Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 14

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 14
FRÆÐIGREINA RANNSÓKNIR R Ár (1967-2007) IVIynd 4. Þróun í hlutfalli 45-64 ára íslendinga sem hreyfa sig reglulega ífríslundum á tímabilinu 1967-2007 með 95% öryggismörkum. Ár (1967-2007) Mynd 5. Þróun í algengi sykursýki aftegund 2 (þekkt og nýgreind) hjá 45-64 ára fólki á íslandi 1967-2007 með 95% öryggismörkum. Leitni sýnd með bláum og rauðum línum. skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Offita er skilgreind sem líkamsþyngdarstuðull yfir 30 og þróun í algengi offitu sést á mynd 3. Til að varpa frekara ljósi á þróun ofþyngdar var hreyfing fólks í frítíma metin. Hreyfing fólks í frítíma hefur aukist stöðugt síðastliðin 40 ár. Árið 1967 sagðist innan við 10% fólks hreyfa sig í frítímum en rúm 40% árið 2007, mynd 4. Á mynd 5 sést hvernig aldursstaðlað algengi sykursýki af tegund tvö hefur aukist frá 1967 til 2007. Algengið var tæp 1,7% hjá konum en 3,3% hjá körlum 1967 en hefur svo aukist jafnt og þétt. Algengið árið 2007 var um 6,3% hjá körlum og tæp 3,0% hjá konum 45-64 ára að aldri. Algengið hefur tvöfaldast hjá körlum og aukist um rúma tvo þriðju hjá konum á tímabilinu. Sé algengið skoðað hjá 25-84 ára 2004-2007 fást svipaðar algengistölur, 5,6% hjá körlum en 3,0% hjá konum. Mannfjöldi á íslandi samkvæmt Hagstofu íslands árið 2006 var 96.730 karlar á aldrinum 25-84 ára og 93.690 konur á sama aldri. Samkvæmt því voru um 5400 karlar (6%) og 2800 konur (3%) eða um 4% þjóðarinnar með sykursýki af gerð 2. Algengi 2004-2007 eftir aldri hjá 25-84 ára sést á mynd 6. Til að varpa frekara ljósi á sykursýkisvandann var kannað hversu hátt hlutfall þeirra sem greindust með sykursýki vissi um sjúkdóminn fyrir komu í Afkomendarannsóknina 2006- 2007. Hlutfall þeirra sem segjast vera með sykursýki samkvæmt spurningalista og/eða eru á lyfjameðferð er 73% á árunum 2006-2007. Hlutfall óþekktrar sykursýki og þekktrar (það er hjá þeim sem mælast með fastandi blóðsykur yfir 7,0 mmól og teljast því sykursjúkir) eru tveir með þekkta sykursýki á móti einum með óþekkta. Á mynd 7 sést algengi offitu á aldrinum 25-84 ára 2004-2007. Þá voru 23% karla og 21% kvenna með offitu á íslandi. Það þýðir að miðað við sama mannfjölda og hér að ofan árið 2006 voru 22.000 karlar og 20.000 konur með offitu á íslandi. í töflu II sést meðallíkamsþyngdarstuðull á Islandi og í Gautaborg í Svíþjóð á nokkrum aldursskeiðum og tímabilum frá 1985 til 2002. Islendingar eru með hærri líkamsþyngdarstuðul en Svíar á nær öllum aldurskeiðum á tímabilinu og tilhneiging til aukins líkamsþyngdarstuðuls greinilegri. Umræður Tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið á undanhaldi á íslandi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Sama má segja um flesta veigamestu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, svo sem reykingar, kólesteról og blóðþrýsting. Á móti kemur að ofþyngd og sykursýki fer vaxandi. í byrjun árs 2006 hóf Hjartavemd könnun á áhættuþáttum íslendinga í nýju þýði. Þýðið er tilviljunarkennt úrtak úr þjóðskrá, bæði karlar og konur búsett á höfuðborgarsvæðinu og fædd á árunum 1936-1975. Hjartavernd birtir nú tölur annars vegar um stöðu sykursýki og líkamsþyngdar hjá fslendingum í dag og hins vegar um þróun þessara þátta hjá fólki á aldrinum 45-64 ára síðastliðin 40 ár. Þróun í sykursýki og offitu/ ofþyngd er svipuð hér á landi og annars staðar, það er stöðug aukning síðastliðin 40 ár. Hjartavernd hefur nýlega gert grein fyrir þróun sykursýki hjá ísiendingum frá 1967 til 2002 í grein Jóhannesar Bergsveinssonar í Læknablaðinu. Nú má sjá á tölum frá 2006 og 2007 að þróunin hefur orðið síst hægari. Ofþyngd og offita er nú að minnsta kosti jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum.18 Séu líkamsþyngdarstuðlarnir í Gautaborg og 262 LÆKNAblaöið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.