Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 12

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Aldurshópar Mynd 1. Meðalþyngd 25-84 árafólks A íslandi 2004-2007 með 95% öryggismörkum. Einnig þyngd ef líkamsþyngdarstuðull væri 24,9 miðað við meðalhæð í hverjum aldurshðpi. BMI=Body Mass lndex, líkamsþyngdarstuðull. 29,0 ---------------------------------------------------------------------------------- 1967 1971 1977 1981 1987 1993 2001 2007 Ár (1967-2007) Mynd 2. Þróun í meðallíkamsþyngdarstuðli hjá 45-64 árafólki á íslandi 1967-2007 með 95% öryggismörkum. Rannsókn á ungu fólki 2001-2003, alls 16.393 manns.6 Nú bætast við nýjar upplýsingar úr Áhættuþáttakönnun Hjartavemdar fyrir 45-64 ára frá 2006-2007, 681 karlar og 683 konur, alls 1364 manns. Heildarfjöldi sem notaður var til að kanna þróun á algengi sykursýki var því 17.757 manns. Meðalaldur kvenna í Áhættuþáttakönnuninni á þessu aldursbili var 54,6 ár og karla 54,5 ár (öryggismörk beggja kynja 5,7 ár). Við könnun á þróun á líkamsþyngd 1967-2007 voru sömu rannsóknir notaðar og hér að ofan, auk niðurstaðna úr MONICA-rannsókninni á íslandi 1983,1988 og 1993, alls 2762 manns.1 Heildarfjöldi því 20.519 manns. Við könnun á meðallíkamsþyngdarstuðli, algengi offitu og algengi sykursýki af tegund 2 árin 2004-2007 hjá fólki á aldrinum 25-84 ára var notast við Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar og Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Þýði í Öldrunarrartnsókn Hjartaverndar var nýlega lýst af Harris13 en reiknað var með 3027 manns á aldursbilinu 66-84 ára frá árunum 2004- 2006. Konur voru 1724 að meðalaldri 75,7 ára (öryggismörk 4,4 ár) og karlar 1303 að meðalaldri 75,7 ára (öryggismörk 4,6 ár). í Áhættuþáttakönnunina komu 2410 manns á aldrinum 25-69 ára á tímabilinu 2006-2007. Konur voru 1219 að meðalaldri 49,4 ára (öryggismörk 11.3 ár) og karlar voru 1191 með sama meðalaldur 49.4 ár (öryggismörk 11,1 ár). Heildarfjöldi 5437 manns. Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar er eina rannsóknin af ofantöldum rartnsóknum sem ekki hefur verið lýst áður. Þýði í Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar var tilviljunarkennt úrtak úr þjóðskrá á hverju fimm ára millibili, jafnt karla og kvenna, fæddum á árunum 1936-1975 og búsettum á höfuðborgarsvæðinu 1. desember 1995. Aldursbilið var 20-69 ár (vegna lítils fjölda í yngstu aldurhópum eru aðeins notaðir 25 ára og eldri í útreikningum hér). Karlar voru 1209 (49%) og konur 1249 (51%). Meðalaldur var 48 ár hjá báðum kynjum og svörun var 76%. Til að skilgreina sykursýki voru notuð grein- ingarskilmerki bandarísku sykursýkissam- takanna, American Diabetes Association (ADA) frá 1997, á sykursýki af tegund 2.14 Þeir sem voru á töflumeðferð við sykursýki voru taldir hafa af tegund 2 og sjúklingar aðeins á insúlíni og greindust með sykursýki fyrir 30 ára voru álitnir tegund 1. Við skoðun á líkamsþyngd var notast við líkamsþyngdarstuðul.15 Sá stuðull er líkamsþyngd í kílógrömmum deilt með líkamshæð í metrum í öðru veldi (kg/m2). Hreyfing í frítíma var metin með spurningalista. Á árunum 1967-2002 voru notaðar spurningarnar „Hafið þér stundað (eftir 20 ára aldur) eða stundið þér nokkrar íþróttir eða líkamsæfingar reglulega?" og „Á hvaða aldursskeiði eftir tvítugt stunduðuð þér íþróttir eða líkamsæfingar?" Þeir sem merktu við líkamsæfingar á sama aldursskeiði og þeir voru við komu í rannsóknina voru taldir stunda frístundahreyfingu. Fyrir árin 2006-2007 var notuð spurningin: „Stundar þú íþróttir eða líkamsrækt reglulega?" Rannsóknirnar voru samþykktar af Vís- indasiðanefnd og Persónuvernd. Áhættuþátta- könnunin er kostuð af Hjartavernd. Öldrunar- rannsóknin er kostuð af bandarísku heilbrigðis- málastofnuninni (National Institute of Health), Alþingi og Hjartavernd. 260 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.