Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 19
Fæðing eftir fyrri fæðingu
með keisaraskurði
Brynhildur
Tinna
Birgisdóttir1
læknakandídat
Hildur
Harðardóttir1’2
fæöinga- og
kvensjúkdómalæknir
Ragnheiður I.
Bjarnadóttir1’2
fæðinga- og
kvensjúkdómalæknir
Þórður
Þórkelsson13
nýburalæknir
Lykilorð: fæðing eftir fyrri
keisaraskurð, legbrestur,
burðarmálsdauði.
'Læknadeild HÍ,
2kvennasviði Landspítala,
3Barnaspítala Hringsins,
Landspítala.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Hildur Harðardóttir,
Landspítala Hringbraut,
101 Reykjavík.
Sími: 543-3324.
hhard@landspitali.is
Ágrip
Tilgangur: Að kanna fæðingarmáta eftir eirtn fyrri
keisaraskurð og þá þætti sem hafa áhrif á hann.
Efniviður og aðferðir: Fæðingartilkynningar 925
kvenna, sem fæddu einbura á tímabilinu 1.1.2001-
31.12.2005 og áttu að baki einn keisaraskurð, voru
yfirfarnar. Fæðingarmáti var skoðaður, upphaf
fæðingar (sjálfkrafa sótt eða gangsetning), notk-
un áhalda í fæðingu, bráðleiki keisaraskurðar og
ábending, fæðingarþyngd fyrsta og annars bams
og Apgar stigun.
Niðurstöður: Alls reyndu 564 konur (61%) fæð-
ingu sem tókst hjá 61% þeirra en 39% fæddu
með bráðakeisaraskurði. Þannig fæddu 346
konur (37%) um leggöng, 341 (37%) með fyr-
irfram ákveðnum keisaraskurði og 238 (26%) með
bráðakeisaraskurði. Hlutfall fæðinga um leggöng
jókst á tímabilinu úr 35% í 46%. Konur sem fæddu
með valkeisaraskurði í fyrri fæðingu vegna óhag-
stæðrar legu fósturs (oftast sitjandi staða) voru
marktækt líklegri til að fæða um leggöng í næstu
fæðingu (53%) en konur sem höfðu farið í valað-
gerð vegna annarra ábendinga (21%) (p<0,0001).
Sex konur sem reyndu fæðingu um leggöng fengu
legbrest (6/564=1%), hjá fimm var gerður bráða-
keisaraskurður og barni bjargað en eitt bam dó
í fæðingu. Engin tengsl voru milli fæðingarmáta
og Apgar stigunar barns við fimm mínútna aldur.
Burðarmálsdauði var 5,4%o. Fæðing um leggöng
tókst sjaldnar ef fæðingarþyngd bams var >4000
grömm samanborið við fæðingarþyngd <4000
grömm (p<0,01).
Alyktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til
að fæðing um leggöng sé raunhæfur valkostur
fyrir konur sem fætt hafa eitt bam með keisara-
skurði svo fremi sem aðstaða er á fæðingarstað til
að gera keisaraskurð án tafar.
Inngangur
Vegna vaxandi tíðni fæðinga með keisaraskurði
hefur mikil umræða átt sér stað síðastliðin ár um
það hvort ábendingar fyrir keisaraskurðum séu að
breytast og hvort þröskuldurinn fyrir framkvæmd
þeirra sé lægri en áður var. Samtök og stofnanir
víða um heim hafa tekið upp vinnuleiðbeiningar
sem miða að því að lækka tíðni keisaraskurða
eða sporna gegn frekari aukningu þeirra (1-3).
Ástæðurnar eru nokkrar. Keisaraskurðum fylgir
^^■■ENGLISH SUMMARYHHH
Birgisdóttir, BT, Harðardóttir H, Bjarnadóttir Rl, Þórkelsson Þ
Vaginal birth after one previous cesarean section
Objective: To evaluate the frequency of different modes
of delivery after one previous cesarean section and those
factors which may influence mode of delivery.
Material and methods: During the study period (1.1.2001-
31.12.2005) 925 women with a previous cesarean section
and a following singleton pregnancy were identified and
included. Information regarding mode of delivery, induction
of labor, instrumental delivery, the urgency and indications
forfirst and second cesarean section, birth weight and
Apgar scores were collected retrospectively.
Results: Trial of labor (TOL) was initiated for 564 women
of which 61 % were successful while 39% delivered by an
emergent cesarean section. In total, 346 women delivered
vaginally (37%), 341 women (37%) delivered with an
elective cesarean section and 238 (26%) underwent an
emergency cesarean section. The VBAC rate increased
during the study period, from 35% to 46%. Women who
underwent an elective cesarean section due to fetal
malpresentation (most often breech) in their first pregnancy
were significantiy more likely to have a successful VBAC in
their second pregnancy (53%) compared with women who
had an elective cesarean section for any other indication
(21 %) (p<0.0001). Uterine rupture occurred in six women
(1 %) during TOL, five underwent an emergency cesarean
section and had healthy infants while there was one
intrapartum fetal death. No correlation was found between
birth mode and Apgar scores at five minutes. Perinatal
mortality rate was 5,4%o. Trial of labor was less likely to
succeed if the infant’s birth weight was >4000 grams
compared with <4000 grams (p<0.01).
Conclusion: The results of this study indicate that VBAC
is a safe option for women with a history of one previous
cesarean section while in the hospital setting where there
are resources for an immediate cesarean section.
Keywords: Vaginal birth after cesarean section (VBAC), uterine
rupture, perinatal mortality rate.
Correspondence; Hildur Harðardóttir, hhard@iandspitaii.is
LÆKNAblaðið 2008/94 591