Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁTRÖSKUN
við. Það má líkja þessu við snúningsdyr þar sem
sjúklingar fá varla tækifæri til að stíga inn, legutím-
inn er orðinn svo stuttur að fólk nær vart áttum
inni á deildum áður en það er útskrifað og svo á
eitthvað annað að taka við en það gengur misvel
að finna þau úrræði. Að mínu mati eru bráðapláss-
in orðin of fá í dag og endurhæfingarúrræðin ekki
næg. Stór þáttur í því hvað þessar breytingar hafa
gerst hralt og ómarkvisst er að fjárhagslegar en
ekki faglegar forsendur hafa ráðið of miklu við
„hagræðingu“ og niðurskurð. En það er spurning
hvað mikið sparast þegar upp er staðið og mikið
verið gagnrýnt að kerfið í dag sé að ýta undir lang-
vinn veikindi fólks.“
Mannauóurinn er mikilvægastur
Guðlaug bendir reyndar á að vissulega sé verið
að vinna að því að bæta þjónustuna við þá sem
eru veikir utan spítalans. „Göngudeild geðdeildar
hefur verið efld gríðarlega á síðustu árum og að-
gengi verið bætt, þar eru komur á bráðaþjónustu
geðdeildar iðulega 20-30 á sólarhring. Það hafa
einnig verið að spretta upp heimaþjónustuteymi,
bæði á vegum heilsugæslunnar í Reykjavík og
Hugarafls. Nýlegt úrræði er einnig vettvangs-
teymi sem er tengt endurhæfingarmiðstöðinni á
Kleppsspítala en það veitir verst stöddu skjólstæð-
ingum okkar þjónustu á heimavelli. Þetta útheimt-
ir mikinn tíma og kostnað og á eftir að þróa frekar.
Heilsugæslan er einnig að efla forvarnarstarf og er
að ráða til sín sálfræðinga til að bæta frumþjónustu
við fólk með geðraskanir."
Guðlaug segir breytingar á undanförnum
árum ekki birtast hvað síst í auknu vinnuálagi á
geðlækna á geðdeildunum og göngudeildum.
„Fyrir 15-20 árum voru geðdeildir mjög vel
mannaðar af aðstoðarlæknum og gott framboð
var af deildarlæknum sem ráku deildirnar meira
og minna undir handleiðslu sérfræðinga. Þeir voru
með mikla viðveru á deildunum en sérfræðing-
arnir höfðu meiri tíma til að sinna handleiðslu,
fræðistörfum og kennslu. Staðan í dag er gerbreytt
hvað þetta varðar, deildarlæknum hefur fækkað
og eru að auki mikið burtu vegna breyttra hvíld-
artímaákvæða í kringum vaktir. Sérfræðingarnir
vinna alla pappírs- og grunnvinnu á deildum og
samtímis hefur álagið á móttökudeildirnar aukist
og er orðið miklu meira en áður. Sem dæmi má
nefna að frá því ég flutti heim frá Svíþjóð 1996
voru innlagnir á mánuði á mína deild oft 18-20
einstaklingar, en eru nú iðulega um 40 á mánuði.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að plássum hefur
fækkað og róteringin þarf að vera miklu hraðari en
áður. Okkur ber skylda til að veita bráðaþjónustu
og erum í sífelldri pressu að losa pláss fyrir nýja
sjúklinga. Þetta getur valdið ótímabærum útskrift-
um og aukinni tíðni endurinnlagna skjólstæðinga.
Daglegt álag er miklu meira en áður var en þó er
rétt að taka fram að þetta er ekki bara vandi okkar
hér á geðdeild Landspítala, heldur er þetta meira
og minna vandi alls spítalans. Oft snýst dagurinn
um alls kyns „akút-reddingar” og það er veikara
fólk í göngudeildarmeðferð, fólk sem áður hefði
verið lagt inn.”
Ein af skýringum þess að framlag deildarlækna
er minna en áður er eflaust sú að fyrir ekki alls
löngu var tekin upp vinnutilskipun EES um 11
stunda hvíldartíma lækna milli vakta. „Þetta varð
til þess að ef læknir tekur næturvakt þá á hann frí
bæði virkan dag á undan og eftir vaktinni. Þegar
fáir deildarlæknar þurfa að taka margar vaktir
og allir þurfa sín frí þá gefur augaleið að viðvera
á dagvinnutíma er stundum ansi lítil. Af þessum
ástæðum lendir meginþungi dagvinnu á sérfræð-
ingunum sem eru hér á þessum tíma. Við höfum
reyndar haft nokkrar áhyggjur af því að mikið
vaktaálag á deildalæknum bitni á starfsnámi
þeirra því lækningar eru svo miklu meira en bara
bráðalækningar.
Það sem skiptir einnig máli í þessu sambandi og
varðandi geðlækningar almennt er að þetta er ekki
hátæknigrein í læknisfræði. Framfarir eiga sér ekki
stað með sífellt flóknari tækjum og nýjum bún-
aði. Það er því oft erfitt að fá aukin fjárframlög í
reksturinn. Geðlækningar byggja fyrst og fremst á
mannauðnum, menntun og reynslu sem fagmenn-
irnir hafa aflað sér. Kostnaður vegna nýrra lyfja
skiptir vissulega máli, en stærstu útgjöldin eru
vegna annarra meðferðarþátta sem eru gríðarlega
mikilvægir og snúa að viðtalsmeðferð, iðjuþjálfun,
starfsþjálfun, búsetuþjálfun og fleira. Það er því
lykilatriði ef vel á að takast til að geta boðið í gott
starfsfólk, hlúa að því og gera starfsumhverfið
sem mest aðlaðandi. Á þetta hefur skort veru-
lega að mínu mati, og þar vegur láglaunastefna
Landspítala þyngst, sálfræðingar fá hvergi lægri
laun, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar sömuleiðis og
hjúkrunarfræðingar eiga alltaf í sinni kjarabaráttu.
Þetta hefur valdið reglubundnum krísum vegna
skorts á fagfólk, sem hverfur til annarra starfa eða
sækir ekki um lausar stöður. Mér hefur fundist
skorta verulega á skilning á því að háskólasjúkra-
hús sem á að vera leiðandi í meðferð og þjónustu
þarf að geta verið samkeppnisfært um besta fólk-
ið.“
Aukin aðsókn er ekki aukin tíðni
Aðspurð um hvort áhugi ungra lækna á geðlækn-
ingum sem sérgrein sé alltaf jafn og nægt framboð
á sérfræðingum þá dregur hún aðeins við sig
svarið.
Læknablaðið 2007/93 213