Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 53
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR AÐSEND GREIN Friðrik E. Yngvason yfirlæknir á lyflækningadeild á Sjúkrahúsinu á Akureyri Af Sögu kúgun Sigurðar E. Sigurðsson, varaformaður LI, tekur til vama sem slíkur fyrir Sögukerfið í síð- asta Læknablaði. Hann hefur verið aðalverjandi Sögunnar á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem við störfum báðir. Hann er staðgengill lækninga- forstjóra og hefur vísað allri gagnrýni á bug með sömu alhæfingum og hann varar við í grein sinni. Þau orð sem hann þá fellir eru fjarri annars kurt- eislegum texta greinarinnar. Tölvukerfin em nokkur og illa saman tengd og aðgangsstýringar yfirþyrmandi. Sögukerfið er þó miðpunktur þessara mála og það eitt og sér alger plága þeim sem þurfa að vinna við það. Ég efast um að SES þurfi að verja fjórðungi þess tíma sem ég neyðist til að stagla við Sögukerfið. Því meir sem unnið er við kerfið því stærri er plágan. Sagan er skelfilegt verkfæri sem hefur gert vinnuum- hverfi mitt illþolandi. Nefnum dæmi: 1. Ónothæft lyfjakort. Slík kort eru nauðsynleg til þess að reka nútíma lyflækningar. Það þarf að vera hægt að skammta í lyfjabox eftir kortinu og hægt að uppfæra það við hverja endurkomu. 2. Póstkassi þar sem öllu ægir saman. Engin ruslpóstvörn!! Tilvísanir sem til mín eru sendar, verður að prenta út svo hægt sé að vinna með þær, og prentunin þar með komin frá beiðandanum til mín!! Því næst þarf að skanna tilvísunina inn í Söguna aftur og af því Sagan kann ekki spít- alavinnu, er búin til samskiptalína með dagsetn- ingunni 01.01.3000 sem í safnast rafrænn haugur innhaldandi allt mögulegt efni sem kemur aðsent í pappír eða úr póstkassanum. Niðurlæging Sögunnar er í þessum kafla algjör. 3. Frágangur og sending af vinnulista, einkum þó læknabréfa, er með slíkum ósköpum að varla er hægt að skýra út, nema SES taki það kannski að sér. Það þarf tugi aðgerða með mús og innslætti fyrir hvert bréf! Ég get nefnt fjölmörg önnur atriði. Hef sent um þau bréf til þeirra sem ráða, en umbætur hafa verið míkróskópískar. Endurbætur sem ráðist hefur verið í er fyrst og fremst að finna í þeim hluta Sögunnar sem heldur utan um uppgjör og greiðslur. Þar sveið undan hjá stjórnendum en vinnutæki lækna, sjúkraskýrslan mátti halda áfram að vera í lakasta sessi. Er hægt að láta menn vinna árum saman með ónýt verkfæri án þes að vörnum sé við komið? Má vinnuumhverfi vera skelfilegt og starfs- mannastefna í tætlum? Það virðist ekki vera nein vöm í varaformanni LI enda þjónar hann fleiri en einum herra í þessu máli. Hann hlær að vand- ræðum sinna félaga og hvetur menn til að una Sögukúguninni nokkur ár enn. Kannski tíu. Þarfir íslenskra lækna eru sömu og erlendra þegar um sjúkraskýrslukerfi er að ræða. Við eigum að fá þrautreynd slík erlend kerfi. Til er við- skiptahugbúnaður sem getur séð um séríslenskar greiðsluleiðir. Hættan er mikil að ný Saga- Framhaldssaga verði fyrst og fremst til að tryggja hagsmuni stjórnvalda og baunateljara í kerfinu en öflugt sjúkraskrárkerfi verði látið víkja fyrir þeim hagsmunum. Ætlar LÍ enn að horfa þegjandi á þegar klafi vondra verkfæra er lagður á félagsmenn þeirra í heilbrigðiskerfinu? Heimilislæknaþingið 2008 Grand Hótel Reykjavík, 17.-19. október Félag íslenskra heimilislækna fagnar áfram 30 ára sögu sinni, næst með veglegri afmælisdagskrá á Grand Hótel Reykjavík. Fluttir verða fyrirlestrar með fræðilegu og sögulegu ívafi. Haldnir verða umræðufundir um sjálfstæðan rekstur í heilsugæslunni og um mönnunaráform í heilsugæslu í nánustu framtíð. Gestafyrirlesari þingsins er Niels Bentzen, prófessor í Kaupmannahöfn. Eins og á fyrri þingum verða kynntar rannsóknir og rannsóknaráætlanir, þróunarverkefni og nýjar hugmyndir í heimilislækningum í formi frjálsra erindaog veggsþjalda. Þeirsem hafa áhuga á slíkri kynningu skulu senda ágriptil Jóhanns Ág. Sigurðssonar í rafrænu formi á póstfana: iohsig@hi.is Ágrip skal skrifa á A-4 blað með sama sniði og á fyrri þingum félagsins. Þar skal koma fram tilgangur verkefnisins og þar sem það á við, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. Skilafrestur ágripa er fyrir 1. september næstkomandi. Ágrip verða birt í sérstöku ráðstefnuriti þingsins. Nánari dagskrá og upplýsingar um skráningu verður auglýst síðar. Fh. Undirbúningsnefndar Anna Margrét Guðmundsdóttir, form. LÆKNAblaðið 2008/94 565
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.