Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2007, Side 9

Læknablaðið - 15.11.2007, Side 9
RITSTJORNARGREINAR Jóhannes Björnsson johbj<Slandspitali. is Jóhannes Björnsson, meinafræðingur á Landspítala og ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins Afangaskýrsla Lesendur Læknablaðsins munu greina nokkrar útlitsbreytingar í þessu hefti. Sá sem þetta ritar er enginn sérstakur fylgismaður breytinga breyting- anna einna vegna. Sumir eru vafalaust annarrar skoðunar, og er hugsanlegt að tími einhvers konar fataskipta sé upp runninn. Sú ritstjórn Læknablaðs- ins sem lauk ferli sínum í nóvember 2005 breytti útliti blaðsins verulega og voru allar þær breyt- ingar til framfara, ekki sízt umbreytingin í A-4 stærð. Önnur nýjung fyrri ritstjórna var sömuleið- is lofsverð, þ.e.a.s. nýtt listaverk á hverri forsíðu. Tiltekinn aðili, sérmenntaður á sviðinu, velur for- síðuna, upplýsir um listamanninn og skýrir verkið fyrir þeim okkar sem minna mega sín í sjónlista- deildinni. Undirritaður bíður forsíðunnar í hverj- um mánuði með nokkurri eftirvæntingu enda ekki ólíklegt að sum þeirra listaverka sem fyrst birtust hér gætu öðlazt frægð og útbreiðslu, t.d. að því marki, að falsarar fengju á þeim augastað. Er þá sízt verra að geta leitað uppruna og forvarið verk- ið á forsíðu félagsrits íslenzkra lækna. Utlitsbreytingarnar nú eru veigaminni en þær sem fyrr getur. Ritstjórn vill með þeim reyna að gera efni blaðsins aðgengilegra lesendum en verið hefur, sérlega með því að bæta og færa út efnisyf- irlit. Með öðrum breytingum er þess freistað að auðkenna aðsent efni eftir tegund þess: vísinda- greinar, yfirlitsgreinar, sjúkratilfelli, annað aðsent efni, þar með talinn félagslega hlutann. Ritstjórn óskar eftir og er þakklát viðbrögðum lesenda við þessum breytingum og gaumgæfir allar tillögur til framfara. Heimsóknum á heimasíðu Læknablaðsins hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár, úr tæplega 35 þúsund árið 2003 í ríflega 105 þúsund árið 2006, þær hafa þannig þrefaldazt á fjórum árum. Það sem af er árinu 2007 virðist enn um að ræða verulega fjölgun. Vísindagreinar blaðsins urðu aðgengilegar á vef National Library of Medicine á útmánuðum árið 2005 og nú hefur allt fræðiefni blaðsins allt frá árinu 2000 verið vistað þar. Þótt að svo stöddu sé ekki tæknilega unnt að aðgreina heimsóknir innan lands og utan, er óhætt að ætla að MedLine eigi sinn þátt í fjölgun heimsóknanna. Greinahöfundar verða í vaxandi mæli varir við al- þjóðavæðingu Læknablaðsins, fyrst og fremst með því að erlendir lesendur hafa við þá beint sam- band. Vitað er um a.m.k. eitt vísindaverkefni með erlendum aðilum, sem beinlínis er tilkomið vegna aðgengis erlendra lesenda að Læknablaðinu. Eins og áður hefur verið á minnzt hefur sitj- andi ritstjórn eytt umtalsverðum tíma í að setja fram vinnuramma blaðsins. Nú eiga hverjum þeim sem sendir efni til blaðsins að vera ljósar reglur um uppbyggingu, framsetningu og lengd efnis í hverjum flokki. Ritstjórnin hefur sömuleiðis skerpt á innri vinnureglum sínum og meðal ann- ars skilgreint það efni sem Læknablaðið birtir eða birtir ekki. Læknablaðið á að vera sá vettvangur þar sem læknar geta reifað og, ef því er að skipta, rifizt um mál er varða heilbrigðisþjónustu í víðum skilningi. Óski læknar hins vegar að jafna hver um annan á einstaklingsgrundvelli verða þeir að leita til annarra miðla. Allar leiðbeiningar varðandi innsent efni eru aðgengilegar lesendum blaðsins, ýmist á prent- eða netútgáfu þess. í þessu hefti er viðtal við Ara Jóhannesson, lækni. Alþjóð veit, að þann 19. október sl. hlaut Ari bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, sem veitt eru á samkeppnisgrundvelli fyrir ljóð, áður óbirt, sem send eru inn undir nafnleynd. Um það bii fjörutíu ljóðabálkar bárust. Ari og ljóð hans eru enn eitt dæmi um samtvinnun og skyldleika les beanx arts við læknisstarfið, en þessi tengsl eru alda- eða árþúsundagömul og umfram það sem tilviljun ein myndi valda. Læknablaðið óskar Ara til hamingju. Ráðningartíma núverandi ritstjórnar lýkur, með einni undantekningu (Tómas Guðbjartsson), þann 30. nóvember nk. Einn ritnefndarmaður, Karl Andersen, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Karl hefur starfað lengst allra ritnefndarmanna, eða í átta ár. Ritstjórn öll, sérlega undirritaður, þakkar Karli samstarfið, ekki sízt á tímum ritstjórnarumróts fyrir tveimur árum. Hvort einhverjir núverandi ritnefndarmanna munu sitja áfram, og þá hverjir, mun útgáfustjórn blaðsins ákveða á næstu vikum. LÆKNAblaðið 2007/93 741

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.