Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 21
Hugbrigðaröskun
- yfirlitsgrein
Ólafur Árni
Sveinsson12
læknir
Sigurjón B.
Stefánsson1
sérfræðingur í geðlækningum
og klínískri taugalífeðlisfræði
Haukur
Hjaltason1
sérfræðingur í
taugasjúkdómum
Lykilorð: hugbrigðaröskun,
starfræn einkenni, starfræn
segulómmyndataka, endurhæfing.
Taugalækningadeild
Landspítala,
2taugadeild Karolinska
sjúkrahússins, Stokkhólmi.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Ólafur Sveinsson,
taugadeild Karolinska
sjúkrahússins, Stokkhólmi,
Svíþjóð.
olafur.sveinsson@
karolinska.se
Ágrip
I nútímalæknisfræði er oft talað um starfrænar
truflanir þegar vísað er til einkenna sem ekki finnst
vefræn skýring á. Rannsóknir hafa sýnt að allt að
helmingur sjúklinga sem leitar sér læknisaðstoðar
hjá sérfræðingum í heimilislækningum og um
þriðjungur allra sjúklinga sem sækja til tauga-
lækna utan spítala hafa slík einkenni. Þessir
sjúklingar ganga oft á milli lækna og undirgangast
óþarfa rannsóknir og meðferðir með litlum
árangri. Vandinn getur orðið langvinnur og
haft í för með sér færniskerðingu og minnkuð
lífsgæði. Til er flokkun í bæði DSM IV og ICD
10 greiningarkerfunum sem inniheldur raskanir
er fela í sér líkamleg einkenni þar sem ekki er
hægt að sýna fram á vefræna orsök. Til þessa
hóps raskana telst hugbrigðaröskun þar sem
einstaklingar hafa einkenni frá taugakerfinu á
borð við lamanir og skyntruflanir án þess að
vefræn orsök finnist. Hér verður veitt yfirlit yfir
nútímahugmyndir um orsök, greiningu, meðferð
og horfur hugbrigðaröskunar.
Inngangur
Líkamleg einkenni sem engin vefræn skýring
finnst á með aðferðum læknisfræðinnar eru oft
sögð vera starfræn (functional). í geðlæknisfræði
er slíkt ástand kallað röskun (disorder).1' 2 Hér
verða notuð hugtökin starfræn einkenni og
starfræn truflun í þessari merkingu. Ekki er
útilokað að sú nafngift eigi eftir að breytast með
aukinni þekkingu, en að okkar og annarra áliti
henta þessi hugtök best umræddum truflunum.3
I þessari grein verður fjallað um þau
einkenni sem felld hafa verið undir hugtakið
eða sjúkdómsgreininguna hugbrigðaröskun
(conversion disorder) sem er ein undirgrein
starfrænna einkenna. Aður var notað hugtakið
hysteria en það heyrir nú sögunni til enda
merking þess gildishlaðin og neikvæð. Hér verður
ekki rætt sérstaklega um aðrar starfrænar truflanir
eins og líkamsgervingarheilkenni (somatisation
disorder) eða heilsukvíða (hypochondriasis).
Heilsukvíði einkennist af þrálátum kvíða þar
sem fólk telur sig haldið alvarlegum sjúkdómi
þrátt fyrir að skoðun og rannsóknir bendi til
annars. I líkamsgervingarheilkenni er gjarnan
um að ræða ungan einstakling (undir 30 ára)
sem hefur haft fjölda líkamlegra einkenna
sem leiða til endurtekinna læknisheimsókna.
Öfugt við heilsukvíða er einstaklingurinn
gagntekinn af einkennunum frekar en mögulegum
undirliggjandi sjúkdómi. Algeng einkenni eru
verkir, meltingaróþægindi og óþægindi frá kyn-
og æxlunarlíffærum. Allar ofannefndar raskanir
eru skyldar og heillavænlegast er að líta á þær
sem róf raskana sem hafa ekki alltaf skörp skil sín
á milli.
Mikilvægt er að læknar þekki vel til starfrænna
raskana en fyrir því má í fljótu bragði finna þrjár
ástæður. I fyrsta lagi eru þær algengar. Rannsóknir
hafa sýnt að allt að helmingur sjúklinga sem
leitar til heimilislækna kemur vegna starfrænna
einkenna.4'5 Um þriðjungur allra sjúklinga sem
sækja til taugalækna á göngudeildir hafa starfræn
einkenni.6-71 öðru lagi hafa margir sjúklinganna ríka
tilhneigingu til að festast í hlutverki sjúklingsins.
Vandinn verður því gjarnan langvinnur og hefur
í för með sér færniskerðingu og minnkuð lífsgæði
sambærileg við að einkennin væru af vefrænum
toga.8’10 í þessu sambandi er gagnlegt að gera
greinarmun á sjúkdómi (disease) og veikindum
(illness). Þó að sjúklingar með starfrænar truflanir
hafi ekki vel skilgreindan vefrænan sjúkdóm eru
þeir eigi að síður veikir og þurfa sannarlega hjálp,
ekki síst vegna þess að þeir hafa tilhneigingu til
að upplifa sig veikari í samanburði við sjúklinga
með sambærileg einkenni af vefrænum toga.11 í
þriðja lagi fara sjúklingar með starfræn einkenni
oft á milli lækna, undirgangast endurtekið óþarfa
rannsóknir, jafnvel aðgerðir, og reyna margvísleg
lyf. Þetta getur verið kostnaðarsamt og áhættusamt
án þess að leiða til nokkurrar niðurstöðu og fest
sjúklinginn enn frekar í sjúklingshlutverkinu.
Hugbrigðaröskun
Conversion disorder hefur verið þýtt sem
hugbrigðaröskun (íslensk þýðing ICD 10 grein-
ingarkerfisins) eða sefasýki og munum við notast
LÆKNAblaðið 2009/95 269