Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 47
Ársæll Jónsson arsaellj<Slandspitali.is UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR BRÉF TIL BLAÐSINS Rannsókn á spönsku veikinni árið 1918 Á íslandi hefur upplýsingasöfnun á sviði heil- brigðismála verið á margan hátt með ágætum og skipað landanum á fremsta bekk meðal þjóða hvað það varðar. í viðtali Læknablaðsins við Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalækni (Læknablaðið 2007; 93: 618-23) um hans áhuga- verðu rannsókn um spönsku veikina o.fl getur hann heimilda og segir: „Hér á íslandi vitum við nákvæmlega hvernig hún barst til landsins og síðan er hægt að gera sér grein fyrir því hvernig veikin lamaði þjóðfélagið frá degi til dags, þar sem samtímaheimildir eins og Morgunblaðið og Heilbrigðisskýrslur eru mjög greinargóðar." Af þessu tilefni fannst mér áhugavert að fletta uppí Læknablaðinu í greinar Þórðar Thoroddsen um spönsku veikina á íslandi árið 1918 (Inflúensan fyrr og nú. Læknablaðið 1919; 5:17- 23/33-8/74-9). Þórður var svo sannarlega í eld- línunni og stundaði sjúklinga sína í heimahúsum 18-20 klukkustundir á dag og, eins og sönnum syni Hippókratesar sæmir, skrifaði hvert tilvik niður og fylgdi eftir. Það er með ólíkindum hvað hann afkastaði miklu í þessum hildarleik, lækn- aði og líknaði og fylgdist með afdrifum sjúklinga sinna. Mér var sagt að Þórður hafi ferðast um moldargötur Reykjavíkur á hjóli. Sem stórtemplar hann hefur trúlega ekki verið reykingamaður en ég minnist þess að Bjarni Snæbjörnsson, sem ann- aðist sjúklinga spönsku veikinnar í Hafnarfirði, taldi að vindlareykurinn hefði bjargað sér frá að smitast. Spánska veikin barst til Reykjavíkur með Botníu 20. október. Þórður sá fyrsta sjúklinginn átta dögum síðar og síðasta sjúklinginn 6. des- ember. Alls vitjaði hann og skráði 1232 sjúklinga, 561 karl og 671 konu. Að jafnaði hefur hann séð um 30 sjúklinga á dag en talan er mun hærri því margra vitjaði hann oftar en einu sinni. Sjúkdómurinn virtist herja mest á miðaldra fólk og vera vægari meðal barna og gamalmenna. Alls létust 77 af sjúklingum Þórðar, eða 6,3%. Flestir höfðu smitast á mannamótum (í bíó) og það tókst að stöðva útbreiðslu veikinnar til norður- og aust- urlands. Fyrir þeim aðgerðum voru fordæmi, sem Þórður rekur í greininni. Grein Þórðar er hafsjór af faraldsfræðilegum og klínískum upplýsingum. Meginhluti hennar er umfjöllun um fyrri inflúensufaraldra á íslandi. Rekur hann rannsóknir og skrif nokkurra kollega og annarra. Má þar t.d. nefna grein Jóns Hjaltalíns landlæknis í Edinb. Med. Journal árið 1863. Menn hafa á þessum tíma ekki verið feimnir við að senda inn greinar í erlend tímarit. Grein Þórðar er ítarleg og birtist í þrem hlutum árið eftir að veikin geisaði. Á þessum árum kom Læknablaðið út í 2-3 eintökum á ári. Greinin er enn í dag mikill efniviður fyrir smitsjúkdómalækna og faralds- fræðinga og einnig fyrir heimilislækna og aðra geti hún verið fordæmi til vitjana í heimahús (á reiðhjóli?). í bókinni Læknar á íslandi (Þjóðsaga, 2000) segir að Þórður hafi orðið cand. med. frá Læknaskólanum árið 1881, framhaldsnám í Kaupmannahöfn og Osló, héraðslæknir í Keflavík til 1904 og síðan praktíserandi læknir í Reykjavík. Meðfram læknisstörfum var hann prófdómari við Læknaskólann (10 ár), alþingismaður (7 ár), kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri þilskipa- félags (3 ár), gjaldkeri við íslandsbanka (5 ár), umdæmistemplar (13 ár), stórtemplar (8 ár), hreppsnefndarmaður (4 ár) og stjórnarmaður í Rauða Krossi Islands (15 ár). LÆKNAblaðið 2007/93 779
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.