Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2009, Síða 39

Læknablaðið - 15.04.2009, Síða 39
UMRÆÐUR O G WMA-FUNDUR Á F R É T T I R í S L A N D I Jill Martin-Boone, forseti Alþjóðasamtaka lyfjafræðinga, áfundi WMA í Reykjavík. fræðinnar. Það verður æ tímafrekara fyrir lækna að skipulegggja lyfjagjöf og ganga úr skugga um að lyf og lyfjaskammtar skili tilætluðum árangri, og þar sem tíminn kostar peninga er mikilvægt að nýta sérþekkingu allra. Þarna er sérþekking lyfjafræðinga mikil og eftir eðlilegt samráð getur lyfjafræðingurinn í mörgum tilfellum séð um lyfjaskömmtun og samsetningu lyfja við meðferð sjúklings." Hún segir að lykilatriði í allri verkfærslu sé góð samskipti milli fagfólksins. „Ábyrgðin er læknanna og því er geysilega mikilvægt að allir séu upplýstir um hlutverk sitt og verksvið innan teymisins. Ef ekki, þá leysist þjónustan upp og verður sundurlaus og ómarkviss." Hún segir að í Bandaríkjunum hafi starfsvið lyfjafræðinga verið að færast æ meira í átt að klínískri teymisvinnu á undanförnum 20-25 árum en uppbygging heilbrigðiskerfa sé svo mismun- andi eftir löndum, laga- og reglugerðarumhverfi sé einnig ólíkt frá einu landi til annars, mertntunin einnig, svo erfitt sé að leggja fram forskrift að því hvemig samstarfi lyfjafræðinga og lækna eigi að vera háttað. „Vegna þessara breytilegu þátta verður hvert land að finna sína leið en það er alveg ljóst að með því að nýta sérþekkingu lyfjafræðinga á sem markvissastan hátt er hægt að bæta gæði þjónustunnar og auka hagkvæmni." Aðspurð um hverjar séu helstu hindranirnar gegn því að lyfjafræðingar komi í auknum mæli að klínískri vinnu segir Jill að í fyrsta lagi þurfi að sníða menntunina og þjálfunina að breyttum forsendum. „Lyfjafræðinámið í mörgum löndum er enn byggt á gömlum grunni og tekur ekki mið af nútíma starfsumhverfi lyfjafræðinga innan sjúkrahúsa og í heilsugæslu. í öðru lagi þarf víða að breyta gömlum lögum um verk- og ábyrgðar- svið lyfjafræðinga og færa þau til nútímans. Það hefur reyndar verið gert í nokkrum löndum og má nefna að í ísrael voru nýlega samþykkt lög þessa efnis. I þriðja lagi er mikilvægt að allir heilbrigðis- starfsmenn öðlist öryggi í samstarfi og beri virð- ingu fyrir sérþekkingu hvers annars. Þeir verða líka að treysta sérþekkingunni." Jill Martin Boone svarar að lokum spuming- unni um hver beri á endanum ábyrgðina, með þeim orðum að það sé einfaldlega misjafnt. „í sumum tilfellum er það alveg skýrt tiltekið í lögum hver beri ábyrgðina og yfirleitt er það læknirinn. í öðrum tilfellum er ábyrgðin sameiginleg og það er í rauninni eðlilegt að lyfjafræðingurinn beri ábyrgð á sfnum verkum ef honum hefur verið treyst til að vinna þau. Geri hann það á ófull- nægjandi hátt er sjálfsagt að hann beri ábyrgðina. Lögin geta vissulega sagt annað og þá ráða þau niðurstöðunni en þetta ætti í rauninni að vera reglan." LÆKNAblaðið 2009/95 287
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.