Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 41
UMRÆÐUR 0 G F R É T T 1 R WMA-FUNDUR Á í S L A N D 1 Læknirinn leiðir teymið Yoram Blachar frá Israel er forseti Alþjóðasamtaka lækna WMA og tók við sl. haust af Jóni Snædal. Yoram er jafnframt formaður ísraelska læknafélagsins en það hefur talsvert haft sig í frammi á undanförnum misserum í umræðu um mannréttindi og brot á þeim í átökum Israelshers við Palestínumenn á Vesturbakkanum. „Eg vil fyrst af öllu lýsa þeirri skoðun minni að hvorki ísraelska læknafélagið né Alþjóðasamtök lækna eru mannréttindasamtök. A hinn bóginn er eitt af hlutverkum WMA að fylgjast með því að aðildarfélögin um heim allan fari eftir þeim siðareglum sem WMA setti sér fyrir mörgum árum." Blachar segir augljóst að Israelsku læknasam- tökin séu ópólitísk. „Innan okkar félags eru 20 þús- und meðlimir og þeir tilheyra öllu litrófi stjórnmálanna. Við tökum engan þátt í stjóm- málaumræðunni í landinu og erum ekki í neinni stöðu til að hafa áhrif á stefnu ríkisstjómar landsins. Við gegnum hins vegar mjög mikilvægu hlutverki í að leggja áherslu á og fylgjast með því að allir sem á þurfa að halda fái sem besta læknisþjónustu. Þá gildir einu hvort um er að ræða ísraleska gyðinga, ísraelska araba eða Palestínumenn. Við gemm allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að farið sé eftir siðareglum lækna í því ástandi sem ríkt hefur í landinu. Ymsar ásakanir hafa verið settar fram erlendis frá, sérstaklega frá Bretlandi, um að ísraelskir læknar og heilbrigðisstarfsfólk hafi bmgðist hlutverki sínu og ekki virt siðareglur lækna. Við höfum ekki fundið neinar vísbendingar um þetta og leggjum áherslu á að læknar í okkar félagi fari að siðareglum í hvívetna. Við höfum starfrækt símaráðgjöf þar sem læknar geta sótt stuðning og ráð í erfiðum málum. Þau em af margvíslegum toga og ég nefni sérstaklega að læknar sem starfa innan fangelsanna í Israel lenda oft í mjög erfiðum aðstæðum." Mikilvægt að WMA fjalli um færslu verka Blachar segir eitt brýnasta verkefni WMA vera að móta hugmyndir og taka afstöðu til færslu verka milli heilbrigðisstétta. „Þessi umræða er hins vegar tvískipt og verður að ræða þannig. Við höfum fullan skilning á stöðu Afríkuríkja þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki kemur í veg fyrir að hægt sé að veita lágmarksþjónustu og grunnþjálfun leikmanna gerir gæfumuninn. Þar er færsla á verkefnum hrein lífsnauðsyn og á fundum í Addis Ababa og Kampala að undirlagi WHO m ___ iMkm i Jf—tr i með þátttöku 57 heilbrigðisráðherra Afríkuríkja kom fram fullur skilningur á þessu. Þetta eru neyðarlausnir. Samtímis þessu er mikilvægt að leggja áherslu á menntun og þjálfun lækna og hjúkranarfólks þannig að eftir nokkur ár verði ekki einungis leikmenn að störfum með mjög takmarkaða þekkingu og yfirborðskunnáttu á einföldustu læknisverkum. Þarna er því annars vegar verið að bregðast við mjög aðkallandi vanda sem ógnar lífi og heilsu milljóna manna í Afríku en hins vegar þarf að horfa til lengri tíma svo heilbrigðisþjónustan komist upp úr því fari neyðarlausna sem nú ríkir." í þróuðum löndum þar sem heilbrigðisþjónusta er fyrir hendi hefur á undanförnum áram æ meira verið talið um teymisvinnu og verkfærslu innan teymanna. Verkin færast frá læknum til annarra innan teymisins. „Teymisvinna er einkenni á nútímaheil- brigðisþjónustu en það er ljóst að í hverju teymi verður að vera einn leiðtogi. Það er sjálfsagt og eðlilegt að það sé læknirinn. Læknirinn sér um að samhæfa teymið og skipuleggja samstarfið. Hjá WMA erum við að móta tillögur varðandi þetta og ég á von á því að þær liggi fyrir á aðalfundi WMA í haust eftir að við höfum haldið vinnufund í Tel Aviv í vor. Mín skoðun er sú að læknirinn eigi að vera ábyrgur fyrir verkum hvers teymis og það er fátt því til fyrirstöðu að aðrir innan teymisins fá fleiri verk að vinna ef það er sameiginlegur skilningur á því að læknirinn beri á endanum ábyrgðina. Við megum heldur ekki missa sjónar á aðalatriðinu sem er velferð sjúklingsins og samvinna innan teymisins verður ávallt að taka mið af því." Forseti WMA er ísraelski læknirinn Yoram Blachar. LÆKNAblaðið 2009/95 289
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.