Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.09.2008, Qupperneq 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR truflun á loftskiptum. Hins vegar var þess gætt eftir fremsta megni að halda blóðþrýstingi mæðr- anna innan eðlilegra marka og engin þeirra fékk umtalsverða blæðingu í aðgerðinni. Einnig var hlutþrýstingur súrefnis bláæðablóði í naflastreng barnanna svipaður og hjá fóstri undir lok eðlilegr- ar meðgöngu áður en fæðing hefst (28 mm Hg) (10), auk þess sem mjólkursýra í blóði þeirra var ekki hækkuð, sem hvort tveggja bendir til að loft- skipti í fylgju hafi verið eðlileg undir lok fæðingar. I ljósi þessa ályktum við að réttlætanlegt hafi verið að nota valkeisarabömin sem viðmiðunarhóp í rannsókninni. Það kom nokkuð á óvart að þó svo að súrefn- isinnihald bláæðablóðs barnanna í báðum hóp- unum hafi verið sambærilegt var súrefnisinnihald slagæðablóðs í naflastreng barnanna sem fæddust með valkeisaraskurði umtalsvert minna en þeirra sem fæddust með eðlilegri fæðingu. Ekki liggur ljóst fyrir hvað veldur þessum mun, en tvær líf- eðlisfræðilegar skýringar koma til greina sem rétt er að minnast á. Sú fyrri er að hjartaútfall barnanna sem fæddust með valkeisaraskurði hafi verið minna en þeirra sem fæddust með eðlilegri fæðingu og súrefnisupptaka í vefjum þeirra því hlutfallslega meiri. Dýratilraunir sýna að þó svo að mikil aukning verði á framleiðslu katekól- amína í eðlilegri fæðingu verður ekki breyting á hjartaútfalli hjá fóstrinu (15), en hins vegar hafa engar rannsóknir verið gerðar til að kanna áhrif mænudeyfingar á hjartaútfall fósturs. Því miður var hjartaútfall fóstranna ekki mælt í þessari rann- sókn og í ljósi þessara niðurstaðna væri áhugavert að kanna hvort mænudeyfing hafi áhrif á hjartaút- fall fósturs með frekari rannsóknum. Hin hugs- anlega skýringin er að súrefnisþörf barnanna sem fæddust með valkeisaraskurði hafi verið meiri en þeirra sem fæddust með eðlilegri fæðingu og súr- efnisupptaka í vefjum þeirra því meiri. Flestum konunum sem fæddu með valkeisaraskurði var gefið lyfið efedrín í þeim tilgangi að viðhalda eðlilegum blóðþrýstingi, en lyfið er þekkt fyrir að auka hjartsláttartíðni fósturs (16) og er talið geta aukið súrefnisþörf þess (17), en þetta þyrfti einnig að kanna betur með frekari rannsóknum. Börnin sem fæddust eðlilega reyndust vera með marktækt hærri þéttni blóðrauða en þau sem fæddust með valkeisaraskurði. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á hið sama (18, 19). Ástæða þessa er einkum talin vera sú að samdráttur legs og hækkaður blóðþrýstingur sem verður hjá fóstrinu í eðlilegri fæðingu veldur því að hluti af blóðvökv- anum (serum) þrýstist út úr háræðunum, þannig að blóðrúmmál minnkar og þéttni blóðrauða hækkar (20). Þéttni blóðrauða getur haldið áfram að hækka næstu klukkustundimar eftir fæð- inguna, einkum ef töf verður á að lokað sé fyrir æðar í naflastreng (20). Blóðsýring barnanna sem fæddust með eðlilegri fæðingu var marktækt meiri en þeirra sem fædd- ust með valkeisaraskurði, sem skýrist fyrst og fremst af hærri styrk mjókursýru í blóði bamanna sem fæddust eðlilega, þar sem ekki var munur á pCO, milli hópanna tveggja. Hins vegar var fylgnin milli pC02 og pH heldur meiri en fylgnin milli styrks mjókursýru og pH í báðum hópunum sem bendir til þess að áhrif pCO, til lækkunar á pH sé ekki minna en styrkur mjókursým í blóði bamanna. Meðgöngulengd barnanna sem fæddust eðli- lega var marktækt lengri en barnanna í viðmið- unarhópnum. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að valkeisaraskurður er yfirleitt gerður áður en fullri 40 vikna meðgöngu er náð. Þekkt er að pH lækkar og styrkur mjólkursýra hækkar með vax- andi meðgöngulengd (21, 22). Því var í þessari rannsókn leiðrétt fyrir þeim mun sem er á með- göngulengd milli hópanna í tölfræðiútreikningi með fjölþáttagreiningu. Einnig er vert að hafa í huga að tíminn sern líður á milli þess að barnið fæðist og að klemma er sett á naflastrenginn hefur áhrif á sýrustig og blóðgös í naflastrengsblóði (23). Þó svo að ekki hafi verið staðlað hvenær það var gert í þessari rannsókn eru áhrif þessi ekki það mikil að ætla megi að það hafi haft marktæk áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar. Við mat á alvarleika fósturköfnunar hefur löngum verið stuðst við mælingar á pH, umfram- basa og styrk mjókursýru í naflastrengsblóði (5). Marktækur munur var á þessum þáttum í slag- æðablóði annars vegar og bláæðablóði hins vegar í báðum hópunum. Við það að fara í gegnum fylgjuna hækkar pH blóðsins, umframbasi eykst og styrkur mjólkursýru í blóði lækkar. Undirstrika niðurstöður rannsóknarinnar mikilvægi þess að meta merki um súrefnisþurrð í slagæðablóði frekar en bláæðablóði, þar sem slagæðablóð end- urspeglar betur ástand fóstursins. Rannsókn okkar bendir ákveðið til þess að í eðlilegri fæðingu verði skerðing á flutningi súr- efnis til fósturs, sem veldur blóðsýringu og örvar blóðmyndandi vefi til aukinnar framleiðslu á rauðum blóðkornum. Jafnframt eykst þéttni blóð- rauða í blóði. Rannsóknin veitir því innsýn í líf- eðlisfræði súrefnisflutnings til fósturs við eðlilega fæðingu. Jafnframt kom í ljós að valkeisaraskurð- ur virðist hafa í för með sér umtalsverða lækkun á súrefnismagni í naflaslagæðablóði og er ástæða til að rannsaka orsakir þess enn frekar. LÆKNAblaðið 2008/94 587
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.