Læknablaðið - 15.09.2008, Side 31
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Ekki fór fram endurmat á sýnum frá 1996 því
eftir að hafa lokið yfirferð á sýnum frá árinu 2006
kom í ljós að samræmi var gott og því var ekki
talin þörf á slíkri endurskoðun fyrir árið 1996.
Kynjadreifing £ rannsókninni og ennfremur
hlutfall eðlilegra botnlanga í stúlkum sem fara í
aðgerð kemur alls ekki á óvart þegar haft er í huga
hversu algeng einkenni frá grindarholslíffærum
hjá stúlkum á imglingsaldri geta verið. Hlutfall
eðlilegra botnlanga reyndist mun hærra hjá stúlk-
um, en það er í samræmi við það sem aðrir hafa
fundið (9,13).
Ekki eru allir á einu máli um það hvort opin
skurðaðgerð eða kviðsjáraðgerð sé hentugri fyrir
botnlangatöku (13, 15-18). Kviðsjáraðgerðir taka
lengri tíma og eru dýrari. Lengi hefur hins vegar
verið talið að þær stytti legutíma og rannsóknir
ýmist styðja það (13, 15, 16) eða hrekja (17, 18).
Hóparnir í hvorri aðgerðartegund fyrir sig í
þessari rannsókn voru of litlir til að unnt væri að
skoða tölfræðilegan mun á legutíma milli þeirra.
Legutími er hins vegar marktækt styttri árið 2006
en 1996. Ekki er unnt að útskýra hvort það skýrist
alfarið af hlutfallslega auknum fjölda kviðsjár-
aðgerða árið 2006 en það er mögulega efni í frekari
athugun. Þá er mögulegt að styttri legutími vegna
aðgerðar með kviðsjá sé greinilegri hjá fullorðnum
en börnum (15, 18). Aðrir benda auk þess á að
líklegt sé að alvara bólgunnar ráði frekar legutíma
en aðgerðartegund (19). Þegar kemur að böm-
um á íslandi eru botnlangaaðgerðir með kviðsjá
nær eingöngu gerðar á stúlkum sem náð hafa
kynþroska og grunur leikur á að geti haft kven-
sjúkdómatengda kviðverki í stað botnlangabólgu.
A Bamaspítala Hringsins eru botnlangatökur með
kviðsjá helst framkvæmdar á drengjum ef þeir eru
í yfirþyngd eða önnur veikindi koma £ veg fyrir
opna aðgerð. Þar hefur kviðsjá þann kost fram yfir
opna aðgerð að hún veitir talsvert betri sýn inn i
kviðarhol sjúklings. Við skoðun á ástandi botn-
langa eftir þvi hvor tegund aðgerðar var notuð
sást að marktækt hærra hlutfall var af óbólgnum
botnlöngum £ kviðsjáraðgerðunum. Þetta sýnir
enn frekar þann mun á kynjunum sem að ofan
er nefndur, þvi af þeim 27 börnum sem gengust
undir aðgerð með kviðsjá voru aðeins tveir dreng-
ir. Af þeim 100 börnum sem fóru í botnlangatöku
árið 1996 fóm 7 í aðgerð með kviðsjá, af þeim voru
6 stúlkur og 1 drengur. Vegna þess hve fáir ein-
staklingar fóru í kviðsjáraðgerð var athugun ekki
gerð á mun á ástandi botnlanga milli aðgerða árið
1996.
I rannsókn okkar fundust gögn um alla sjúk-
linga og meinafræðigler lágu fyrir í öllum tilfell-
um. Hlutfall óbólginna botnlanga sem fjarlægðir
eru á Barnaspítala Hringsins er í góðu samræmi
við það sem talið er viðunandi og eðlilegt miðað Mynd 3. Biötímifrá komu
við viðurkennda klíníska greiningarmöguleika á sjúkrahús til botnlanga-
° ° ° aogerðar, ohað pvi hvenær
botnlangabolgu. Rof a botnlanga er ekki algengt. einkenni hófust íbáðum
Gott samræmi er milli mats skurðlækna á ástandi rannsóknarhópunum.
botnlanga í aðgerð og niðurstöðu vefjagreiningar.
Greining botnlangabólgu í bömum var góð
á sjúkrahúsum í Reykjavík á árunum 1996 og
2006 samkvæmt þessari rannsókn. Þó er mikil-
vægt þegar horft er til framtíðar að bæta um
betur. Aukin þekking og framfarir í rannsóknum,
einkum myndgreiningu, mun vonandi auka enn
frekar öryggi greiningar botnlangabólgu áður en
til aðgerðar kemur.
Þakkarorð
Starfsfólk skjalasafns í Vesturhlíð veitti liðveislu
við gagnasöfnun. Pétur Snæbjörnsson, læknir á
rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítala, veitti
aðstoð við vinnu við meinafræðisýni og Elinborg
Olafsdóttir, verkfræðingur hjá Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands, aðstoðaði við með-
ferð gagna og tölfræðilega úrvinnslu. Guðrún
Geirsdóttir aðstoðaði við prófarkalestur.
Heimildaskrá
1. Rains A, Ritchie H. The Vermiform Appendix. Bailey &
Love's Short Practice of Surgery. 17 ed. H.K. Lewis & Co.
Ltd., London 1977:1352.
2. Porter R. Surgery. The Greatest Benefit to Mankind. 1 ed.
Fontana Press-An Imprint of HarperCollinsPublishers,
London 1997: 600.
3. Cantrell JR, Stafford ES. The diminishing mortality from
appendicitis. Ann Surg 1955; 141: 749-58.
4. Flum DR, Morris A, Koepsell T, Dellinger EP. Has
misdiagnosis of appendicitis decreased over time? A
population-based analysis. Jama 2001; 286:1748-53.
5. Rabah R. Pathology of the appendix in children: an
institutional experience and review of the literature. Pediatr
Radiol 2007; 37:15-20.
6. Rothrock SG, Pagane J. Acute appendicitis in children:
emergency department diagnosis and management. Ann
Emerg Med 2000; 36:39-51.
7. Ambjömsson EÓ. Acute appendicitis in adults: epidemiologic,
pathogenetic, diagnostic and socioeconomic aspects [Ph.D,].
Lunds Universitet, Lund 1983.
LÆKNAblaðið 2008/94 603