Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 42
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR F I G O Hægt að leysa vandann með 10,2 milljörðum dollara Talið er að kynbundnar fóstureyðingar séu framkvæmdar á einnar mínútu fresti árið um kring. Um eitt hundrað milljónir stúlkna hafa aldrei fæðst í heiminn vegna þessa á undanförnum árum og hlutfall fjölda pilta og stúlkna í þeim lönd- um þar sem kynbundnar fóstureyðingar eru stundaðar hefur raskast verulega. „Þetta segir líka meira en margt annað um viðhorf þessara samfélaga til kvenna almennt," sagði Dorothy Shaw, forseti Figo, Alþjóðasamtaka fæðingar- og kven- sjúkdómalækna, í samtali við blaðamann Læknablaðsins á dögunum. Dorothy Shaw var stödd hér landi í tilefni af norrænu þingi fæðingar- og kvensjúkdóma- lækna NFOG sem haldið var í Reykjavík dagana 14.-17. júní. Hávar Sigurjónsson Figo, sem er skammstöfun fyrir International Federation of Gynecology and Obstetrics, var stofnað árið 1954 og nú eru aðildarfélög 105 í jafnmörgum löndum. Dorothy Shaw er fyrsta konan sem gegnir embætti forseta samtakanna en eðli máls samkvæmt eru málefni kvenna, fæð- ingarhjálp og kynheilsa, meðal mikilvægustu baráttumála samtakanna. „Sagan sýnir okkur að karlmenn hafa verið í meirihluta í læknastétt til skamms tíma en það er að breytast og konur eru að ná jöfnu víðast hvar og sums staðar eru þær orðnar fleiri. Það hefur þó ekki skilað sér í jöfnum hlut kvenna í stjórnunarstöðum til þessa en á von- andi eftir að breytast," segir Dorothy. „Markmið samtakanna er tvíþætt. Annars vegar að stuðla að aukinni menntun lækna í þessum greinum og hins vegar að stuðla að bættri heilsu kvenna um heim allan. Unnið er að fyrra mark- miðinu með því að Figo stendur að ráðstefnum á þriggja ára fresti og með því að gefa reglulega út klínískar leiðbeiningar samkvæmt því nýjasta og besta sem til er í greininni. Samtökin halda einnig úti öflugri heimasíðu (www.figo.org) og gefa út fréttabréf mánaðarlega." A vegum samtakanna eru starfræktar nefndir um ákveðna þætti kvensjúkdóma- og fæðing- arlækninga. „Ein nefndin fjallar um fistúlur, önnur um kvensjúkdóma og sérstaklega krabbamein í æxlunarfærum kvenna en starf þeirrar nefndar hvílir á gömlum merg og Figo er líklega þekktast fyrir starf hennar. Nefnd um siðfræði er einnig vel þekkt og nefnd um rétt kvenna til ákvörðunar um þungun og fæðingar. Þá eru starfshópar sem ég hef áhuga á að efla meðan ég gegni forsetaembætt- inu, en þeir eru annars vegar um fæðingarheilsu kvenna og ungbarna og óöruggar fóstureyðingar. Annar starfshópur einbeitir sér að vörnum gegn leghálskrabbameini og sá þriðji að hindrun út- breiðslu HlV-smits." Ein af sex konum deyr vegna barnsburðar Dorothy segir að mikilvægur hluti af starfi Figo á næstu misserum sé að styðja við starf landsfélaga fæðingar- og kvensjúkdómalækna í þróunarlönd- unum þar sem skipulag félaganna og fjárráð til umsýslu eru lítil eða engin. Hún segir að ráðinn hafi verið sérstakur starfsmaður á aðalskrifstofu samtakanna sem sinni þessu málefni, menntaður kvensjúkdómalæknir sem hafi þekkingu á aðstæð- um í þeim löndum sem um ræðir. „Starf Figo er mjög fjölbreytt og eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að vekja athygli á hversu hátt hlutfall kvenna í þróimarlöndunum LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.