Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR / Ahrif eðlilegrar fæðingar á súrefnisflutning til fósturs Þórður Þórkelsson12 nýburalæknir Anton Örn Bjarnason2 læknir Hildur Harðardóttir2’3 fæðinga- og kvensjúkdómalæknir Aðalbjörn Þorsteinsson24 svæfinga- og gjörgæslulæknir Ásgeir Haraldsson12 barnalæknir Atli Dagbjartsson12 nýburalæknir Lykilorð: súrefnisflutningur, eðlileg fæðing, valkeisaraskurður, nýburar. 'Barnaspítali Hringsins, Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3kvennadeild Landspítala, “svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þórður Þórkelsson, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000, bréfsími: 543-3021. thordth@landspitali.is Ágrip Tilgangur: Að kanna áhrif eðlilegrar fæðingar á súrefnisflutning til fósturs. Tilfelli og aðferðir: Rannsökuð voru 50 börn sem fæddust með eðlilegri fæðingu og til viðmið- unar 50 böm sem fæddust með valkeisaraskurði. Mældir voru í naflastrengsblóði (bláæð og slagæð) þættir sem segja til um súrefnisflutning til fóst- ursins, það er: sýrustig blóðs (pH), hlutþrýstingur súrefnis (pO,) og koltvísýrings (pCO,), súrefn- ismettun blóðrauða (S02), súrefnisinnihald blóðs, umframbasi, mjólkursýra, erythrópóíetín, kjörnuð rauð blóðkorn og blóðrauði. Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á súrefnisinnihaldi bláæðablóðs milli hópanna. Hins vegar var súrefnisinnihald slagæðablóðs marktækt lægra hjá börnunum sem fæddust með valkeisaraskurði en hjá þeim sem fæddust eðlilega (p<0,001). Börnin sem fæddust eðlilega voru með marktækt lægra pH (p<0,001), minni umfram- basa (p<0,001), hærri styrk mjólkursýru (p<0,001), hærri styrk erythrópóíetíns (p=0,01), fleiri kjörnuð rauð blóðkorn (p=0,004) og hærri þéttni blóðrauða (p=0,002) í bláæðablóði en bömin sem fæddust með valkeisaraskurði. pH var marktækt lægra (p<0,001) og styrkur mjólkursýru hærri (p<0,001) í slagæðablóði en bláæðablóði í báðum hópunum. Ályktanir: (1) Eðlileg fæðing hefur í för með sér skerðingu á súrefnisflutningi til fósturs sem veld- ur blóðsýringu og örvun á blóðmyndandi vefi. (2) Lækkun á súrefnisinnihaldi slagæðablóðs fósturs er meiri við valkeisaraskurð en við eðlilega fæð- ingu. (3) Við mat á blóðsýringu hjá barni eftir fæð- ingu er pH og styrkur mjólkursýru í slagæðablóði áreiðanlegri en í bláæðablóði. Inngangur Við eðlilega fæðingu verður skerðing á flutningi súrefnis til fósturs, þar sem reglulegir samdættir legsins draga úr blóðflæði til fylgju (1). Fóstrið bregst við með aukinni framleiðslu katekólamína, einkum noradrenalíns, sem dregur úr blóðflæði til líffæra með tiltölulega litla súrefnisþörf, en blóðflæði helst óbreytt og eykst jafnvel til heila, hjarta og nýrnahettna, þar sem súrefnisþörfin er mikil (2). Þessar lífeðlisfræðilegu breytingar Þórkelsson Þ, Bjarnason AÖ, Haröardóttir H, Þorsteinsson A, Haraldsson Á, Dagbjartsson A The effects of normal vaginal delivery on oxygen transport to the fetus Objective: To evaluate the effects of normal vaginal delivery (NVD) on oxygen transport to the fetus. Study group and methods: Fifty newborn infants born by NVD and as a control group 50 infants born by elective Cesarean section (ECS) were studied. Factors reflecting oxygen transport to the fetus were measured in venous and arterial cord blood: pH, partial pressure of oxygen (p02) and carbon dioxide (pC02), oxygen saturation (S02), blood oxygen content, base deficit, and lactic acid concentrations, erythropoietin concentrations, number of nucleated red blood cells and haemoglobin concentrations. Results: There was no significant difference in venous blood oxygen content between the two groups of infants. However, arterial blood oxygen content was significanlty lower in the infants born by ECS than in those born by NVD (p<0.001). Infants born by NVD had significantly lower pH (p<0.001), greater base deficit (p<0.001), higher lactic acid (p<0.001) and erythropoietin concentrations (p=0.01), more nucleated red blood cells (p=0.004), and higher hemoglobin concentrations (p=0.002) in venous blood than in the infants born by ECS. pH was lower (p<0.001) and lactic aicid concentrations were higher (p<0.001) in arterial blood than venous blood in both groups of infants. Conclusions: (1) NVD causes reduction in oxygen transport to the fetus, resulting in acidosis and stimulation of blood forming tissues. (2) ECS is associated with more reduction in umbilical arterial cord blood oxygen content than NVD. (3) When evaluating acidosis in newborns after delivery it is more reliable to measure pH and lactic acid concentrations in arterial rather than venous cord blood. Keywords: oxygen transport, vaginal delivery, cesarean section, neonates. Correspondence: Pórður Þórkelsson, thordth@landspitali.is LÆKNAblaðið 2008/94 583
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.