Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR /ÁTRÖSKUN Byltingarkenndar breytingar í faginu Viðtal við Guðlaugu Þorsteinsdóttur geðlækni Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir hefur um eins árs skeið staðið fyrir teymi um meðferð við átröskunum á geðdeild Landspítala eftir að hafa unnið í 10 ár á bráðamóttökudeild á geðsviði spít- alans. Hún segir þörfina fyrir úrræði og meðferð vegna átraskana vera mjög brýna en næsta verk- efni sé að koma á fót sérhæfðu meðferðarheimili fyrir átröskunarsjúklinga sem ekki er fyrir hendi í dag. Guðlaug lauk námi frá læknadeild HÍ 1986 og segir að val um sérgrein hafi vissulega vafist fyrir sér. „Ég var búin að vera á ýmsum deildum og líkaði það allt saman vel en árið 1986 átti ég mitt fyrsta barn og var á meðgöngunni og eftir fæðing- arorlof að vinna á geðdeild Borgarspítalans. Mér líkaði það vel og fannst því liggja nokkuð beint við að fara í þessa sérgrein og í janúar 1990 fluttum við til Svíþjóðar þar sem ég fór í framhaldsnám í geðlækningum. Við fluttum svo aftur heim í lok árs 1995.“ Pú hefur orðið talsverða yfirsýn yfir þróun geð- lœkninga á íslandi síðustu tvo áratugina. Geturðu lýst því aðeins hvernig það kemur þér fyrir sjónir. Spurning hvað sparast „Já, tíminn flýgur. Ég kynntist starfinu á A-2, geðdeild Borgarspítalans, á þessum fyrstu árum eftir að ég útskrifaðist en ég hafði einnig áður unnið á sumrin sem starfsmaður á geðdeildinni á Arnarholti og á móttökudeild geðsviðsins 33C á Landspítala og hef því eiginlega yfirsýn enn lengra aftur. Mér finnst ég hafa upplifað alveg gríðarleg- ar breytingar í faginu, nánast byltingarkenndar á þessum tíma. Bæði hvað varðar meðferð og meðferðarumhverfi, nálgun við sjúkdómana og hvernig samfélagið hefur breyst í afstöðu sinni til geðsjúkdóma. Þegar maður horfir til baka þá er allt öðruvísi að vinna sem geðlæknir í dag en var fyrir 20 árum. Geðdeildirnar voru miklu meira bákn hér áður og fólk bjó meira og minna á lang- legudeildunum. Nú hefur innlagnarplássum hefur fækkað gríðarlega. Hér á Landspítala hefur pláss- um fækkað um ein 100 á undanförnum 10 árum, búið að loka öllum útibúum eins og á Vífilsstöðum, Arnarholti, Gunnarsholti, Flókagötu, Víðinesi, og bráðaplássum hefur fækkað og fólkinu meira og minna ýtt út í samfélagið." Er þetta jákvœð þróun? „Að mörgu leyti er hún jákvæð en um leið vandmeðfarin. Þetta hefur verið kallað „afstofn- anaseríng” þó varla sé hægt að segja að á Islandi hafi verið reknar stofnanir Iíkt og tíðkaðist erlend- is. Samfélagsgeðlækningar eru það sem koma skal og auðvitað á fólk að geta búið á eigin heimili með faglegri aðstoð. Við höfum í rauninni verið talsvert á eftir nágrannaþjóðunum að þróa samfélagsgeð- lækningar en á allra síðustu árum er að spretta upp vísir að þeim. Það hefur náttúrulega verið fjallað talsvert um þetta í fjölmiðlum og geðlæknastéttin á ómaklegan hátt verið sögð gamaldags og of upp- tekin af lyfjameðferð. Auðvitað hafa geðlækningar þróast eins og allar aðrar sérgreinar en svona mikl- ar breytingar verða að gerast í takt við umhverfið þar sem við vinnum. Það er ekki hægt að loka deildum án þess að eitthvað annað og betra úrræði komi í staðinn. Það er varla meiningin að minnka þjónustu við geðsjúka þegar stofnunum er lokað heldur bæta hana og bjóða betra úrræði. Þetta hefur ekki haldist nægilega vel í hendur, bætt þjón- usta og lokun deilda síðastliðin tíu ár. Sérstaklega hafa þeir verst settu orðið útundan, en það eru geðsjúkir áfengis- og vímuefnaneytendur. Fyrir 20 árum var legutími langur á deildunum, stundum óþarflega langur og gat dregið úr sjálfsbjargarvið- leitni fólks, en núna hefur þetta algerlega snúist Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlœknir. Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2007/93 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.