Læknablaðið - 15.09.2008, Síða 74
Mynd: Einar Falur
HUGLEIÐING HOFUNDAR
Kristín Marja
Baldursdóttir
Kristín Marja starfaöi í
Reykjavík sem kennari og
blaðamaður og fyrsta
skáldsaga hennar,
Mávahlátur (1995), fékk
afar góðar viðtökur lesenda.
Eftir
bókinni hafa verið unnin
leikgerð (LR 1998) og kvik-
mynd (Ágúst Guðmundsson
2001). Önnur bók Kristínar
Marju var Hús úr húsi
(1997) og því næst Kular af
degi (1999). Skáldsögurnar
Karitas án titils (2004) og
Óreiða á striga
(2007) fjalla um myndlist-
arkonuna Karitas. Kristín
Marja hefur jafnframt
sent frá sér smásagnasafnið
Kvöldljósin eru kveikt
(2001) og ævisögu
Vilborgar Dagbjartsdóttur,
Mynd af konu (2000).
Kristín Marja var tilnefnd
til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 2005 fyrir
Karitas án titils. - Bækur
Kristínar Marju hafa verið
þýddar víða um lönd.
Tímavél íslenska samfélagsins
í íslensku sjónvarpi eru sjaldan umræðuþættir um
heimsmál, trúmál, siðfræði og önnur svipuð málefni,
þeir þykja víst ekki nógu skemmtilegir, þess vegna
horfi ég stöku sinnum á erlendu stöðvamar, einkum
þær þýsku og skandinavísku, og nú er svo komið að
ég er orðin svolítið hugsi yfir því sem ég heyri og sé.
Þegar Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari
Þýskalands, er í sjónvarpsviðtölum til dæmis, situr
maður sem negldur. Hann er höfundur margra bóka
um heimsmál og svo eftirsóttur fyrirlesari er hann að
menn láta sig víst hafa það að aka í fimm tíma til að
hlýða á mál hans. Hann verður níræður í desember.
Hann keðjureykir enn og gerir það líka í sjónvarps-
sal. Mundi víst ekki mæta fengi hann ekki að reykja,
og fréttamenn og spyrlar láta sig hafa hóstann til þess
eins að fá hann í viðtal, það þykir svo áhugavert allt
sem hann hefur að segja. Og þama situr hann, sallaró-
legur, lítur vel út, smart í tauinu, reykir af yfirvegun
og frá honum streyma beinskeyttar skoðanir, þekking
og viska. Og eitt kvöldið fyrir rúmu ári eða svo var
umræðuþáttur á þýsku stöðinni Ard, stöð eitt sem ég
mun seint gleyma. Þátttakendur voru af báðum kynj-
um, þrír karlar, þe. fulltrúi samkynhneigðra, 55 ára,
kaþólskur biskup, 63 ára, kvikmyndaframleiðandi, 77
ára, og tvær konur, bamabarn Sigmunds Freud, 81 árs
og frægasti sálkönnuður Þýskalands, 88 ára. Þau voru
að ræða um kynlíf.
Það er skemmst frá því að segja að þátturinn var
bæði spennandi og fróðlegur, en ekki síst vakti hann
upp spumingar um eigið samfélag. Hvenær gæti
það gerst að fólk á ofangreindum aldri sæti saman í
íslenskum sjónvarpssal og spjallaði um lífið? Eg tala
nú ekki um kynlíf. f raun væri það óhugsandi því
svo virðist sem ákveðið aldurstakmark ríki í íslensku
sjónvarpi, nema þegar þáttur Gísla Einarssonar, Ut og
suður, á í hlut.
En burtséð frá keðjureykingum og aldurstak-
marki, hvers vegna em Þjóðverjar, og raunar aðrir
Evrópubúar, svona andlega hressir fram eftir öllum
aldri og ófeimnir við að tjá sig, en við, ein langlífasta
þjóð í heimi, ekki?
