Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKLINGAÖRYGGI Hreinlæti umfram allt - segír breski landlæknirinn Sir Liam Donaldson Starfsfólk íslenskrar heilbrigðisþjónustu fékk góðan gest í heimsókn á dögunum er breski land- læknirinn Sir Liam Donaldson ávarpaði málþing Landlæknisembættisins um öryggi sjúklinga en Sir Liam hefur verið hvað ötulastur á alþjóðlegum vettvangi að tala fyrir bættu öryggi sjúklinga sam- tímis því sem hann hefur rekið harðan áróður fyrir bættu öryggi sjúklinga innan breska heilbrigð- iskerfisins. Við þetta tækifæri undirritaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir, sam- komulag um þátttöku Islands í fjölþjóðlegu verkefni sem nefnist Hreinlæti og örugg heil- brigðisþjónusta haldast í hendur (Clean Care is Safer Care). Verkefninu er stýrt af samtökunum World Alliance for Patient Safety, sem eru samtök á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Sir Liam Donaldson er formaður fyrir. Með undirskrift samkomulagsins er Island komið í hóp um 50 annarra ríkja sem takast á hendur ákveðnar skuldbindingar um aðgerðir til að vinna að fækkun sýkinga sem eiga upptök sín í heilbrigð- isþjónustu. Hávar Sigurjónsson Raunverulegt fólk Sir Liam flutti erindi sitt skörulega og hikaði ekki við að beita raunverulegum dæmum þar sem hann sýndi brot úr viðtölum og frásögnum aðstand- enda sjúklinga sem höfðu látist af völdum mistaka á breskum sjúkrastofnunum. Var greinilegt að honum var umhugað um að koma þeim skila- boðum skýrum til áheyrenda að á bakvið hvert tilfelli mistaka sem eiga sér stað, er raunverulegt fólk, einstaklingar sem eiga sér fjölskyldu og ástvini sem þjást í kjölfarið. Eitt af dæmunum sem hann nefndi var um ungan pilt sem hafði þurft á meðferð við hvítblæði að halda. Meðferð hafði gengið vel og allar líkur voru á því að hann væri að komast yfir erfiðasta hjalla sjúkdóms síns. Þá urðu þau hrapallegu mistök við lyfjagjöf að tveimur lyfjum sem honum átti að gefa var ruglað saman og lyfið sem ætlað var í æð var gefið í mænuvökva og öfugt. Þrátt fyrir að mistökin uppgötvuðust svo til samstundis og allt var gert til að bjarga piltinum tókst það ekki og hann lést nokkrum klukkustund- um síðar. „Þegar farið var yfir þetta tilfelli eftirá var ýmsu ábótavant. Merkingar lyfjanna voru ekki nægilega skýrar. Læknarnir sem gáfu lyfið voru ekki nægilega þjálfaðir í verkefninu og ekki náðist í sérfræðing sem hafa átti umsjón með lyfjagjöf- inni. Þegar allt var tekið saman kom í ljós að í 44 atriðum hafði kerfið sem tryggja átti öryggi sjúklingsins brugðist.” Sir Liam lýsti síðan starfi sínu á alþjóðavett- vangi á vegum WHO og kvað nefndina hafa safn- að miklum upplýsingum víða að um hvernig staðið væri að öryggismálum sjúklinga og væri það starf unnið í samræmi við ályktun WHO um að leggja beri aukna áherslu á öryggi sjúklinga um heim allan. „Eitt það mikilvægasta við að tryggja ör- yggi sjúklinga á sjúkrastofnunum er að stjórnun þeirra sé styrk og örugg. Og við getum lært mikið af þeim en við getum einnig lært af þeim stofn- unum þar sem óhöppin eiga sér stað.” Sir Liam tók síðan dæmi af stóru og virtu sjúkrahúsi Stoke Manderville Hospital í Notthinghamshire en þar brutust út erfiðar hópsýkingar árið 2005 og aftur ári síðar. „Astæðan var einföld. Eftir fyrra til- fellið hunsaði stjórn spítalans algerlega tillögur vinnuhóps um aðgerðir til að hindra hópsýkingar af þessu tagi og afleiðingin var sú að sams konar sýking átti sér stað ári síðar. Alls létust 38 sjúkling- ar af þessurn sýkingum og yfir 300 sýktust. Stjórn spítalans var meira umhugað um hagræðingu og kostnaðarstýringu en öryggi sjúklinga og þetta urðu afleiðingarnar.” 218 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.