Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Síða 3

Læknablaðið - 15.07.2008, Síða 3
Mynd: Sigurður Ragnarsson. Útskriftarárgangurinn úr læknadeild 2008 heimsótti Læknafélag íslands á dögunum og undirritaði hinn foma læknaeið og þáði veitingar í boði LÍ. Safnast var saman til myndatöku í Grasagarðinum í Laugardal og var bjart yfir hópnum sem er sá fjölmennasti í sögunni, 25 konur og 24 karlar. Hæstu meðaleinkunn hlaut Tryggvi Þorgeirsson en hann útskrifaðist með ágætiseinkunnina 9,14. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Elín Hansdóttir (f. 1980) tók Ijósmyndina (2008) sem prýðir forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni á göngu um heimaborg sína, Berlín. Að eigin sögn hefur hún gert það af rælni að taka tækifærismyndir á ferðalögum þegar þoka hylur henni sýn á umhverfi sitt. Upp úr þessu hefur þróast myndasyrpa af háum mannvirkjum sem rísa úr borgarlandslaginu og hverfa í skýin. Mörgum kann að vera Ijóst hvernig þessar byggingar líta út í raun og veru og hversu háar þær eru en þegar toppurinn er hulinn þoku brenglast sú vitneskja og þær veröa á einhvern hátt framandi. Þetta munu margir kannast við ef við rifjum upp Hallgrímskirkjuturn þegar hann veður í skýjum. Sjónvarpsturninn á Alexanderplatz er kennileiti Berlínarborgar, spíra sem endar í kúlu, eins og títuprjónn, en á myndinni sést kúlan ekki og hann virðist jafnvel endalaus. Um leið og athyglin beinist að byggingunni vekur dulúð þokunnar hugleiðingar um eðli sjónrænnar skynjunar, hversu lítið þarf í raun og veru til þess að snúa út úr því sem við sjáum með eigin augum. Elín hefur unnið á þessum slóðum í verkum sínum undanfarin ár og í sumar hefur mátt líta innsetningu eftir hana í Listasafni íslands. Þar er einum áhorfanda í einu boðið að hverfa inn um dyr eins salarins og ganga þar um ranghala sem hún hefur smíðað. Á göngunni ruglast algjörlega tilfinningin fyrir áttum í þessu hálfgerða völundarhúsi og ekki laust við að innilokunarkennd geri vart við sig. Elín beinir þannig athygli áhorfandans ekki síður að honum sjálfum og eigin upplifun en að „listaverkinu" sem slíku. Annað verk sem vert er að minnast á og sjá má í samhengi við mynd hennar af turninum setti hún upp á Frieze listamessunni í Lundúnum á síðasta ári. Þar lýsti hún inngang sýningarhallarinnar með þrílitum Ijósum þannig að þegar gestir gengu fram hjá hvítum veggjunum, vörpuðu þeir mislitum skuggamyndum. Þannig bæði skapar Elín aðstæður sem bjóða fólki að endurskoða hvernig það upplifir umhverfi sitt rétt eins og hún skrásetur slík augnablik þegar hún sjálf lendir í þeim. Markús Þór Andrésson Sumarlokun skrifstofu LÍ Lokað frá og með 14. júlí til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa. Læknablaðið THE ÍCELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@iis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1600 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Gutenberg ehf. Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2008/94 51 5

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.