Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2008, Side 62

Læknablaðið - 15.09.2008, Side 62
UMRÆÐUR 0 G ATHUGASEMD F R É T T I R aðferðafræði sem beitt er við skilgreiningu og skimun rannsóknarþýðisins ef draga á mikils- verðar ályktanir af niðurstöðum. Höfundar fram- skyggnra rannsókna þurfa að upplýsa lesendur um aðferðir sínar við leit að einstaklingum. Því teljum við nauðsynlegt að koma þessum athuga- semdum á framfæri við ritstjóra Læknablaðsins. Heimildir 1. Valdimarsson EM, Sigurðsson G. Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur. Sjúkratilfelli. XII. Þing Félags íslenskra lyflækna Sauðárkróki 7.-9. júni 1996. Læknablaðið 1996; 82/FYLGIRIT 31: 61-2. 2. Georgsson G, Sigurðarson S, Guðmundsson G, Pálsson PA, Valdimarsson EM. Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur og riða í sauðfé á íslandi. VIII. Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands 3-4. janúar 1997. Læknablaðið 1996; 82/ FYLGIRIT 34: 57-8. 3. Valdimarsson EM, Sigurðsson G. Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur. Sjúkratilfelli. Rannsóknardagar 17-18. apríl 1997. Vísindaráð Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ráðstefnurit. Utdráttur 27. 4. Georgsson G, Sigurðarson S, Guðmundsson G, Pálsson PA, Valdimarsson EM. Epidemiology of Creutzfeldt-Jakob Disease and Scrapie of Sheep in Iceland. Vth European Congress of Neuropathology, Paris 1996. Neuropath. Applied Neurobiol. 1996; 22 (suppl 1): P88. Svar við athugasemdum fjögurra taugalækna við grein okkar: Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur og riða í sauðfé Rannsóknin miðaðist að því að finna alla þá sem greindust með CJD á rannsóknartímanum og bæði þau tilfelli sem gerð eru að umtalsefni í at- hugasemdum fjórmenningartna voru með í þessari rannsókn. Eins og fram kemur í greininni þá bygg- ist endanleg greining CJD á vefjarannsókn. Þáttur rannsakenda var ekki síst að hvetja til krufningar þegar grunur vaknaði um að sjúklingur hefði hugsanlega látist úr CJD, eins og gert var í báðum þeim tilfellum sem vitnað er til í bréfinu. Hvað varðar kynningu á rannsókninni má m.a. benda á að einn okkar (Guðmundur Georgsson) flutti fyrirlestur um stöðu rannsóknarinnar árið 1996, eins og höfundar bréfsins benda réttilega á. Nýgengi riðu hefur reynst um eitt tilfelli á millj- ón íbúa, bæði í þeim löndum sem búa við riðu og eins í þeim sem eru laus við hana. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að tíðni hér á landi var helm- ingi lægri. Þetta er ótvíræð vísbending um að riðusmit í sauðfé berist ekki í fólk og valdi CJD, sem er í samræmi við rannsóknir sem vitnað er til í grein okkar. Guðmundur Georgsson og Eltas Ólafsson Fundur á vegum Félags íslenskra krabbameinslækna Hjartasjúkdómar sem fylgikvillar krabbameinslyfja 15:15 Mismunandi aukaverkanir krabbameinslyfja á hjarta- og æðakerfi Helgi Hafsteinn Helgason, lyf- og krabbameinslæknir 15:20-15:35 Mat krabbameinssjúklinga með hjartaómun Ragnar Danielsen, hjartalæknir 15:40-15:50 Eftirfylgni krabbameinssjúklinga Helgi Hafsteinn Helgason Fundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala þann 18. september nk. kl. 15:00. Allir velkomnir Félag íslenskra krabbameinslækna 634 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.