Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 60

Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 60
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR Þ I N G Ráðstefna í Háskóla íslands um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum Þetta er í fjórtánda sinn sem ráðstefnan er haldin og nú á vegum læknadeildar, tannlæknadeildar, lyfjadeildar og hjúkrunarfræðideildar, sjúkraþjálfunarskorar, geisla- og lífeindafræðiskorar, matvæla- og næringarfræðiskorar og sálfræðiskorar, miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Tilraunastöðvar Háskóla íslands. Umsjón hefur Vísindanefnd læknadeildar og fulltrúar annarra deilda, skora og stofnana við Háskóla íslands. Staðsetning og tími - Háskólatorgi HÍ 5. og 6. janúar 2009. Þátttakendur - Kennarar og starfsmenn lækna-, tannlækna-, lyfja-, og hjúkrunarfræðideilda, sjúkraþjálfunar-, geisla- og lífeindafræði-, matvæla- og næringarfræði- og sálfræðiskorar, miðstöðvar í lýðheilsuvísindum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands og tengdra stofnana auk starfsfólks Landspítala. Þau sem vinna að rannsóknum í samvinnu við starfsfólk deilda og skora eru velkomin sem og kennarar og starfs- menn annarra deilda skólans. Þátttökugjald - Almennt gjald kr. 8000 en kr. 3000 fyrir háskólastúdenta. Tekið við greiðslu með VISA/Eurocard/MasterCard. Beiðni um greiðslu fyrir þátttakendur af hálfu stofnunar, deildar eða fyrirtækis þarf að berast skrifiega til framkvæmdastjóra ráðstefnunnar. Erindi og veggspjöld - Stutt erindi (10 mínútur hvert: sjö mínútur í kynningu og þrjár í umræðu) og spjaldakynning (stærð 90 x 120 cm). Höfundar taki fram hvort þeir óska eftir að halda erindi eða sýna veggspjald en Vísindanefnd áskilur sér rétt til að meta hvort verkefni verði kynnt sem erindi eða veggspjald. Ágrip - Ágrip erinda og veggsspjalda verða gefin út í fylgiriti Læknablaðsins sem mun koma út fyrir ráðstefnuna. Ágripi skal skilað í word- skjali rafrænt til framkvæmdastjóra ráðstefnunnar: birna@birna.is Leiðbeiningar fyrir ágrip: • Hámarkslengd ágripa miðast við1800 letureiningar (characters with spaces), talið án nafna höfunda og stofnana. • Ágrip skulu vera skrifuð á íslensku. • Eftirtalin atriði komi fram í ágripi í þeirri röð sem hér er getið: titill, nöfn höfunda, nafn flytjanda feitletrað, vinnustaðir með tilvísun til hö- funda. Ágripið skiptist í kaflana: inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður, ályktanir. Ekki er tekið við töflum eða myndum. • Efnisflokkar eru allar greinar læknisfræði, tannlæknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfunar, lyfjafræði, sálfræði, sem og lífefnafræði, lífeðlisfræði, faraldsfræði, frumulíffræði, erfðafræði, ónæmisfræði, örverufræði og heilsufélagsvísindi. Efnisflokkarnir eru miðaðir við reynslu undanfarinna ára, en möguleiki er að bæta við flokkum. Athugið - Vísindanefnd áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum sem ekki er vandað til eða uppfylla ekki ofangreind skilyrði eða kröfur um vísindalegt innihald. Skilafrestur fyrir ágrip erinda og veggspjalda er 30. október 2008. Skráning: birna@birna.is Framkvæmdastjórn: Menningarfylgd Birnu ehf, Birna Þórðardóttir. birna@birna.is Sími: 862 8031 Vísindanefnd læknadeildar og fulltrúar deilda, skora og stofnana. Ágústa Guðmundsdóttir Árni Kristjánsson Björn Ragnarson Brynja R. Guðmundsdóttir Erla Kolbrún Svavarsdóttir Kristín Ólafsdóttir Magnús Gottfreðsson María Þorsteinsdóttir Már Másson Ólöf Guðrún Sigurðardóttir Sigurbergur Kárason Sighvatur Sævar Árnason Unnur Anna Valdimarsdóttir Vilhjálmur Rafnsson 632 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.