Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Um félagsgjöldin Því var lofað hér fyrir nokkrum blöðum, þegar vöngum var velt yfir fulltrúalýðræðinu í Læknafélags íslands, að næst yrðu félagsgjöldin til umræðu. Félagsgjöldin hafa ekki síður verið milli tanna lækna en aðstaða einstakra lækna til að hafa áhrif á opinbera afstöðu LI og ákvarðanir, sem teknar eru af stjórn þess og aðalfundi. „I hvað fara félagsgjöldin?“ „Er nauðsynlegt að hafa þau svona há?“ „Eru félagsgjöld annarra stéttarfélaga ekki miklu lægri en okkar?“ Þetta eru sígildar spurn- ingar og sjálfsagðar og eðlilegt að þeim sé svarað á fullnægjandi hátt. Eg minnist þessara spurninga frá aðalfundum félagsins á níunda áratug síðustu aldar. Á þeim tíma athugaði ég árgjöld LÍ í nokkur ár og bar saman við árslaun heilsugæslulækna, en því starfi gegndi ég þá eins og nú. Þá voru árgjöldin um 2,5% af föstum árslaunum en föst árslaun voru mun minni hluti heildartekna heilsugæslulækna, en nú gerist. Lætur nærri, að árgjaldið hafi þá verið um eða innan við 1% af heildarlaunum læknanna. Sé litið til tekna lækna nú á tímum skv. opinberum skýrslum má gera ráð fyrir að árgjald til LÍ sé á bilinu 0,5-0,7% fyrir þorra þeirra. Hvað er svo fengið með þessu árgjaldi? Er framganga stjórnar og starfsmanna LÍ viðunandi fyrir þennan kostnað eða er ef til vill hægt að fá meiru áorkað fyrir lægri upphæð. Þessari spurn- ingu var svarað játandi haustið 1997 og farið í mjög alvarlega og erfiða naflaskoðun á starfsemi LÍ. Leiddi hún meðal annars til uppsagna og þegar frá leið lækkunar árgjalda, sem enn sér stað. Árgjöld hafa til að mynda lækkað að raungildi frá þeim tíma og verið óbreytt nú í nokkur ár þrátt fyrir nokkra verðbólgu. I annan stað er það mat okkar Gunnars Ármannssonar framkvæmdastjóra, að tími okkar fari að langmestu leyti í hagsmunagæslu fyrir lækna og að önnur fagleg, menningarleg eða enn önnur „gæluverkefni" eins og sumir kjósa að orða það, séu hverfandi á verkefnalista okkar. Hér gefur að líta köku sem sýnir skiptingu árgjalds hvers læknis þannig að rekja má eftir krónum, hvert tíund hans rennur. Þetta er birt án ábyrgðar endurskoðanda félagsins enda unnið af undirrituðum. Ekki skal lagður neinn dómur á réttmæti þessarar skiptingar en hún fylgir fjár- hagsáætlun félagsins eins og hún er ákveðin af aðalfundi. Vonandi getur þetta kökurit orðið til- efni til upplýstrar umræðu og skoðanaskipta um fjármál félagsins. Svæðafélög 6050 kr. Annað 2400 kr. Erlend samskipti 3100 kr. Læknablaðið 4100 kr. Fræðsla og menningarmál 2500 kr. Húsnæði 3000 kr. Afskriftir 2700 kr. Skipting félagsgjalds til LÍ, alls 60.500 kr. Sigurbjörn Sveinsson form@lis.is Höfundur er formaður stjórnar LÍ. í pistlunun Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Læknablaðið 2007/93 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.