Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Síða 36

Læknablaðið - 15.11.2007, Síða 36
UMRÆÐUR O G FRETTIR KLEPPUR í 100 Á R og fann auðvitað ýmislegt. Kleppur er nefndur í ýmsum ævisögum og talsvert var fjallað um hann í dagblöðum. Það lagði mér talsvert til sjónarhorns sjúklinganna og samfélagsins sem ég nefndi áðan. Auk þess lá ég að sjálfsögðu yfir sjúkraskránum og las þær gaumglæfilega. Þar fartn ég mikið af bréfum frá sjúklingum sem ekki höfðu verið send heldur sett beint í möppuna. Mörg þessara bréfa veita innsýn í hugarheim sjúklinganna." Óttar segir að ýmislegt hafi komið sér á óvart við rannsókn á sögu Klepps en einnig hafi ýmsar hugmyndir hans sjálfs um Klepp fengist staðfest- ar við þessa rannsókn. Illir andar og vatnsmeðferð „Eitt það fyrsta sem maður rekur sig á er hversu einráðir yfirlæknarnir hafa verið Þeir höfðu í rauninni algerlega frjálsar hendur um hvaða meðferð var stunduð á spítalanum og það þýddi auðvitað líka að þeir réðu því hvaða meðferð var ekki stunduð. Geðlækningar á íslandi stjórnuðust fyrst og fremst af hugmyndafræði þeirra tveggja einstaklinga sem réðu spítalanum fyrstu 50 árin sitt í hvoru lagi og saman um skeið, Þórðar Sveinssonar og Helga Tómassonar. Þá tekur Tómas Helgason við og hann hafði vissulega ráð- andi stöðu en fleiri komu að stjórnun spítalans í hans tíð svo hann er ekki eins einráður og fyr- irrennarar hans óumdeilanlega voru. Það sem kemur mér síðan verulega á óvart er innihald lækninga Þórðar Sveinssonar. Hann var að mörgu leyti mjög vel menntaður geðlæknir og stundaði nám sitt við eitt fremsta geðsjúkrahús Evrópu á þeim tíma, í Munchen, og lærir þar nútímageð- lækningar eins og þær voru stundaðar í upphafi 20. aldar. Þegar hann kemur heim virðist hann taka upp eigin stefnu að miklu leyti, með mik- illi áherslu á vinnulækningar, að láta sjúklingana stunda vinnu á spítalanum og var í því sambandi með umfangsmikinn búrekstur á vegum spítalans um langt skeið; hann hafði algeran ímugust á lyfjum og notaði eiginlega engin af þeim lyfjum sem þá voru til. Hann hafði hinsvegar tröllatrú á vatnslækningum bæði innvortis og útvortis sem fólust í því að annaðhvort að láta sjúklinginn drekka heitt vatn eða sitja í heitu baði. Sumir voru reyndar líka settir í kalda sturtu í lækningaskyni. Stundum var sjúklingum ekki gefið neitt annað en 55 gráðu heitt vatna að drekka í nokkrar vikur og segja má að þetta hafi verið sveltimeðferð fremur en vatnsmeðferð. Þessar vatnslækningar Þórðar áttu sér ekki hliðstæðu annars staðar í geðlækningum hans samtíma að því er ég best veit heldur er þetta ævagömul læknisfræði sem rekja má allt aftur til Hippókratesar." Þórður Sveinsson var landsþekktur maður og af honum hafa verið sagðar margar sögur. Hann var þekktur fyrir andatrú sína, spiritisma, og lá ekki á þeim áhuga sínum. „Það kemur greinilega fram í ýmsum skrifum hans og blaðadeilum að hann hefur látið spíritismann stjórna sér í geð- lækningunum að talsvert miklu leyti. Hann trúði því að geðsjúklingar væru haldnir illum öndum sem þyrfti að reka út og hugmyndir hans um geð- lækningar virðast mótast af þessum áhuga hans. Hann notaði mikið orðið "besættelese" um ein- kenni sjúklinga sinna eða þeir væru haldnir eins og nú er sagt. Hann trúði því að alkóhólismi staf- aði af ásókn óæðri vera á sjúklinginn og aðferðir hans beindust að því að reka út illa anda og óæðri verur með svelti og svitameðferð. Hann taldi að með því að láta sjúklinginn svitna væri hann að ráðast gegn rótum geðveikinnar því að geðsjúkl- ingar gætu ekki svitnað. Vatnslækningar Þórðar voru mjög umdeildar og reykvískir læknar lýstu opinberlega andstöðu sinni við og Þórður átti í ritdeilum við ýmsa sína um þessi mál." Óttar segir að vissulega megi sjá ýmislegt já- kvætt við lækningar Þórðar og sérstaklega hafi áhersla hans á vinnuþáttöku sjúklinganna verið af hinu góða. „Sumir líta eirtnig á óbeit hans á lyfjum sem jákvæðan hlut. En hvað aðrar lækn- ingar hans varðar þá verður að segjast að hann var algerlega einn á báti með hugmyndir sínar og í engum tengslum við það sem menn töldu að væri réttast og best í geðlækningum þessa tíma." Má álykta að geðlækningar á íslandi hefðu þróast á annan veg efannar inaður en Þórður hefði verið við stjórnvölinn á Kleppi? „Ég efast ekki um það og ég lýsi þeirri skoðun minni að danski læknirinn Schierbech sem hafði mikinn áhuga á því að taka að sér stjórn geð- spítala hér á landi hefði orðið frábær stjórnandi. Hann var mikill vísindamaður og hafði mikinn áhuga á rannsóknum og geðlækningum. Með Helga Tómassyni, sem ráðinn var yfirlæknir 1930, hefst nýtt tímabil í sögu Klepps en Helgi var grandvar og góður vísindamaður og kemur með það allra nýjasta í geðlæknisfræðinni frá Danmörku. í minningum Jónasar frá Hriflu, sem var dómsmálaráðherra og átti hvað stærstan þátt í að ráða Helga að Kleppsspítala, kemur fram að Helgi hafi neitað að vinna undir stjórn Þórðar Sveinssonar. Hann hafi talið það fyrir neðan sína virðingu sem vísindamanns að vinna undir stjórn manns sem tryði fyrst á fremst á vatn í meðhöndl- un geðsjúkra. Þetta varð til þess að spítalanum var skipt í Gamla og Nýja Klepp og Helgi varð yfir- læknir yfir Nýja Kleppi og Þórður þeim Gamla. Þetta hefur auðvitað verið mikil niðurlæg- 768 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.