Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 49
U M R Æ Ð U R
O G FRÉTTIR
L í 9 0 Á R A
Tómas Jónasson, meltingarlæknir, formaður LÍ
1975-1979.
„Þetta er veikleiki í menntun lækna en hjúkr-
unarfræðingarnir voru framsýnni og lærðu stjórn-
un. Læknar hafa sopið seyðið af því."
„Það er gríðarlega mikilvægt að læknar séu
í forystu um þróun heilbrigðismála og að rödd
þeirra heyrist vel á hverjum tíma. Það er mik-
ilvægt fyrir samtök lækna að vera vakandi fyrir
breytingum og laga sig að þeim þegar það á við en
standa á móti ef svo ber undir," segir Tómas.
„Ef ég ætti að nefna eitthvað sem ég teldi mik-
ilvægast til framtíðar þá er það að gæðum mennt-
unar íslenskra lækna sé ávallt fylgt til hins ítrasta
og en ég vildi gjarnan sjá meiri áherslu á stjórnun
og skipulag heilbrigðismála innan grunnnámsins.
Það er kannski ekki það sem ungir læknar hafa
mestan áhuga á en það er mikilvægt að leggja
grunninn strax því þá verður auðveldara að til-
einka sér þessa hluti þegar að þeim kemur í starfs-
ferli læknisins," segir Sverrir.
„Þessu er ég alveg sammála/' segir Þorvaldur
Veigar og Tómas kinkar kolli.
„Ég tók að mér formennsku í félaginu árið 1975
og þá var aðalmálið uppbygging heilsugæslunn-
ar á landsbyggðinni. Það fór mikill tími og orka
í þau mál. Aður en ég varð formaður hafði ég
starfað fyrir félagið í fræðslunefnd og hafði mikla
ánægju af því starfi. Formennskan snerist mikið
um fundahöld og langvinnt pex um alls kyns mál
og sem formaður lenti maður oft í því hlutverki
að sætta menn og ólík sjónarmið. Þetta var frekar
leiðinlegt ef ég á að vera alveg hreinskilinn," segir
Tómas.
Þorvaldur og Sverrir taka undir þetta. „Það
fór mikill tími í alls kyns þannig mál bæði innan
félagsins og utan þess."
Þegar þeir eru spurðir um hvað þeir telji
mikilvægast í starfi Læknafélags íslands á und-
anförnum áratugum þá nefna þeir allir menntun
og fræðslumál. „Þetta er auðvitað mál sem læknar
hafa borið fyrir brjósti alveg frá stofnun félagsins
og erfitt að setja fingurinn á ártal sem skipti sköp-
um," segir Sverrir. „Þetta er kefli sem maður tekur
við og ber áfram til næstu kynslóðar."
„Það var mikilvægur áfangi árið 1966 þegar
náðist inn í kjarasamninga ákvæði um end-
urmenntun og námsferðir," segir Þorvaldur.
„Fræðslustofnun lækna og árlegir Læknadagar
eru einnig glæsilegur vitnisburður um þetta,"
segir Sverrir en Fræðslustofnun lækna var stofnuð
haustið 1997 en hluti af stofnfé hennar voru fjár-
munir Sjálfseignarstofnunar Domus Medica sem
lögð var niður í árslok 1996.
„Bygging og rekstur Domus Medica er mik-
ilvægur hluti af sögu Læknafélagsins á 7. og 8.
áratug síðustu aldar," segir Þovaldur en um það
má lesa í í sérstöku aukablaði Læknablaðsins sem
út kom 1983 (20.6.1983. 6. tbl).
„Það hafa orðið gríðarlegar framfarir í fram-
haldsmenntun lækna og nú er svo komið að í
ýmsum greinum geta læknar tekið hluta fram-
haldsnámsins hér heima. Það er mikill kostur en
það er jafnframt mikilvægt að ljúka náminu með
námsdvöl eða kynningu erlendis til að öðlast víð-
ara sjónarhorn á læknisfræðina," segir Tómas.
„Islensk læknisfræði hefur notið þess hversu
víða sérfræðingar okkar hafa menntað sig," segir
Þorvaldur. „Þetta er einkenni á íslenskri lækn-
isfræði sem styrkir heilbrigðiskerfið okkar."
LÆKNAblaðiö 2008/94 621