Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 3

Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 3
Samningarnir felldir Það var spenna í loftinu þegar talning atkvæða um kjarasamning Læknafélags íslands við ríkið hófst í Hlíðasmáranum 30. júlí. Atkvæði voru að berast fram á síðustu stundu en alls voru 905 manns á kjörskrá. Atkvæði bárust frá 466 félagsmönnum. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 82. Já sögðu 166 eða 43% af gildum atkvæðum. Nei sögðu 218 eða 57% af gildum atkvæðum. Samningurinn telst því hafa verið felldur. Umsjón með talningu höfðu Birna Jónsdóttir formaður LÍ, Gunnar Ármannsson framkvæmda- stjóri, Elínborg Guðmundsdóttir úr stjórn Læknafélags Reykjavíkur og Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir úr stjórn Félags ungra lækna. Framundan er ný samningalota að sögn Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra LÍ og for- manns samninganefndar, og hefur fyrsti fundur verið boðaður með samninganefndum í byrjun september. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Á Nýlistasafninu hefur undanfaríö ár staðið yfir skrásetning safneignarinnar og húsnæði þess við Laugaveg hefur allt verið undirlagt af kössum, hillum og fólki að störfum. Samt sem áður hefur það verið opið almenningi og haldnar þar sýningar. Um þessar mundir er boðið upp á yfirlit yfir feril Hlyns Hallssonar (f. 1968) og ber sýningin titilinn „tillit - rúcksicht - regard“. Safnið fagnar nú þrjátíu ára afmæli sínu og Hlynur sínu fertugasta og kallast á listasaga þjóðarinnar og ferill eins listamanns. Verkum hans er komið fyrir hér og þar inn á milli og stundum má vart á milli sjá hvað er verk eftir hann og hvað er hluti af safninu. Þetta er í samræmi við eðli verka hans sem alla tíð hafa verið á mörkum hins samfélagslega og persónulega. Hann er kunnur fyrir pólitísk textaverk sín, þar sem hann spreyjar þversagnakennd slagorð á vegg en einnig fyrir Ijósmyndir sem virðast sóttar í fjölskyldualbúmið og texta sem þeim fylgir. Textana setur Hlynur yfirieitt fram á þremur tungumálum, íslensku, þýsku og ensku, en hann bjó um tíma í Þýskalandi og enska er alþjóðlegt mál listheimsins. Ósjálfrátt ber maður saman texta á ólikum tungumálum og íhugar blæbrigðamun í þýðingu orða og merkingu setninga. Með áherslu sinni á tungumálið kemur fram áhugi Hlyns á eðli þess, möguleikum en ekki síður takmörkunum. í pólitísku veggjakroti leikur hann sér til að mynda að því að snúa upp á merkinguna með örlitlum frávikum í lit og texta. I rauðu og bláu spreyjar hann „Geir H. Haarde er hálfviti / Geir H. Haarde er góður leiðtogi" (2008). Verkið öðlast skemmtilega vídd þegar hugsað er til þess að Hlynur sat um tima á Alþingi. Þegar hann setur fram hversdagslega Ijósmynd og persónulegan texta á þremur tungumálum höfðar hann til þeirra væntinga sem áhorfendur bera til þessarar samsetningar, myndar og texta. Venju samkvæmt er verið að vitna í eitthvað fréttnæmt eða miðla upplýsíngum sem höfða til sammannlegs áhuga. Hlynur aftur á móti sýnir til dæmis Ijósmynd úr gönguferð með vinum og fjölskyldu og lýsir í textanum smávægilegu atviki, Hugi og Óli með GPS tækið við Lamba - Hugi und Oli mit dem GPS-gerat bei Lambi - Hugi and Oli with the GPS at Lambi (2005/07). Hvorki myndin né textinn koma manni sem áhorfanda sérstaklega við. Það er eftirtektarvert að með þessu er Hlynur ekki að glæða hversdagsleikann Ijóðrænum Ijóma, eins og löngum hefur tíðkast í myndlist, þvert á móti virðist hann reyna að ná myndlístinni niður á hversdagslegt plan. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ÍCELANDIC MEDICAL jOURNAL www. laeknabladid. is Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1600 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Laeknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Gutenberg ehf. Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2008/94 575

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.