Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla III. Samanburður á magni blóðhlutagjafar og blæðingarprófa fyrir og eftirgjöf rFVIIa. Fyrir gjöf rFVIIa Eftir gjöf rFVIIa p-gildi Meöaltal Miðgildi Bil Meöaltal Miðgildi Bil Blóðhlutar (elningar) Rauðkomaþykkni 16,7 12 (5-61) 1,6 0 (0-6) 0,002 Blóðflögur 3,2 3,5 (2-4) 1,6 0,5 (0-8) 0,15 Plasma 13,9 11,5 (0-28) 1,4 0,5 (0-7) 0,016 Blæóingarpróf (sekúndur) PT 23,7 18 (10-86) 14,1 12,1 (9,3- 38) § 0,004 APTT 89,1 68 (38- 180)* 56,1 62 (36,0 68,0)5 0,05 ACT 255 131 (129- 1000)° 115 87 (75- 209)5 0,16 PT = prothrombin time, APTT = activated protrombin time, ACT = activated clotting time,*Mælitækið gefur 180 sem hæsta gildi, “Mælitækið gefur 1000 sem hajsta gildi, § Nokkur breytilelki í tímalengd frá gjöf lyfstil mælingar, #Wilcoxon signed rank test þrír aprótínin og þrír desmopressín. Fíbrínógen mældist að meðaltali 1,7 g/L (bil 0,2-3,8) en við- miðunarmörk eru 1,5-4,0 g/L. Sjö sjúklingar fengu fíbrínógen fyrir eða skömmu eftir gjöf rVIla, þar af höfðu tveir verið undir viðmiðunarmörkum. í 10 aðgerðum af 11 náðist að stöðva blæð- inguna, í 8 þeirra skömmu eftir gjöf rFVIla. I þeim þremur aðgerðum þar sem virkni lyfsins var lítil eða óviss hafði áður verið gefið fíbrínógen í öllum tilvikum. Nákvæm skráning á magni blæðingar fyrir og eftir gjöf rFVIIa reyndist ekki liggja fyrir í sjúkraskrám. Hins vegar dró marktækt úr gjöf rauðkornaþykknis og blóðvatns eftir gjöf rVHA (tafla III). Einnig kom fram breyting til batnaðar á storkuprófum, einkum PT (tafla III). Nokkur munur er á tímalengd frá fyrstu mælingu storku- prófa til gjafar rVFlía annars vegar og fram að næstu mælingu hins vegar. í 9 af 11 aðgerðum hafði prótamín verið gefið áður en fyrsta mæli- gildi var fengið. Þrír sjúklingar þurftu enduraðgerð vegna end- urblæðingar, þar af einn tvær enduraðgerðir. Af samtals 10 sjúklingum sem fengu rFVIIa lifðu fimm aðgerðirnar af og útskrifuðust heim til sín, að meðaltali eftir 33 daga sjúkrahúslegu (mið- gildi 41 dagur, bil 12-45). Heildarlegutími þess- ara sjúklinga og legutími á gjörgæslu er sýndur í töflu II. Af sjúklingunum fimm sem útskrifuðust lést einn mánuði eftir útskrift. Dánarorsökin var bráð hjartabilun hjá 35 ára karlmanni sem geng- ist hafði undir bráðaaðgerð þar sem skipt var um ósæðarloku vegna hjartaþelsbólgu (endocarditis). Hinir fjórir sjúklingarnir eru á lífi (1. september 2007), 18-44 mánuðum frá aðgerð. Einn þessara sjúklinga fékk dreifða blóðsega í fætur 10 dögum eftir aðgerð sem orsökuðu drep sem talið var að hefði stafað af blóðsegareki tengdri alvarlegri sýk- ingu og sýklasótt (septic embolism). Fimm sjúklingar létust í sömu sjúkrahúslegu, einn í aðgerð, tveir tveimur dögum eftir aðgerð og einn eftir rúmar tvær vikur. Sá fimmti lést eftir 34 daga og fellur þannig ekki undir hina hefðbundnu skilgreiningu á skurðdauða sem telst vera innan 30 daga eftir aðgerð. Hjá sjúklingnum sem lést í aðgerð náðist ekki að stöðva blæðingu, en rof varð á gúl (aneurysma) á vinstri slegli í kjölfar bráðs hjartadreps. Annar sjúklingur lést skyndilega og óvænt á gjörgæslu tæpum tveimur sólarhring- um eftir ósæðarlokuskiptaaðgerð. Við krufningu fannst blóðsegarek í lungnaslagæð og jafnframt drep í heila en ekki fannst blóðsegi í samsvarandi háls- eða heilaæðum. Hjá þriðja sjúklingnum voru hjartalínuritsbreytingar strax eftir aðgerð og lést hann úr hjartadrepi tveimur dögum eftir aðgerð. Fjórði sjúklingurinn lést fimm vikum eftir aðgerð vegna fjölkerfabilunar, sem sennilega mátti rekja til blæðingartruflana og lostástands í aðgerð og sá fimmti úr dreifðri blæðingu eftir þriggja vikna legu á gjörgæslu. Umræður Þessi rannsókn styður að rFVIIa sé áhrifaríkt lyf til að stöðva meiriháttar blæðingar við opnar hjartaaðgerðir. Hjá átta sjúklingum af 10 (eða í 8 af 11 aðgerðum) stöðvaðist blæðingin skömmu eftir gjöf lyfsins, en í einu tilviki var eftir á að hyggja ekki von til þess að blæðing stöðvaðist þar sem vinstri slegill var rofinn. Helmingur sjúklinganna lést eftir aðgerð en rétt er að hafa í huga að önnur úrræði til að stöðva blæðinguna voru þrotin og þessir sjúkingar hefðu því að öllum líkindum látist í aðgerð vegna blæðingarinnar. Það er því álit höfunda að meðferð með rFVIIa hafi bjargað nokkrum mannslífum við þessar skurðaðgerðir hér á landi. Einnig verður að hafa í huga að flestir sjúklinganna voru aldraðir, með langt genginn hjartasjúkdóm og aðgerðimar því áhættusamar og flóknar. Niðurstöðum okkar svipar að mörgu leyti til þeirra tæplega 400 tilfella sem lýst hefur verið erlendis og þar sem rFVIIa var notað við opnar hjartaaðgerðir (10-15). Dánarhlufall var þó heldur lægra í sumum þessara rannsókna (oft á bilinu 15-33%) (16-18). Þetta skýrist sennilega af því að sjúklingaefniviður í okkar rannsókn var óvenju þungur, til dæmis með tilliti til umfangs aðgerð- anna og hás meðalaldurs. Sama getur átt við þegar borin er saman tíðni alvarlegra blóðsega en í erlendu rannsóknunum var hún að meðaltali 5,3% (bil 0-15%) (10-12). í rannsókn okkar fengu þrír sjúklingar (30%) alvarlega blóðsega. Ein þeirra var sjötug kona sem lést úr lungnareki og blóðþurrð í heila aðeins tveimur dögum eftir aðgerð. Hún 610 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.