Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 48
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR AFMÆLI KLEPPS Jóhannes var yfirlæknir áfengisskorar á geðdeild Landspítalans. Hann flutti erindi á þingi í tilefni af 100 ára afmæli Kleppsspítala. Erindið er birt hér örlít- ið stytt. Jóhannes var beðinn að minnast fyrsta sérmenntaða geðlæknisins á íslandi, Þórðar Sveinssonar yfirlæknis Kleppsspítala. Höfundur hafði þann fyrirvara að hann væri ekki sagnfræðingur og hefði ekki hitt Þórð í lifanda lífi en hefði hins vegar oft heyrt hans getið og stundum gert grín að vatnslækn- ingum hans á Kleppi. Síðar hafi hann viðað að sér rituðum heimildum um Þórð og ritað um hann grein í tímaritið Geðvernd árið 1999. Um Þórð Sveinsson og upphaf Kleppsspítala Jóhannes Bergsveinsson joberg@isholf.is Við skulum byrja rúmlega einni og hálfri öld áður en Kleppsspítalinn reis á íslandi og víkja okkur til þáverandi höfuðborgar íslands, Kaupmannahafnar. Þar var þá búsettur franskur silkikaupmaður Claudi Rosset að nafni, fæddur í Lyon, en fluttist til Danmerkur þar sem hann efn- aðist á innflutningi og sölu á silki, skrautvörum og allskonar glingri, er hann flutti inn frá heimalandi sínu. Vegna ýmissa tilviljana komst hann í snert- ingu við aumkunarverðar aðstæður geðsjúkra samborgara sinna, er hafði verið komið fyrir í „Pesthúsinu" svonefnda rétt utan við Vestur-Port. Þar var safnað saman þeim er samfélagið útskúf- aði, svo sem langveikum, geðsjúkum og holds- veikum. Rosset runnu aðstæður þeirra svo til rifja, að árið 1749 hófst hann handa við að miðla íbúum Pesthússins af auðlegð sinni. í gjafabréfi sínu segir hann m.a.: „ .. .en hef þó sérstaklega, úr öllum hinum þurfandi, valið sem mest þurfandi hina núverandi Pesthúslimi, en þá stofnun hef ég þekkt um margra ára skeið og yfir óskaplegri neyð lasburða og aldraðra lima hennar hefur hjarta mitt margoft hrærst, en flesta vantar þá bæði fatnað og rúm...." Þannig hljóðar lýsing hins franska kaupmanns á aðstæðum geðsjúkra í Kaupmannahöfn um miðja 18. öld. Hún minnir óneitanlega á ýmsan hátt á lýsingu ungs héraðslæknis, Þorgríms Johnsens, á meðferð geðsjúkra á íslandi er hann ritaði í ársskýrslu sína árið 1871: Ég leyfi mér við þetta tækifæri að geta þess, að engir sjúklingar hér á landi eru svo illa settir sem hinir geðsjúku þar sem ekki er að finna eitt einasta geðveikrahæli hér á landi, og ég þekki mörg dæmi þess, að vegna þessara aðstæðna og til þess að gera þess háttar sjúklinga hættulausa, hafa menn neyðst til þess að grípa til þeirra villi- mannalegu aðgerða að loka sjúklingana inni í þröngum kössum með litlu opi fyrir andlitið. Þessir kassar eru síðan fluttir í eitthvert útihús til þess að sjúklingarnir trufli ekki ró annarra. Kleppur Ný öld var í þann mund að ganga í garð og mik- ill framfarahugur í mönnum. Nú skyldi ráðin bót á þessu ástandi. Alþingi samþykkti lög um stofnun geðveikrahælis 20. október 1905. Byggingaframkvæmdir við hælið hófust árið 1906 þar sem því hafði verið valinn staður á leigulóð í landi Klepps við Viðeyjarsund. Jörðin Kleppur byggðist snemma úr landi Laugarness og var austasti hlut þess. Kleppur var talinn til eigna Viðeyjarklausturs í mál- daga frá árinu 1234 og varð konungseign við siðaskiptin. í Jarðabókinni frá 1703 er þess getið að ábúendur á Kleppi séu tveir. Búskapur þar hefur verið erfiður: „Túnin fordjarfast stórlega af sjávargangi. Engjar öngvar," segja Arni Magnússon og Páll Vídalín. Bærinn á Kleppi mun hafa staðið nokkru sunnar en Kleppsspítalinn stendur nú, en á 18. öld varð að flytja hann vegna sjávarágangs. Árið 1817 keypti Magnús Stephensen Klepp ásamt Viðey. Bæjarstjórn Reykjavíkur keypti síðan Klepp ásamt Laugarnesi árið 1885 og voru báðar jarðirnar innlimaðar í Reykjavík með lögum frá 1894. Kleppsspítalinn hefur því alla tíð staðið á leigulóð Reykjavíkur. Byggingu hælisins lauk vorið 1907 og fyrstu sjúklingarnir voru innritaðir 27. maí sama ár. Opnun spítalans á Kleppi undir stjórn Þórðar Sveinssonar, yfirlæknis, var á sinni tíð merkisat- burður í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Fram til 780 LÆKNAblaöið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.