telji (9,1-9,9% af 5170 einstaklingum með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu) að áfengi hafa átt þátt í því að þeir leituðu til slysa- og bráðamót- töku á árinu 2002 en aðeins átta þeirra eru skráðir hjá SBD. Hér skeikar á bilinu 8,9 til 9,7 prósentu- stigum samanborið við 3,6-4,8 prósentustig þegar skráðar komur vegna slysa voru skoðaðar og 2,0 til 2,4 prósentustig þegar litið var til skráningar á komum vegna ofbeldis. Loks má sjá af töflu II samanburð á skráningu SBD og svörum unglinganna hvað varðar komur vegna ofurölvunar. Aðeins eitt slíkt tilvik var Læknablaðið 2007/93 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.