Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2007, Page 13

Læknablaðið - 15.03.2007, Page 13
FRÆÐIGREINAR / ÁFENGI mættir voru til skóla á fyrirlagnardag samþykktu að taka þátt í rannsókninni, en 12% árgangsins reyndist vera heima vegna flensu sem þá gekk yfir landið. Gild svör við þeim spurningum sem hér um ræðir bárust frá 6968 nemendum sem fæddir voru árin 1987 (15-16 ára) og 1988 (14-15 ára), eða 79,1% íslenskra unglinga á þessum aldri. Par af voru 3986 nemendur sem búsettir voru á höf- uðborgarsvæðinu, eða 77,1% þessa aldurshóps á höfuðborgarsvæðinu. Meðal efnis í ESPAD rannsókninni á íslandi vorið 2003 voru ýmsar spurningar um komur ung- linganna á slysa- og bráðamóttökur á almanaks- árinu 1. janúar - 31. desember 2002. Unglingarnir voru spurðir hversu oft þeir hefðu leitað til slysa- og bráðamóttöku sjúkrahúss, meðal annars vegna slysa, ofbeldis eða ofurölvunar. Jafnframt voru þeir spurðir hvort þeirra eigin áfengisneysla hefði átt þátt í komu þeirra á slysa- og bráðadeild á árinu 2002. Telja má víst að skráning SBD á fjölda þeirra sem þangað leituðu vegna slysa eða ofbeldis á árinu 2002 sé nánast rétt. Hins vegar má búast við því að það hlutfall unglinga sem segist hafa komið á slysa- og bráðamóttöku vegna slysa eða ofbeldis á árinu 2002 sé nokkurt ofmat á komum þessa hóps á SBD. Þannig gætu einhverjir nemendur með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu hafa leitað til annarrar bráðamóttöku en SBD, til dæmis á ferðalagi erlendis. Þeir kunna einnig að svara ját- andi eftir að hafa leitað sér aðstoðar á heilsugæslu- stöð eða verið lagðir inn á sjúkrahús án þess að koma á bráðamóttöku. Þá ber þess að gæta að nemendur eru spurðir í mars 2003 um atburði sem áttu sér stað á árinu 2002. Þeir kunna að telja með atburði sem hafa átt sér stað á fyrstu mánuðum ársins 2003 eða fyrir áramótin 2001-2002. Loks má vera að einhverjir nemendur segi vísvitandi ósatt frá í spurningalistakönnunum. Þannig virðist til dæmis sem allt að 1% grunnskólanema segist ranglega hafa notað ólögleg vímuefni (23). Niðurstöður Á árinu 2002 komu á SBD 880 einstaklingar fæddir 1987 og 1988 með lögheimili á höfuðborgarsvæð- inu, eða 17,0% þeirra 5170 unglinga á þessum aldri sem þar voru búsettir. Þar af komu 793 einstakling- ar á SBD vegna slysa, eða 15,3% þýðisins. Eins og sjá má af töflu II sögðu hins vegar 19,5% (± 0,6%) unglinga á höfuðborgarsvæðinu að þeir hefðu leitað til bráðamóttöku vegna slysa á umræddu tímabili. Þegar öryggisbilið er umreiknað fyrir fjöldann í þýðinu öllu (5170 einstaklinga) samsvar- ar þetta 978-1039 einstaklingum. Samkvæmt þessu telja 3,6-4,8% þýðisins (186-248 einstaklingar) sig Tafla II. Komur árganga 1987 og 1988 á höfuöborgarsvasðinu á slysa- og bráðadeild Landspítaia á árinu 2002. Komur vegna slysa Fjöldi Hlutfall ESPAD metill Vikmörk (95%) Strákar og stelpur 793 15,3% 19,5% ±0,6% Strákar 490 18,2% 22,8% ±0,9% Stelpur 303 12,2% 16,1% ±0,8% Komur vegna ofbeldis Strákar og stelpur 33 0,6% 2,8% ±0,2% Strákar 29 1,1% 3,7% ±0,4% Stelpur 4 0,2% 2,0% ±0,3% Komur þar sem áfengi kemur við sögu Strákar og stelpur 8 0,2% 9,5% ±0,4% Strákar 6 0,2% 12,6% ±0,7% Stelpur 2 0,1% 6,2% ±0,5% Komur vegna ofurölvunar Strákar og stelpur 1 0,0% 0,7% ±0,1% Strákar 0 0,0% 1,1% ±0,2% Stelpur 1 0,0% 0,3% ±0,1% hafa komið á slysa- og bráðamóttöku vegna slysa sem ekki eru skráð hjá SBD. Samkvæmt skráningu komu 33 einstaklingar fæddir 1987 eða 1988 með lögheimili á höfuðborg- arsvæðinu á SBD vegna ofbeldis á árinu 2002. Þetta samsvarar 0,6% þessa hóps. Hins vegar sögðust 2,8% (± 0,2%) unglinganna hafa leitað til slysa- og bráðamóttöku vegna ofbeldis á umræddu tímabili, eða um 101-122 fleiri einstaklingar en skráðir eru hjá SBD. Hér munar 2,0 til 2,4 prósent- um af öllum unglingum í þessum árgöngum. Þegar litið er til þeirra nemenda sem segjast hafa lent á slysa- eða bráðamóttöku vegna eigin áfengisneyslu kemur önnur mynd í ljós. Samkvæmt skráningu kom áfengi við sögu þegar átta ein- staklinga fæddir 1987 eða 1988 með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu leituðu til SBD á árinu 2002. Þetta samsvarar 0,15% þessa hóps. Hins vegar sögðu 9,5% (± 0,4%) unglinganna að áfengi hafi átt þátt í komu þeirra á slysadeild á umræddu tímabili. Því virðist sem 470-511 einstaklingar á þessum aldri telji (9,1-9,9% af 5170 einstaklingum með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu) að áfengi hafa átt þátt í því að þeir leituðu til slysa- og bráðamót- töku á árinu 2002 en aðeins átta þeirra eru skráðir hjá SBD. Hér skeikar á bilinu 8,9 til 9,7 prósentu- stigum samanborið við 3,6-4,8 prósentustig þegar skráðar komur vegna slysa voru skoðaðar og 2,0 til 2,4 prósentustig þegar litið var til skráningar á komum vegna ofbeldis. Loks má sjá af töflu II samanburð á skráningu SBD og svörum unglinganna hvað varðar komur vegna ofurölvunar. Aðeins eitt slíkt tilvik var Læknablaðið 2007/93 185

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.