Við erum nefnilega samkvæmt tölum meðal lang-
lífustu þjóða heims. Hreina vatnið, loftið, fiskurinn,
lambið og harðgerðu genin munu vera talin ástæðan
fyrir langlífinu. En svo ég skjóti því nú hér að tel ég að
viðhaldsþjónustan gegni ekki síður stóru hlutverki í
því sambandi. Læknisþjónustan hér á landi er senni-
lega sú besta í heimi og tala ég af reynslu. Ég væri ekki
að skrifa þessi orð hefðu íslenskir læknar ekki stigið
inn í líf mitt af fullum þunga á ögurstundum, glímt
við eitranir og sýkingar, svefnleysi og dauðakvíða, auk
þess að hafa fjarlægt eitt og annað eins og hálskirtla,
botnlanga, bein á fæti, bakteríu úr maga. Þetta eru
snilllingar, ég hef tekið þá alla í guðatölu.
En úr því að mér hefur verið svona vel við haldið í
tímans rás, er þá ekki rökrétt að álykta sem svo að hið
sama gildi um aðra landsmenn? Ættum við ekki að sjá
á götum úti háaldraða, hressa íslendinga rölta milli
verslana eða bara ganga úti sér til skemmtunar? Úr því
við erum svona langlíf á alþjóðlegum mælikvarða?
Ég var stödd með dóttur minni í Kaupmannahöfn
í fyrra á köldum haustdegi fyrir hádegi, við stóðum
fyrir utan kaffihúsið hjá Magasin du Nord, dóttir mín
lítur yfir götuna og mannlífið, verður að orði: Það er
fólk á öllum aldri hér. Hún hafði ekki vanist því að sjá
fólk á öllum aldri á Laugaveginum.
Þá fyrst varð mér kannski ljóst hversu einhæft
mannlífið er á landi voru.
Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða háaldr-
aða íslendinga eða þá sem eru nýskriðnir yfir í klúbb
eldri borgara, það fer lítið sem ekkert fyrir þeim á
almannafæri. Þeir eru sjaldgæfir eins og svörtu svan-
irnir. Ef ég vissi ekki betur mrrndi ég halda að við
værum stödd í Tímavél H.G.Wells eða einhverju svip-
uðu ástandi, undir yfirborði jarðar væru ljótir karlar
sem kipptu manni niður til sín um leið og krumpur
færu að myndast á okkar eigin yfirborði.
Hvar eru eldri borgarar íslands? Eru þeir allir flúnir
til Spánar? Eða eru þeir allir inni á stofnunum? Eru
skilaboðin frá samfélaginu þau, að eldra fólk eigi ekki
að vera að þvælast fyrir í hinu skemmtilega, unga
íslandi?
Það er ekki einungis í Danmörku sem eldra fólk
spókar sig á götum úti, í Þýskalandi, Frakklandi,
Italíu, og Spáni, svo að nokkur lönd séu nefnd, má
hvarvetna sjá fólk á öllum aldri á kaffihúsum, í versl-
unum, lystigörðum, lestum, alls staðar þar sem fólk
kemur saman.
Og síðast en ekki síst, við sjáum það líka í sjónvarp-
inu.
Mér verður hugsað til fyrirlesturs sem dr. Sigrún
Júlíusdóttir prófessor hélt um velferð fjölskyldunnar á
þingi í maí síðastliðnum. Hún nefndi meðal annars, ef
ég man rétt, að hvergi í heiminum væri líklega hugsað
betur um líkamlegt heilbrigði bama og hér, en þegar
kæmi að andlegu heilbrigði þeirra ættum við langt í
land. Er það málið, leggjum við eingöngu áherslu á
líkamlegt heilbrigði og útlit? Skiptir andlegt heilbrigði
engu máli?
Helmut Schmidt les tíu dagblöð á degi hverjum.
Hann gerir kröfur til sjálfs sín. Hann ber líka virðingu
fyrir sjálfum sér og aldri sínum, annars fylgdist hann
ekki með og héldi ekki fyrirlestra. Hann er líka svo
heppinn að búa í þjóðfélagi sem ber virðingu fyrir
aidri, reynslu og visku. Og nýtir sér það. Danir eru ekki
heldur með aldurstakmark frekar en Þjóðverjarnir.
Blanda öllum aldri saman. Fyrir vikið fá þessar þjóðir
andlega næringu og örvun, verða vitrari og víðsýnni,
ná lengra í hinu alþjóðlega samfélagi.
646 LÆKNAblaðið 2008/94