Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2007, Side 44

Læknablaðið - 15.11.2007, Side 44
UMRÆÐUR O G FRETTIR ÆVISÖGUR LÆKNA Ævisögur og endurminningar lækna Ólafur Þ. Jónsson læknir olibara@mi.is Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræðingur handritadeild Landsbókasafnsins Ævisögur og endurminningar eru vinsælt les- efni hér á landi eins og kunnugt er. Frásagnir af læknum eru allmargar í þeim flokki og kemur þar væntanlega ýmislegt til. Margir læknar hafa lifað viðburðaríku lífi, kynnst fjölda fólks og aðstæðum þess, barist við alvarlega sjúkdóma og slys, stundað vísindarannsóknir og átt þátt í framförum á sviði læknisfræði og heilbrigð- ismála. Margir hafa gegnt opinberum störfum og embættum og sinnt margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Flestir hafa dvalist erlendis um lengri eða skemmri tíma við nám og störf og farið víða um lönd. Hér á eftir er gerð samantekt á flestu því sem vitað er um að hafa verið gefið út af þessu efni, þó innan ákveðinna marka sem gert verður grein fyrir. Ef til vill er þó eitthvað efni sem hér vantar. Endurminningar, ævisögur og sjálfsævisögur Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur hefur rannsakað íslenskar ævisögur og endurminn- ingarit í nýlegum ritum sínum. (Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á íslandi, Háskólaútgáfan 2004 og Sjálfssögur. Minni, minningar og saga, Háskólaútgáfan 2005) Hann kallar þennan efn- isflokk sjálfsbókmenntir og skilgreinir þær á eftirfarandi hátt: „Sjálfsævisögur þar sem höf- undurinn er jafnframt aðalpersónan, endurminn- ingarit þar sem höfundurinn er annar eða önnur en aðalpersónan, samtalsbækur sem eru yfirleitt samvinna tveggja með aðgreindum spurningum, skáldævisögur þar sem höfundurinn telur sig ekki þurfa að fylgja sannfræði ævi sinnar og loks eru ævisögur þar sem aðalpersónan er fallin frá." (Fréttablaðið 19. nóvember 2004). Þá hefur Sigurður skipt sjálfsbókmenntum í nokkra undirflokka: Pólitísk sjálfssögurit, rétt- lætingarrit, áróðursrit, játningarit, uppgjörsrit, lífsferilsrit, sagnarit, fortíðarglýjurit, verðmæta- vörslurit, sjálfsdýrkunarrit, hnattvæðingarit, lífs- reynslusögur, ferðasögur, óbirtar sjálfsævisögur út frá þeim hvötum sem lágu skrifunum að baki. Hann tekur jafnframt fram að slík afmörkun sé eingöngu gerð til þess að auðvelda umfjöllun um sjálfsbókmenntir. Önnur efnisafmörkun komi einnig til greina sem þá væri byggð á nýjum for- sendum. (Sjálfssögur, bls. 132-178). Afmörkun Þessi samantekt nær til ævisagna og endurminn- inga íslenskra lækna frá upphafi og fram til loka ársins 2006. Nokkur vandi var á höndum varð- andi ramma þessarar samantektar, enda mikið efni sem liggur til grundvallar. Ákveðið var því að miða skrána við eftirtalin atriði: • Bækur (Sjálfsævisögur/endurminningarit) • Ævisögukafla sem birst hafa í safnritum • Ævisögukafla sem birst hafa í tímaritum á borð við Andvara og Skírni Ekki var talið fært að taka hér með viðtöl eða frásagnir sem birst hafa í blöðum eða tímaritum (að Andvara og Skírni undanskildum) enda erf- itt að finna allt slíkt efni og margt hefði vænt- anlega orðið útundan. Þá ber að taka fram að í þessari skrá er ekki að finna minningargrein- ar eða afmælisrit um lækna sem hafa birst í Læknablaðinu, enda er það efni aðgengilegt. Nokkrar undantekningar eru þó gerðar á þessum meginreglum. Efniviður í lok fyrrnefndrar bókar Sigurðar Gylfa, Fortíðar- draumar, er viðauki eftir Moniku Magnúsdóttur bókasafnsfræðing þar sem er að finna skrá um bókmenntir eftir fyrrnefndri flokkun frá upphafi slíkrar útgáfu hér á landi fram til ársins 2004. Skrá hennar nær yfir útgefin rit í bókarformi og aðeins fyrstu útgáfu þeirra. Eru þar alls talin 1089 rit og voru læknar þar 3% höfunda sjálfsævisagna og endurminningarita. Hér á eftir er talsvert stuðst við skrá Moniku, en einnig var bætt við end- urminningum og ævisögum lækna sem birst hafa sem sjálfstæðir bókarkaflar í ýmsum æviminn- ingaritum og sem greinar í nokkrum tímaritum eins og áður sagði. í þessum tilgangi var leitað fanga í Gegni, bókasafnskerfi Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, Læknablaðinu, ritinu Læknar á íslandi, tímaritunum Læknanemanum, Andvara, og Skírni, í bókaflokknum Merkir íslendingar og nokkrum fleiri ritum. Uppbygging I þeirri skrá sem hér fer á eftir var til hagræðis fyrir lesendur ákveðið að hafa nöfn læknanna í stafrófsröð en ekki höfunda ritanna ef þeir voru aðrir en læknar. I skránni eru tekin með almenn bókfræðileg atriði. Flest rit þau sem hér eru talin eru gefin út í Reykjavík og þá er ekki getið um útgáfustað þeirra, en séu þau gefin út annars staðar er þess getið. Þá er heiti sjálfstæðra kafla í safnritum ekki tilgreint sérstaklega. 776 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.