Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 49

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 49
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR HEIMILISOFBELDI Ingólfur V. Gíslason, höfundur bókanna Ofbeldi í nánum samböndum. Mikilvægt að þekkja einkennin „Ofbeldi er hvorutveggja líkamlegt og andlegt og í bókum mínum er skilgreiningin höfð býsna víð til að ná yfir alla þætti ofbeldis í nánum samböndum fólks," segir Ingólfur V. Gíslason höfundur fimm rita sem öll bera titilinn Ofbeldi í námmi samböndum en ritunum er beint að fagstéttum innan heilbrigðisgeirans. Undirtitill bókanna er Orsakir, afleiðingar, tirræði og er ein þeirra sérstaklega ætluð læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Hugmyndin er sú að bækurnar geti nýst starfandi fagfólki en einnig við kennslu þessara greina svo að þeir sem nú eru að læra hafi fræðst betur um þetta þegar þeir hefja störf. Markmiðið er annars vegar að fræða fagfólk um helstu einkenni kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi og jafnframt að þekkja einkenni þeirra karla sem beita ofbeldi en það er langt frá því augljóst alltaf svo ég legg talsverða áherslu á að efnt verði til kembileitar sem víðast til að finna fórnarlömbin. Þannig séu allar konur sem leiti sér aðstoðar á heilsugæslu eða sjúkrastofnun og þurfa að svara spurningalistum um ástand sitt Hávar [jpg Spurðar um ofbeldi. Það hefur sýnt sig víða Sigurjónsson erlendis að þetta er langbesta leiðin til að finna konurnar. Margir óttast að konurnar muni fyrtast við en rannsóknir benda til þess að svo sé ekki, ekki síst ef þeim er gert ljóst að þetta sé hluti af almennum spurningum sem lagðar eru fyrir allar konur. Ennfremur þurfa stofnanirnar að koma sér upp ákveðinni aðgerðaáætlun til að geta brugðist markvisst við því ef skjólstæðingur segist búa við ofbeldi á heimilinu. Það er auðvitað ekki verjandi að bregðast ekki við eða stöðva konuna ef hún vill upplýsa um ofbeldi sem hún býr við. Bókunum er því ætlað þetta tvíþætta hlutverk fyrst og fremst, að upplýsa um einkennin og hvetja til kembileitar og viðbragðsáætlunar í kjölfar hennar," segir Ingólfur. LÆKNAblaðið 2009/95 297

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.