Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 31

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 31
S J FRÆÐIGREINAR ÚKRATILFELLI Einar Hafberg1 unglæknir Gunnar Guðmundsson24 lyf- og lungnalæknir Tómas Guðbjartsson3'4 brjóstholsskurðlæknir Lykilorð: loft í miðmæti, loft í gollurshúsi, jóga, loftbrjóst, meðferð, sjúkratilfelli. 1Slysa- og bráðadeild, 2lungnadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, “læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. tomasgud@landspitali.is Sjálfsprottið loftmiðmæti eftir iðkun jóga - sjúkratilfelli Ágrip Sjálfsprottið loftmiðmæti (spontanteous pneumo- mediastinum) er skilgreint sem óeðlileg loftsöfnun í miðmæti án augljóss orsakavalds. Þetta er sjaldgæfur kvilli sem aðallega greinist í annars hraustum karlmönnum. Langoftast er ekki þörf á neinni sérstakri meðferð né eftirfylgd og horfur eru mjög góðar. Hér er lýst 23 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku vegna brjóstverkja sem komu skyndilega við jógaæfingar og reyndist vera sjálfsprottið loftmiðmæti. Þetta tilfelli sýnir mikilvægi þess að rannsaka einstaklinga með brjóstverki ítarlega til að finna orsakir. Tilfelli Aður hraustur 23 ára karlmaður leitaði um miðja nótt á slysa- og bráðadeild Landspítala vegna vaxandi brjóstverkjar vinstra megin. Verkurinn var stöðugur og versnaði við innöndun. Hann hafði aldrei reykt og þetta var í fyrsta skipti sem hann fann fyrir þessum verkjum. Verkurinn hafði komið skyndilega, tæpum 10 klukkustundum fyrr, þegar hann var í svokölluðu ashtanga-jóga. Byrjaði verkurinn á hálsi og leiddi þaðan niður í brjóstholið vinstra megin. Hann var þá í bakfettu um leið og hann andaði í gegnum nefið með lokað spjaldbrjósk. Þetta kallast ujjayi-öndun og er eins konar afbrigði af svokallaðri valsalva-öndun. Við skoðun var hann ekki bráðveikindalegur að sjá, öndunartíðni 16-18/mín., púls 70 og blóðþrýstingur 147/65 mmHg. Hann var hitalaus og súrefnismettun var eðlileg. Skoðun sýndi engin merki um húðnetjuþembu (subcutaneous emphysema), hlustun á lungum var eðlileg og engin bankdeyfa yfir lungum. Hins vegar heyrðust skruðningsóhljóð yfir hjarta. Kviður var eðlilegur og sömuleiðis blóðprufur, þar á meðal blóðhagur og CRP. Bæði hjartalínurit og hjartaómun reyndust eðlileg. A röntgenmynd af lungum sást loft í miðmæti og loftrönd í hægra hluta gollurshúss (mynd 1). Verkirnir héldu áfram og sjö klukkustundum eftir komu voru fengnar tölvusneiðmyndir af brjóst- og kviðarholi. Þar sást loftið í miðmætinu betur og umlukti það vélindað (mynd 2). Einnig sást loftrönd í gollurshúsi en ekki loftbrjóst eða merki um fleiðru- og/eða gollurshússvökva. Tæpum hálfum sólarhring eftir komu var gerð skuggaefnisrannsókn af vélinda og maga sem var eðlileg. Smám saman rénaði verkurinn og sólarhring síðar var hann útskrifaður nánast verkjalaus. Skoðun þremur dögum síðar var eðlileg og röntgenmynd af lungum sýndi Mynd 1. Röntgenmynd aflungum tekin í innöndun. Greinileg loftrönd Mynd 2. Tölvusneiðmynd afbrjóstholi sem sýnir loftið í miðmæti (ör) og (örvar) umlykur hjarta og miðmæti. hvernig það umlykur vélindað. LÆKNAblaðið 2009/95 279

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.