Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 39

Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 39
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR var þá komin úr öndunarvél og með bæði góða meðvitund og stöðug lífsmörk þegar hún lést skyndilega. Krufning sýndi blóðsegarek til lungna og blóðþurrð í heila þótt ekki væri hægt að sýna fram á blóðsegarek í tilsvarandi æð. Konan hafði einnig aðra áhættuþætti blóðsegamyndunar, svo sem gjöf annarra storkuhvetjandi lyfja, háan aldur, langa aðgerð og alvarlegan hjartasjúkdóm. Svipað á við um bæði sjúkling sem lést úr bráðu hjartadrepi með blóðsega í kransæð og þann sem greindist með blóðsegarek í báðum ganglimum 10 dögum eftir aðgerð. f síðara tilvikinu var talið að rekið væri á grunni sýklasóttar og því erfitt að kenna um gjöf rFVIIa. Lýsthefur verið áhyggjum af því að rFVIIa valdi dreifðri þrombínmyndun og stuðli þannig að blóð- storkusótt (diffuse intravascular coagulopathy, DIC) (4). Tveir sjúklingar í þessari rannsókn létust úr slíku ástandi. Annar þeirra hafði þróað slíkt ástand fyrir gjöf rFVIIa en hjá hinum kom það fram þremur vikum eftir gjöf lyfsins. Kringumstæður benda því ekki til orsakasambands. Erfitt er að meta áhættuþætti blóðsegamynd- unar í þessari rannsókn, enda er rannsóknin takmörkunum háð vegna smæðar sirtnar og þeirrar staðreyndar að viðmiðunarhóp vantar. Auk þess eru aðgerðirnar mismunandi, meðferð fyrir gjöf lyfsins (til dæmis með storkuhvetjandi lyfjum) er ekki sambærileg í öllum tilvikum og magn blæðingar fyrir og eftir gjöf lyfsins er ekki skráð. Erlendar rannsóknir falla rmdir svipaða gagnrýni því sjúklingar eru fáir og viðmiðunarhóp er eingöngu að finna í helmingi tilfella (11-14, 19). Augljóst er að árangur, fylgikvillar og skammta- stærðir rFVIIa meðferðar verða best greindir í stórum framsæjum rannsóknum þar sem sjúk- lingahópar eru sambærilegri. Slíkar rannsóknir skortir í dag og því kemur ekki á óvart að blæðing við skurðaðgerðir, bæði við opnar hjartaaðgerð- ir og aðrar skurðaðgerðir, er ekki viðurkennd ábending fyrir notkun rFVIIa. Hár kostnaður við notkun lyfsins hefur einnig verið til umræðu en 4,8 mg skammtur af rFVIIa kostar um 375.000 kr. (20) (september 2007). Meðferðin er því mjög dýr, ekki síst ef gefa þarf sama sjúklingi marga og háa skammta. Hafa verður þó í huga að endurteknar aðgerðir, löng gjörgæsludvöl og gjöf blóðhluta kostar einnig töluvert fé. Þannig kostar blóðvatns- eining tæpar 9000 krónur, rauðkornaþykkni um 11.000 krónur og blóðflöguþykkni 41.000 krónur (21) . Því er eðlilegt að spyrja hvort æskilegt sé að gefa lyfið fyrr við þær erfiðu aðstæður sem meiri- háttar blæðingar eru, og þá með það að markmiði að minnka gjöf blóðhluta. Slíkt verður þó að telja vafasamt, að minnsta kosti miðað við þá takmörk- uðu vitneskju sem liggur fyrir í dag um fylgikvilla meðferðar. Frekari rannsóknir á næstu árum geta þó vonandi svarað þessari spurningu. Lokaorð Virkjaður líftæknigerður storkuþáttur Vlla er mjög virkt lyf til að stöðva meiriháttar blæðingar við opnar hjartaaðgerðir. Þar sem gjöf lyfsins er oft síðasta meðferðarúrræði og sjúklingarnir eru flestir við aldur með langt genginn hjartasjúkdóm kemur ekki á óvart að dánarhlutfall sé hátt. Engu að síður er staðreynd að þessi meðferð hefur bjargað nokkrum mannslífum hér á landi. Reikna má með að notkun lyfsins aukist á komandi árum. Brýnt er að rannsaka betur fylgikvilla rFVHa með- ferðar áður en farið verður að nota lyfið í auknum mæli. Þakkir Þakkir fá læknamir Magnús Karl Magnússon, Bjarni Torfason og Þórarinn Arnórsson fyrir klín- ískar upplýsingar og Gunnhildur Jóhannsdóttir fyrir aðstoð við öflun sjúkraskráa. Heimildir 1. Hinds C. Current management of patients after cardiopulmonary bypass. Anaesthesia 1982; 37:170-91. 2. Karthik S, Grayson AD, McCarron EE, Pullan DM, Desmond MJ. Reexploration for bleeding after coronary artery bypass surgery: risk factors, outcomes, and the effect of time delay. Ann Thorac Surg 2004; 78: 527-34. 3. FASS; sótt í sept. 2007 af www.fass.se/LIF/produktfakta/ artikel_produkt.jsp 4. NovoNordisk A/S: Product Information. Sótt í sept 2007 af www.novonordisk.com/therapy_areas/haemostasis/hcp/ product_info/novoseven/default.asp 5. Roberts H, Monroe D, White G. The use of recombinant factor Vlla in the treatment of bleeding disorders. Blood 2004; 104: 3858-64. 6. Hoffmann M, Monroe D. A cell-based model of hemostasis. Thromb Hemost 2001; 85: 958-65. 7. Hoffmann M, Monroe D, Oliver J. Platelet activity of high dose factor Vlla is independent of tissue factor. Br J Haematol 1997; 99: 542-7. 8. Dietrich W, Spannagl M. Caveat against the use of activates recombinant factor VII for intractable bleeding in cardiac surgery. Anasth Analg 2001; 94:1369-71. 9. Franchini M, Zaffanello M, Veneri D. Recominant factor VII an update on its clinical use. Thromb Haemost 2005: 93; 1027-35. 10. Warren O, Mandal K, Hadjianastassiou V, et al. Recombinant Activated Factor VII in Cardiac Surgery: A Systematic Review. Ann Thorac Surg 2007; 83: 707-14. 11. Raivio P, Suojaranta-Ylinen R, Kuitunen A: Recombinant Factor Vlla in the Treatment of Postoperative Hemorrhage After Cardiac Surgery. Ann Thorac Surg 2005; 80: 3-5. 12. A1 Douri M, Shafi T, A1 Khudairi D, et al. Effect of the administration of recombinant activated factor VII (rFVIIa; NovoSeven) in the management of severe uncontrolled bleeding in patients undergoing heart valve replacement surgery. Blood Coagul Fibrinolysis; 2000 (suppl 1), S121- S127. 13. Filsoufi F, Castillo JG, Rahmanian PB, Scurlock C, Fischer G, Adams DH. Effective management of refractory postcardiotomy bleeding with the use of recombinant activated factor VII. Ann Thorac Surg 2006; 82:1779-83. 14. McCall P, Story DA, Karapillai D. Audit of factor Vlla for bleeding resistant to conventional therapy following complex cardiac surgery. Can J Anaesth 2006; 53:926-33. LÆKNAblaðið 2008/94 61 1

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.