Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 63

Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 63
FRÆÐIGREINAR Þ I N G Barbara Juliane Holzknecht og Tryggvi Þorgeirsson með viðurkenningarskjöl sín. Þórður Harðarson, nýkjörinn heiðursfélagi í Félagi íslenskra lyflækna ásamt Með þeim á myndinni eru Gerður Gröndal, formaður dómnefndar þingsins. Runólfi Pálssyni, formanni Félagsins. Myndirnar tók Inger Helene Bóasson, Ijósmyndari á Landspítala. Viðurkenningar á þingi Félags íslenskra lyflækna Á XVIII. þingi Félags íslenskra lyflækna sem fram fór á Hótel Selfossi, 6.-8. júní sl. voru að venju veitt verðlaun fyrir framúrskarandi vísindarannsókn ungs læknis og læknanema. Verðlaunin fyrir bestu rannsókn ungs læknis, er veitt voru af Verðlaunasjóði í læknisfræði sem læknamir Ámi Kristinsson og Þórður Harðarson stofnuðu, hlaut Barbara Juliane Holzknecht, deildarlæknir við lyflækningasvið Landspítala, fyrir rannsókn sína á klímskri og sameindafræðilegri faraldsfræði meticillín-ónæms Staphylococcus aureus (MÓSA) á íslandi á árunum 2000-2007. Tryggvi Þorgeirsson, sem útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Islands síðastliðið vor, fékk verðlaun sem voru veitt af Félagi íslenskra lyflækna fyrir bestu rannsókn læknanema og beindist hún að blöðruhálskirtilskrabbameini á íslandi fyrir og eftir upphaf PSA-mælinga og hvort óformleg skimun leiði til ofgreiningar. Á þinginu var Þórður Harðarson, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður lyflæknisfræði við læknadeild Háskóla Islands, og yfirlæknir á lyflækningasviði I á Landspítala, útnefndur heiðursfélagi í Félagi íslenskra lyflækna. Þórður hefur verið leiðtogi á vettvangi lyflækninga og hjartalækninga á íslandi undanfama þrjá áratugi. Það sem ber hæst er þó framlag hans til vísindastarfs innan lyflækninga hér á landi. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir lækna og var ritari Félags íslenskra lyflækna um árabil. Aðeins fimm lyflæknar höfðu áður verið útnefndir heiðursfélagar í Félagi íslenskra lyflækna, þeir Ólafur Sigurðsson og Sigurður Þ. Guðmundsson, sem báðir eru látnir, og Ámi Kristinsson, Páll Ásmundsson og Tryggvi Ásmundsson. FIFK Ný stjórn FÍFK var kosin á aðalfundi félagsins nú í maí: Arnar Hauksson formaður Ólafur Haakansson gjaldkeri Sigrún Arnardóttir ritari Kristín Jónsdóttir ritstjóri fréttablaðs Arnfríður Henrýsdóttir fulltrúi unglækna. Erindi til félagsins berist til: Arnars Haukssonar Selvogsgrunni 20 104 Reykjavík Arnar.Hauksson@mm.hg.is Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra lyflækna LÆKNAblaðið 2008/94 635

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.