Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁTRÖSKUN „Flestir skjólstæðinga okkar eru ungar konur á aldrinum 17-18 ára til 40 ára, börn og unglingar fara í meðferð á Bugl en við erum í ákveðnu sam- starfi við átröskunarteymi sem þar er starfandi. I tengslum við göngudeildina rekum við dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga þar sem við getum tekið á móti sex sjúklingum 5 daga vikunnar. Þar bjóðum við hópmeðferðir af ýmsu tagi og máltíðir; morg- unmat, hádegismat og kaffitíma. Ef við þurfum að leggja sjúkling inn vegna lífshættulegs ástands leggjum við hann inn á almennar bráðageðdeildir þar sem lítil önnur meðferð fer fram en að end- urnæra sjúklinga. Eftirspurn eftir þessari meðferð er mikil og við sjáum margar mjög veikar ungar konur sem eru búnar að þjást af átröskun í mörg ár og eru illa á sig komnar bæði andlega og líkamlega. Sumar hafa flosnað uppúr vinnu eða námi, fram- haldsskóla eða háskóla því það fylgir þessu kvíði og þunglyndi, einangrun og vanlíðan. Getan til að stunda nám dvínar og það er í þessu slæma ástandi sem þær koma til okkar.” Guðlaug segir átröskun af þessu tagi vera skil- greinda sem geðsjúkdóm þar sem um sé að ræða hugsanabrengl sem valdi sjúklegri hegðun og vanlíðan. „Einstaklingurinn verður heltekinn af ótta við að borða og verða feitur. Hann er í stöðugri megr- un og leitar allra ráða til að reyna að létta sig. Hann getur neitað sér um að borða og svelt sig vísvítandi án tillits til þess hvaða afleiðingar það getur vald- ið, en anorexia getur verið banvænn sjúkdómur. Einstaklingur með bulimíu er oft í kjörþyngd en er líka í stöðugri megrun sem leiðir til átkasta og framkallar síðan uppköst í kjölfarið. Oft er talað um brenglaða líkamsímynd hjá fólki með átrask- anir. Viðkomandi finnst hann vera stór og feitur jafnvel þó hann sé grindhoraður. Þráhyggjan að léttast er stöðug og yfirþyrmandi og ekkert annað kemst að en að losa sig við mat. Kannski verið í þrotlausri líkamsrækt og misnotuð alls kyns lyf, hægðalyf, brennslutöflur, bjúgtöflur, eða örvandi fíkniefni eins og amfetamín og kókaín. Veikasti hópurinn, þeir sem þjást bæði af átröskunum og vímuefnafíkn, eru þeir sem erfiðast er að vinna með því ef þeir eru í neyslu og fara í afeitrun bloss- ar átröskunin upp og þá eru allar líkur á að þeir falli aftur í neysluna." Beina fræðslunni að fullorðnum Er átröskun vaxandi vandamál? „Það eru margar erlendar rannsóknir sem benda til þess að þetta fari vaxandi þó rannsóknir hafi sýnt að verstu tilfelli lystarstols og bulimíu standi í stað. Það sem færist í vöxt eru eins konar ódæmigerðar átraskanir þar sem unglingar og ungt fólk beita afbrigðilegum aðferðum til að stjórna þyngd sinni. Það getur verið mjög hættulegt og leitt til alvarlegra átraskana þó stundum virðist þetta einnig vera tímabundið ástand og fólk nær að hætta þessu án sérstakrar meðferðar.” Hvað er það sem hefur mest áhrifá ungar stúlk- ur íþessu sambandi að þínu mati? „Rannsóknir benda til að félagslegur þrýstingur á að vera grannur sé mesti áhrifavaldurinn. Það er sterk krafa á ungar stúlkur í dag að vera grannar. Það eru ekki endilega fjölmiðlarnir sem er við að sakast hér. Heldur ekki síður nærumhverfið, for- eldra og fjölskylda, íþróttaþjálfarar, vinahópur og bekkjarsystkini. Börn og unglingar geta verið viðkvæm og breytingar í vinahóp eða umhverfi geta valdið óöryggi og þau orðið upptekin af því að ná sérstöku útliti til að fá viðurkenningu. Það er mjög vandmeðfarið hvernig skilaboðum er komið til barna og unglinga um hvað sé heilbrigt og eðlilegt varðandi mataræði og hreyfingu. Það er eins og sumir séu viðkvæmari en aðrir fyrir at- hugasemdum um útlit sitt. Það virðist að minnsta kosti greinilegt að mjög lítið þarf til að koma rang- hugmyndum um útlit af stað hjá sumum en það er líka jafnerfitt að snúa blaðinu við.“ Þarfmeiri frœðslu til telpna og ungra stúlkna? „Eg tel að fræðslu og áróðri varðandi átraskanir eigi fyrst og fremst að beina að fullorðna fólkinu og þeim sem hafa náð þroska. Forvarnir sem snúa að börnum eiga almennt að felast í því að ýta undir styrkleika þeirra, bæta sjálfsmynd og félagsfærni, ekki sjúkdómatali. Það er oftar en ekki að rótin að átröskun hjá ungum konum liggur í viðhorfum fullorðna fólksins sem jafnvel er sjálft of upptekið af eigin þyngd og lífsstíl. Þar held ég að við getum öll litið í eigin barm.“ m Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri SKURÐLÆKNAR Óskað er eftir almennum skurðlækni/skurðlæknum til sumarafleys- inga á handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða tímabilið 1/6 - 15/9 2007, í 6 vikur eða skemur eftir óskum umsækjanda. Umsækjendur skulu hafa fullgild réttindi í skurðlækningum. Starfinu fylgir vaktskylda á handlækningadeild. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Skurðlæknafélags íslands. Frekari upplýsingar veitir Shree Datye, forstöðulæknir deildarinnar í síma 463 0100 eða shree@fsa.is Læknablaðið 2007/93 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.