Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 14
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR ekki marktæk fylgni milli styrks erythrópóíetíns og þéttni blóðrauða í blóði barnanna sem fæddust eðlilega (R=0,05; p=0,12), eða barnanna sem fædd- ust með valkeisaraskurði (R=0,02; p=0,4). Börnin sem fæddust eðlilega voru með mark- tækt lægra pH, minni umframbasa (base excess) og hærri styrk mjólkursýru í bláæða- og slag- æðablóði, en börnin sem fæddust með valkeisara- skurði (mynd 1). Það var marktæk neikvæð fylgni milli pC02 og pH í bláæðablóði og slagæðablóði hjá börn- unum sem fæddust eðlilega (R=0,69; p<0,001 og R=0,28; p<0,001) og hjá börnunum sem fæddust með valkeisaraskurði (R=0,69; p<0,001 og R=0,41; p<0,001). Einnig var marktæk neikvæð fylgni milli styrks mjólkursýru og pH í bláæðablóði og slagæðablóði hjá börnunum sem fæddust eðlilega (R=0,27; p=0,002 og R=0,19; p=0,01) og hjá börn- unum sem fæddust með valkeisaraskurði (R=0,63; p<0,001 og R=0,51; p<0,001). Það var marktæk jákvæð fylgni milli styrks mjólkursýru í slagæðablóði og styrks erythrópóíetíns hjá börnunum sem fæddust eðlilega (R=0,19; p=0,02), en ekki hjá börnunum sem fæddust með valkeisaraskurði (R=0,002; p<0,99). Einnig var marktæk jákvæð fylgni milli styrks mjólkursýru í slagæðablóði og fjölda kjarnaðra rauðra blóðkorna hjá börnunum sem fæddust eðlilega (R=0,24; p=0,007), en ekki hjá börnunum sem fæddust með valkeisaraskurði (R=0,001; p<0,96). Samanburður á þáttum sem segja til um súrefnisflutn- ing tilfósturs og á sýru-basavægi íslagæðablóði annars vegar og bláæðablóði hins vegar. p02 og SO, voru marktækt lægri og súrefnismagn minna í slagæðablóði en í bláæða blóði hjá hóp- unum tveimur (tafla II). Sýrustig blóðs var marktækt lægra og styrkur mjólkursýru hærri í slagæðablóði en í bláæðablóði hjá báðum hópunum (tafla II). Umframbasi var marktækt minni í slagæðablóði hjá börnunum sem fæddust eðlilega, en ekki hjá þeim sem fæddust með valkeisaraskurði. Umræða Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif eðlilegrar fæðingar á súrefnisflutning til fóst- urs. í þeim tilgangi var reiknað út súrefnismagn blóðs í naflastrengsbláæð hjá börnum sem fæðst höfðu eðlilega og til viðmiðunar hjá bömum sem fæðst höfðu með valkeisaraskurði. Reyndist súr- efnisinnihald bláæðablóðs í hópunum tveimur vera sambærilegt. Hins vegar var þéttni mjólk- ursýru hærri í blóði bamanna sem fæddust eðlilega sem bendir til að skerðing hafi orðið á súrefnisflutningi til þeirra í fæðingunni. Styrkur erythrópóíetíns og fjöldi kjarnaðra rauðra blóðkorna var marktækt hærri hjá börnun- um sem fæddust eðlilega. Jafnframt var marktæk jákvæð fylgni milli styrks mjólkursýru í slagæða- blóði annars vegar og þéttni erythrópóíetíns og fjölda kjarnaðra rauðara blóðkorna hins vegar hjá börnunum sem fæddust eðlilega, en ekki hjá börn- unum sem fæddust með valkeisaraskurði. Þessar niðurstöður styðja enn frekar að skerðing verði á súrefnisflutningi til fósturs í eðlilegri fæðingu. Ástæðan er líklegast sú að reglulegir samdrættir legsins sem eiga sér stað í eðlilegri fæðingu valda tímabundinni skerðingu á loftskiptum í fylgju (1). Hins vegar virðast loftskipti í fylgju hafa verið nánast eðlileg á þeirri stundu sem barnið fæddist og blóðsýni voru tekin, þar sem pO, bláæðablóðs í báðum hópunum var svipað og p02 er í bláæða- blóði í naflastreng fósturs undir lok eðlilegrar meðgöngu áður en fæðing hefst, sem er um það bil 28 mmHg (10). Aðrar sambærilegar rannsóknir styðja nið- urstöður þessarar rannsóknar að skerðing verði á súrefnisflutningi til fósturs í eðlilegri fæðingu. Hafa þær sýnt fram á lægra pH, hærri styrk mjólk- ursýru og fleiri kjörnuð blóðkorn í blóði barna sem fæðast með eðlilegri fæðingu en þeirra sem fæðast með valkeisaraskurði (5, 11, 12). Hins vegar hafa ekki allar rannsóknir sýnt fram á að eðlileg fæð- ing hafi í för með sér aukinn styrk erythrópóíetíns í blóði barnanna (13, 14). Eftir því sem við best vitum hefur sambærileg rannsókn ekki verið gerð þar sem allir þeir þættir sem mældir voru í þessari rannsókn eru mældir í einni og sömu rannsókn- inni. Hlutþrýstingur súrefnis í bláæðablóði var heldur lægri hjá börnunum sem fæddust með valkeisaraskurði, en hins vegar voru S02 og súr- efnismagn í bláæðablóði sambærileg hjá báðum hópunum. Ástæðan er líklegast sú að pH í bláæðablóði hjá börnunum sem fæddust með val- keisaraskurði var hærra en þeirra sem fæddust með eðlilegri fæðingu, en þekkt er að hækkun pH veldur hliðrun á súrefnis-blóðrauða frátengikúrf- unni (oxygen-hemoglobin dissociation curve) til vinstri, sem veldur aukinni bindingu súrefnis við blóðrauða (1). Meginástæða þess að börn sem fæddust með valkeisaraskurði voru valin sem viðmiðunarhóp- ur er sú að fæðing var ekki hafin hjá mæðrum þeirra og gengum við út frá því að blóðflæði um fylgju hjá þeim hafi verið eðlilegt. Þess ber þó að geta að blóðþýstingsfall hjá móður, til dæmis vegna mænudeyfingar eða blæðingar í aðgerð- inni, getur minnkað blóðflæði til fylgju og valdið 586 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.