Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 21
SJÚKRATILFELLI O G YFIRLITSGREIN GULAR NEGLUR Mynd 2. Neglur viðkomandi sjúklings með heilkenni gulra nagla. Mynd 3. Táneglur viðkomandi sjúklings með heilkenni gulra nagla. þriðjungi tilfella á sama tíma (2). í grein þar sem farið var í gegnum 97 tilfelli var miðgildisaldur við upphaf einkenna 40 ár en gat verið til staðar við fæðingu eða komið fram mun síðar (7). Gular neglur voru til staðar í 89% tilfella, 80% höfðu misslæman bjúg og 36% höfðu fleiðruvökva. Hjá 29% einstaklinga var fyrsta einkenni tengt fleiðruvökva (7). Orsakir þessara afbrigðilegu nagla og vökva- söfnunar í líkamshol eru ekki þekktar en almennt er talið að skýringuna sé að finna í sogæðakerfinu. Þekkt er að hjá 7-30% tilfella ganga naglbreytingar að einhverju eða öllu leyti til baka en þær koma þó oft aftur síðar meir (1,9). Sú staðreynd að bjúg- urinn kemur og fer bendir jafnframt til þess að þessi truflun á virkni sogæðakerfisins sé starfræn (functional) frekar en vegna byggingargalla í sog- æðatrénu (10). Orsakasamhengið milli þessarar starfrænu truflunar og þess ónæmisgalla sem svo leiðir til langvinnra/endurtekinna sýkinga í efri og neðri öndunarvegum er ekki þekkt. Líkt og við mörg önnur heilkenni þar sem undirliggjandi orsakir eru óþekktar er markviss meðferð við heilkenni gulra nagla ekki til. Gjöf háskammta E-vítamíns hefur verið reynd með misjöfnum árangri. Þá hefur verið lýst notkun á octreotide við bæði kviðarholsvökva (11) og fleiðruvökva (12) tengdum heilkenni gulra nagla. Verkunarmáti octreotide í þessu tilviki er óþekkt- ur en lyfið er þó talið minnka vessaframleiðslu í sogæðum. Sveppalyf hafa eins og gefur að skilja engin áhrif. Meðferð er því beint að einkennum. Höfundar vita ekki til þess að þessu heilkenni hafi áður verið lýst hérlendis. Almennt er heil- kennið þó talið vangreint og tilgangur þessarar greinar því fyrst og fremst að vekja athygli á þess- um sjúkdómi. Mikil eosinophilia var áberandi í fleiðruvökva þessa sjúklings og hefur því ekki áður verið lýst sem hluta af heilkenninu. Talað er um eosinophil fleiðruvökva ef hlutfall eosinophila fer yfir 10%. Þetta er þó ósértækt og eosinophilia getur sést við flesta fleiðrusjúkdóma eins og áður kom fram (13). Heimildir 1. Samman PD, White WF. The „Yellow nail" syndrome. Br J Dermatol 1964; 76:153-7. 2. Emerson PA. Yellow nails, lymphoedema, and pleural effusions. Thorax 1966; 21: 247-53. 3. Dilley JJ, Kierland RR, Randall RV, Shick RM. Primary lymphedema associated with yellow nails and pleural effusions. JAMA 1968; 204: 670-3. 4. Hiller E, Rosenow EC, Olsen AM. Pulmonary manifestations of the yellow nail syndrome. Chest 1972; 61: 452-8. 5. Luyten C, Andre J, Walraevens C, De Docker P. Yellow nail syndrome and onychomycosis. Experience with itraconazole pulse therapy combined with vitamin E. Dermatology 1996; 192: 406-8. 6. Bokszczanin A, Levinson AI. Coexistent yellow nail syndrome and selective antibody deficiency. Ann Allergy Asthma Immunol 2003; 91: 496-500. 7. Nordkild P, Kromann - Andersen H, Struve - Christensen E. Yellow nail syndrome - the triad of yellow nails, lymphedema and pleural effusions. A review of the literature and a case report. Acta Med Scand 1986; 219: 221-7. 8. Finegold DN, Kimak MA, Lawrence EC, Levinson KL, Cherniske EM, Pober BR, et al. Truncating mutations in FOXC2 cause multiple lymphedema syndromes. Hum Mol Genet 2001; 10:1185-9. 9. Norton L. Further observation on the yellow nail syndrome. Cutis 1985; 36: 457-62. 10. Bull RH, Fenton DA, Mortimer PS. Lymphatic function in the yellow nail syndrome. Br J Dermatol 1996; 134: 307-12. 11. Widjaja A, Gratz KF, Ockenga J, Wagner S, Manns MP. Octreotide for therapy of chylous ascites in yellow nail syndrome. Gastroenterology 1999; 116:1017-8. 12. Makrilakis K, Pavlatos S, Giannikopoulos G, Toubanakis C, Katsilambros N. Successful octreotide treatment of chylous pleural effusion and lymphedema in the yellow nail syndrome. Ann Intern Med 2004; 141: 246-7. 13. Kalomenidis I, Light RW. Eosinophilic pleural effusions. Curr Opin Pulm Med 2003; 9: 254-60. LÆKNAblaðið 2007/93 753
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.