Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 3

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 3
Ögmundur Jónasson heilbrigöisráðherra og Jón Snædal læknir og fráfarandi forseti WMA, alþjóðasamtaka lækna, hlýða á erindi á fundi WMA sem haldinn var í Reykjavík 8.-9. mars. Aðalumræðuefni fundarins var verkfærsla milli heilbrigðisstétta en alþjóðasamtök lækna hafa lagt áherslu á að móta tillögur og hugmyndir um hvernig þetta megi gerast án þess dragi úr gæðum þjónustu eða menntunar heilbrigðisstarfsfólks. Framundan eru fundir WMA í Tel Aviv i vor þar sem áfram verður unnið að tillögum og er gert ráð fyrir að þær verði lagðar fram á ársfundi samtakanna í Kampala í Úganda í haust. Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir R itstjórnarf u I Itrú i Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Upplag 1800 Myndlistarmaðurinn Birta Guðjónsdóttir (f. 1977) kemur gjarnan fram í eigin persónu í Ijósmyndaverkum sínum og hér er hún með grímu fyrir munninum. Verkið er frá því 2004 og ber heitið Jain. Það sver sig í ætt við önnur verk Birtu þar sem hún horfir nánast svipbrigðalaus í Ijósmyndavélina - og þar með í augu áhorfenda - ásamt því sem hún bætir við sjónrænu lítilræði af einhverju tagi, skynvillu, tilvísun í táknmynd eða öðru sem vekur forvitni. Hún leikur sér gjarnan með speglun og samhverfu eða beinir sjónum að náttúrulögmáli sem maður gengur að sem vísu. Þessi verk eiga rætur að rekja til fagurfræði sjöunda og áttunda áratugarins þegar líkami listamannsins varð hluti af verkum hans. Skemmst er að minnast Ijósmyndaverka Sigurðar Guðmundssonar þar sem hann setti sjálfan sig í mótstöðu við umhverfið eða apaði eftir því. Birta fæst einnig við annars konar miðla, myndbönd og skúlptúr, en mest hefur borið á Ijósmyndum upp á síðkastið. Þá starfar hún einnig sem sýningarstjóri jafnt alþjóðlega sem innanlands. Heiti verksins Jain vísar til trúarbragöa á Indlandi sem einkennast af ótæmandi virðingu fyrir öllu sem lífs er. Iðkendur þessarar trúar bera gjarnan skýlur fyrir vitum sínum til þess að forðast að gleypa óvart flugur. Á ferðum sínum um Indland kynntist Birta þessari venju og henni varð meðal annars minnisstætt portretmálverk af fjölskylduföður einum sem hékk utan á húsi hans þar sem hann bar klút fyrir nefi og munni. Eftir að hafa gert Ijósmyndaverkið öðlaðist það sjálfstætt líf og líkast til dettur fæstum áhorfendum í hug þessi sérstæðu trúarbrögð nema að það fylgi sögunni. Það kveikir að öllum líkindum aðrar hugrenningar í því samhengi sem það birtist nú í málgagni læknavísindanna. Þá felst í verkinu einfaldur leikur að formum, ferhyrndur hvítur klútur fyrir miðju andliti og síðan dökkt hárið þar sem toppurinn er klipptur í 45 gráðu halla. Klipping Birtu stangast á við samhverfu andlitsins og gerir það að verkum að maður staldrar ósjálfrátt við tiltölulega hreinar og beinar sjálfsmyndir hennar og kemur í kjölfarið auga á fleiri smáatriði. Markús Þór Andrésson Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) og Journal Citation Reports/Science Edition. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) and Journal Citation Reports/Science Edition. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2009/95 251
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.