Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2008, Side 41

Læknablaðið - 15.07.2008, Side 41
Ú R P UMRÆÐUR 0 G FRÉTTI ENNA STJÓRNARMANNA L Hvað um börnin okkar í umferðinni? Sigurveig Pétursdóttir sigurpet@landspitali.is Sigurveig er bæklunarskurðlæknir og gjaldkeri LÍ. Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Sigurður E. Sigurðsson, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, rítari Elínborg Bárðardóttir Kristján G. Guðmundsson Ragnar Freyr Ingvarsson Sigurður Böðvarsson Þórarinn Guðnason í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna U birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Öryggi og velferð barna í samfélagi okkar eru mikilvæg. Leiðir það huga minn að tvenns konar aðstæðum barna í umferðinni. Þegar 17 ára gömul börn hafa ökuréttindi og öryggi bama í bíl sem er á ábyrgð ökumanns. Það má teljast nokkuð undarlegt í velferð- arþjóðfélaginu á íslandi að okkur hafi yfirsést það að hér aka börn um á bílum og bera ábyrgð á lífi og limum fjölda manns. Þau eru hvorki lögráða né fjárráða. Ef grunur er um að barnið sem ökumaður hafi brotið lög gilda aðrar reglur um yfirheyrslur en á ökumönnum sem fullorðnir eru. Þau geta ekki borið fjárhagslega ábyrgð á skemmdum eigna við árekstur eða önnur umferðaróhöpp þar sem þau eru ekki fjárráða og eru ennþá á ábyrgð for- eldra sinna. í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna stendur: „í samningi þessum merkir barn hvern þann einstakling sem ekki hefur náð átján ára aldri, nema hann nái fyrr lögræðisaldri samkvæmt lögum þeim sem hann lýtur." Það fer ekki hjá því að maður velti vöngum yfir þessari þverstæðu. Samkvæmt sáttmálanum er mikilvægt að vemda öryggi barna og rétt þeirra. Með því að veita þeim réttinn til að taka bílpróf og aka um á hvaða fólksbifreið sem er, erum við að útsetja þau fyrir mikilli hættu og einnig láta þau axla ábyrgð á lifi og limum annarra. Er rökrétt að meðhöndla bömin okkar á þennan hátt? Við læknar sem hittum þessi börn eftir að alvarleg slys hafa orðið vitum vel að þau em ekki í stakk búin til að taka þessa ábyrgð. Þau em ennþá börn og leggj- ast því inn á barnadeild ef þau þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Margir segja að enginn geti axlað slíka ábyrgð og má vera að það sé sannleikurinn. Engar takmarkanir eru á hve stómm og öflugum fólksbíl barnið má aka. Ljóst er þó að merkilegt má þykja að siðmenntuð þjóð með háleitar hugsjónir útsetji börnin sín fyrir þetta, en leyfi þeim ekki að njóta áhyggjulausrar æsku sinnar. Öryggi barna í bíl hefur verið mér hugstætt síðan ég flutti frá Svíþjóð fyrir tæpum sex árum til íslands. íslendingar láta ungbörn snúa baki í akst- ursstefnuna uns þau eru á bilinu 10-13 kg, eftir það ferðast flest þeirra með andlit í akstursstefnu. Hér er talsverður munur á því sem almennt tíðkast í Svíþjóð. Þar er eindregið mælt með því að böm snúi baki í akstursstefnu til minnst fjögurra ára aldurs. Þetta er gert þar sem helmingi minni líkur eru á dauðsfalli í umferðarslysi ef þau ferðast á þann hátt. Þetta virðist ekki almennt þekkt hér- lendis. Einnig virðist kunnáttu margra foreldra um hversu lengi börnin eiga að sitja á sessu í bíl vera áfátt. Flestum virðist ljóst að nauðsyn er að nota hana á leikskólaaldri eftir að barn er vaxið upp úr bílstól, en færri virðast vita að nauðsyn er að nota hana þangað til barnið er að minnsta kosti 36 kg. Fyrr er mjaðmagrind barna ekki nægilega stór til að öryggisbelti sitji rétt. Auðvelt ætti að vera að bæta úr þessu og auka öryggi barnanna. Til dæmis væri hægt þar sem börn em viktuð reglubundið, svo sem á heilsugæslu, í leikskólum og skólum, að veita upplýsingar um hvaða gerð öryggisbúnaðar hent- aði þeim miðað við þyngd, í hvert skipti sem þau væru viktuð. Þyrftu þá foreldrar ekki að leita upp- lýsinga um hvað hæfði börnum þeirra á hverjum tíma heldur kæmu upplýsingarnar til þeirra. Ég skora hér með á þá aðila sem standa að þessum málum, heilsugæslu, leikskóla, skóla og Umferðarstofu, að koma þessu í framkvæmd sem allra fyrst. Mynd mánaðarins - myndatextinn Kallað var eftir leiðréttingum á myndatexta við mynd mánaðarins sem birtist í júníblaðinu síðastliðinn, á bls. 491. Þrjár leiðréttingar bárust: staðfest hefur verið að lengst til hægri á myndinni er Kjartan J. Jóhannsson, alþingismaður og læknir á ísafirði, síðar héraðslæknir £ Kópavogi. Hallgrímur Magnússon læknir á Landakoti sendi inn eftirfarandi: „Varðandi myndina af læknanemunum í verklegri efnafræði sem birtist í Læknablaðinu þá get ég með öruggum hætti staðsett báðar konurnar. Sú sem er í öft- ustu röð og Trausti Ólafsson skyggir á að hálfu leyti er Gerður Bjarnhéðinsdóttir en í fremstu röð til hægri er María Hallgrímsdóttir. Ég veit þetta vegna þess að María var móðursystir mín." Bjöm Blöndal á heilsugæslustöðinni í Árbæ sendi blaðinu þessa athugasemd: „Vegna fyrirspurnar í Læknablaðinu í sambandi við fyrstu mynd mánaðarins varðandi nöfn lækna. Annar frá vinstri á myndinni er Þorvaldur Blöndal afabróðir minn. Hann lést í Danmörku úr berklum árið 1934." LÆKNAblaðið 2008/94 553

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.