Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / ÁFENGI skráð á SBD á árinu 2002 meðal unglinga í árgöng- um 1987 og 1988 með lögheimili á höfuðborg- arsvæðinu. Um 0,7% (± 0,1%) unglinganna sjálfra sögðust hins vegar hafa komið á slysadeild vegna ofurölvunar á umræddu tímabili. Hér virðist muna 31-41 einstaklingum til viðbótar við þann eina úr þessum hópi sem skráður var hjá SBD á árinu 2002. Þess ber þó að gæta að þessar tölur eru innan marka þeirra 1% nemenda sem til dæmis segjast ranglega hafa neytt ólöglegra vímuefna (22). Samantekt og umræða Afengisneysla 14-16 ára unglinga og slys af völdum slíkrar neyslu eru alvarleg heilbrigðisvandamál og mikilvægt er að meta umfang þeirra með fullnægj- andi hætti. Alvarleg vandamál af þessu tagi koma til kasta slysa- og bráðadeilda sjúkrahúsanna og skráning þeirra getur varpað ljósi á duldar afleið- ingar áfengisneyslu ólögráða einstaklinga. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að allgóð samsvörun sé milli skráningar SBD og svara unglinganna sjálfra hvað varðar komur unglinganna á slysa- og bráðamóttökur vegna slysa eða ofbeldis. Samkvæmt opinberri skrán- ingu komu 15,3% unglinga á aldrinum 14-16 ára (fæddir 1987 og 1988) á höfuðborgarsvæðinu á SBD vegna slysa á árinu 2002. Til viðbótar segjast 4,2% (± 0,6%) þessa hóps hafa komið á slysa- og bráðamóttöku vegna slysa sem hafa ekki verið skráð á SBD. Með sama hætti komu 0,6% þessa hóps á SBD vegna ofbeldis árið 2002 en 2,2% (± 0,2%) til viðbótar segist hafa komið á slysa- og bráðamóttöku vegna ofbeldis en eru ekki skráðir á SBD. Þennan mun má rekja til þátta á borð við komur á aðrar deildir eða sjúkrastofnanir en SBD, misminni um hvenær koma á SBD átti sér stað eða vísvitandi ósannsögli unglinga sem hafa gaman af því að svara rangt til í spurningalistakönnunum. Hvað varðar hlut áfengis í komum á SBD virðist opinberri skráningu hins vegar vera tals- vert ábótavant. Samkvæmt skráningu komu 0,2% þessara árganga á SBD undir áhrifum áfengis árið 2002 en 9,3% (± 0,4%) til viðbótar segjast hafa lent í slíku án þess að það skráð hjá SBD. Því virð- ist sem 470-511 einstaklingar á þessum aldri telji áfengi hafa átt þátt í því að þeir leituðu til slysa- og bráðamóttöku á árinu 2002 en aðeins átta þeirra eru skráðir hjá SBD. Þessar niðurstöður benda til þess að SBD skrái ekki með fullnægjandi hætti ölvunarástand ung- linga sem þangað leita. Þessi kerfisbundna van- skráning getur átt sér ýmsar skýringar. Hugsanlegt er að ölvun fari í einhverjum tilvikum framhjá því starfsfólki SBD sem samskipti hefur við ungling sem þangað leitar undir áhrifum áfengis, enda kunna unglingarnir að reyna að dylja slíkt ástand. Einnig kunna einhverjir unglingar að leita sér aðstoðar á slysa- og bráðamóttöku daginn eftir áverka þegar öll ummerki áfengisneyslunnar eru horfin. Líklegt verður þó að teljast að heilbrigðisstarfs- fólk skrái sjaldan vísbendingar um áfengisneyslu við komu unglinga á SBD. Áfengismagn í blóði er í fæstum tilvikum mælt við komuna og án slíkrar mælingar liggja ekki fyrir óyggjandi sannanir um ölvunarástand. Einnig getur verið erfitt að fullyrða um orsakasamband milli ölvunar og þeirra áverka sem unglingar hafa hlotið vegna slysa eða ofbeldis. Vera má að starfsfólk SBD forðist að skrá grun um áfengisneyslu sem ekki er hægt að sanna að sé bein orsök áverkanna. Hér er mikilvægt að greina á milli áverka vegna áfengisneyslu sem læknisfræðilegrar greiningar og skráningar á atvikum þar sem áfengisneysla og áverkar af ýmsu tagi fara saman (joint occ- urrence). Þótt erfitt sé að sanna orsakatengsl í tilteknum málum getur fylgni milli þessara þátta í öllum komum á SBD sýnt fram á mikilvægan áhættuþátt ofbeldis og slysa. Frá lýðheilsu- og faraldsfræðilegu sjónarmiði er því mikilvægt að skráningar sjúkrahússins á þessum þáttum séu áreiðanlegar og réttmætar. Á því virðist nokkur misbrestur. Þakkir Rannsóknin var unnin með Rannísstyrk #50670021. Heimildir 1. Hibell B, Andersson B, Bjarnason Þ, Ahlstrom S, Balakireva O, Kokkevi A et The ESPAD Report 2003: Alcohol and Other Drug Use Among Students in 35 European Countries. Evrópuráðið, Stokkhólmur: 2004. 2. Johnston LD, O'Malley PM, Bachman JG. Monitoring the Future National Survey Reseluts on Drug Use, 1975-2003. Bethesda, MD: National Institute on Drug Abuse, 2004. 3. Bjarnason P, Jónsson SH. The 2003 Icelandic School Survey Project on Alcohol and Other Drugs. Stokkhólmur: CAN 2004. 4. Cohen LR, Potter LB. Injuries and violence: Risk factors and opportunities for prevention during adolescence. Adolescent Medicine 1999; 10:125-35. 5. Þórisdóttir G. Voveifleg dauðsföll tengd ávana- og fíkniefnum, 1996-1995. Rannsóknastofa í réttarlæknisfræði. Háskóli íslands Reykjavík: 1996. 6. Bonomo Y, Coffey C, Wolfe R, Lynskey M, Bowes G, Patton G. Adverse outcomes of alcohol use in adolescents. Addiction 2001; 96:1485-96. 7. Ullman SE, Karabatsos G, Koss MP. Alcohol and sexual aggression in a national sample of college men. Psychol Women Quarterly 1999; 23:673-89. 8. Bjamason Þ, Sigurðardóttir ÞJ, Þórlindsson Þ. Human agency, capable guardians, and structural constraints: A lifestyle approach to the study of violent victimization. J Youth Adoles 1999; 28:105-19. 9. Rossow I, Wichstrom L. Parasuicide and use of intoxicants among Norwegian adolescents. Suicide Life-Threatening Behavior 1994; 24:174-83. 10. Bjarnason Þ, Þórlindsson Þ. Manifest predictors of past suicide attempts in a population of Icelandic adolescents. Suicide Life- Threatening Behavior 1994; 24:350-8. 186 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.