Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Síða 49

Læknablaðið - 15.11.2007, Síða 49
UMRÆÐUR O G FRETTIR AFMÆLI KLEPPS þess tíma hafði meðferð geðveikra víða á íslandi verið hin ömurlegasta. Þórður Sveinsson Þórður Sveinsson var bóndasonur úr Húnavatnssýslu, fæddur að Geithömrum í Svínadal 20. desember 1874. Hann ólst þar upp þegar hart var í ári, hafís fyrir landi og harðindi. Foreldrar hann voru fátækir, eignuðust sjö börn, en aðeins tvö komust til manns. Sjálf urðu þau ekki langlíf. Móðir hans dó 34 ára gömul þegar Þórður var 8 ára, og faðir hans dó 51 árs gamall á fermingarári Þórðar. Þórður var aðframkominn af berklum sem barn, löngum rúmfastur, seinþroska, pasturslítill og kjarklaus. Þegar hann fór að reyna að vinna fyrir sér dugði hann illa til líkamlegra verka og varð að lúta því að vera rekinn úr vinnu. Hann þótti þó gott efni í fjármann, enda hafði hann á uppvaxtarárum sínum mesta yndi af kindum. Hann mun í eðli sínu hafa verið bóndi og unn- andi allrar náttúru, enda kom það fram síðar. Líf Þórðar tók aðra stefnu því fjárhaldsmaður hans sótti um vist fyrir hann í Möðruvallaskóla. Þangað fór Þórður árið 1893 og var þar í tvo vetur. Þar breyttist allt viðhorf hans til náms og framtíðar. „Ég fékk kjark og traust á sjálfum mér," segir hann í viðtali við Valtý Stefánsson, „og frá Möðruvöllum fór ég eftir tveggja vetra nám, allur annar en ég kom þangað." Hann var nú ráðinn í því að halda áfram námi og sneri sér að því af þeim eldlega áhuga, dugnaði og kappi, sem honum var gefið í ríkum mæli, og sóttist námið vel, þrátt fyrir önnur fjölbreytt áhugamál. Þórður var þrjú ár í Latínuskólanum, en las 5. og 6. bekk utan skóla á einum vetri, og settist síðan í Læknaskólann. Þar ætlaði hann að ganga undir fyrrihlutapróf að þrem árum liðnum, en fékk ekki því um það voru ákvæði að það próf mætti ekki taka eftir styttri tíma, en þrjú og hálft ár. Tók hann svo fyrrihlutann í janúar 1905, en seinni hlutann fjórum mánuðum seinna. Á námsárum sínum í Reykjavík tók Þórður mikinn þátt í ýmsum þjóðmálum og menning- armálum, er þá voru á dagskrá, ritaði í blöð um bókmenntir og stjórnmál af mælsku og djörfung, enda fékk hann snemma þá viðurkenningu, að hann væri traustur bardagamaður, hvort heldur á ritvelli eða í ræðustól. Sjálfur orðaði hann það svo, að hann hefði verið hinn mesti vígastyr á þessum árum. „Ég orti kvæði, skrifaði greinar og flutti ræður, skammaðist og reifst út af pólitík og mörgu öðru enda erti ég marga góða menn og gegna til reiði gegn mér." Kleppur um miðja síðustu öld. Áhrifavaldar og fyrirmyndir Guðmundur Björnsson landlæknir, sem var sívakandi um framfarir í heilbrigðismálum, vildi hafa mann á takteinum þegar geðveikrahælið væri komið upp. Það var fyrir áeggjan hans og Guðmundar Magnússonar prófessors, sem báðir voru sveitungar Þórðar, að hann sigldi haustið 1905 til Danmerkur að kynna sér geð- og tauga- sjúkdóma. Fyrstu sex mánuðina dvaldi hann í Kaupmannahöfn og starfaði sem kandídat á móttökudeild fyrir geðsjúka. Þar var þá yfirlæknir Alexander Friedenreich, dósent í geðlæknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla, ágætlega mennt- aður maður og vel virtur, skýr og gagnorður. Friedenreich hafði ritað kennslubók í geðlæknis- fræði „Kortfattet, speciel psykiatri" (1901) og var í mörg ár notuð fyrir lækna og læknastúdenta. Vafalaust hefur hún verið það grundvallarrit, er Þórður byggði á þekkingu sína í geðlæknisfræði. Þegar bókinni er flett, er athyglisvert að sjá, hve fátæklegt lyfjabúr geðlækna var á þessum tíma og hve oft er þar minnst á ýmiskonar vatnsböð sem meðferðarúrræði. Fyrirrennari Alexanders Friedenreich sem yfirlæknir og kennari við Kommunehospitalets sjette afdeling var Knud bróðir Nóbelsskáldsins Henriks Pontoppidan. Knud Pontoppidan var góður stílisti eins og bróðir hans og þótti hafa einstaklega skýra hugsun, næman skilning og hrífandi framsetningu í ræðu og riti. Hann var vel látinn af samtímamönnum sínum og hafði hlotið mikið lof fyrir endurskipulagningu á geðdeild- inni er miðaði öll að betri og manneskjulegri með- ferð sjúklinganna. Þrátt fyrir þetta varð hann fyrir öldu and- úðar er um þessar mundir reis í Norður-Evrópu og á Norðurlöndunum gegn geðlæknum og geðlækningum. Er það hvorki í fyrsta né síðasta LÆKNAblaðið 2007/93 781

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.