Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 60
Mynd mánaðarins Höskuldur Baldursson bæklunarlæknir hoskbald@simnet.is Undanfarna mánuði hafa birst hér í blaðinu gamlar myndir undir heitinu „Mynd mánaðarins". Oftast hafa þetta verið myndir af læknum sem nú eru horfnir af sjónarsviðinu. Við brjótum nú í blað og birtum hér mynd af sjúklingi. Um sjúkling þennan vitum við ekkert umfram það sem ritað er á myndina, að þetta er sjúklingur Matthíasar Einarssonar og myndin tekin á Landakotsspítala þann 26. október 1931. Matthías Einarsson var einn kunnasti og afkastamesti skurðlæknir landsins á árunum milli heimsstyrjalda. Hann útskrifaðist úr Læknaskólanum 1904 og var starfandi læknir hérlendis frá 1905, fyrst við frakkneska sjómannaspítalann sem stóð við Lindargötu (er nú tón- menntaskóli) og síðan við St. Jóseps- spítala að Landakoti. Þar varð hann yfirlæknir 1934 og gegndi því starfi þar til hann lést 1948. A þessum tímum var framhalds- og sérfræðimenntun lækna ekki eins formföst og skipulögð og nú er. I æviágripi Matthíasar segir að hann hafi siglt öðru hverju eftir 1905 með nokkurra ára millibili. Það kann að skýra að hann fær ekki viðurkenningu sem sérfræðingur í handlækningum fyrr en 1923. Matthías fékkst við allar tegundir skurðlækninga, enda vart um annað að ræða á þeim tíma. Undirritaður minnist þess frá fyrstu starfsárum eftir sérnám að alltaf öðru hvoru sá maður sjúklinga sem Matthías hafði haft til meðferðar og gert á skurðaðgerðir sem nú myndu flokkast sem stærri orthópaedískar aðgerðir. Þótt örlög þessa sjúklings séu okkur Sennilega myndataka fyrir sjúkraskrá. Sjúklingur á Landakoti með skaddaða mjöðm, tekiðfyrir Matthías Einarsson lækni. Ljósmyndari: Magnús Ólafsson, MAÓ 2842 Ljósmyndasafn Reykjavíkur. ókunn hljótum við þó að undrast hvað veldur þessari miklu bæklun. Maðurinn er með mikla dextroconvex lumbar scoliosis. Auk þess sést sérkennilegur inndráttur í húð á miðju lumbal svæði (fistilör?). Gríðarleg adductionskreppa er í vinstri mjöðm og hugsanlega lið- hlaup í vinstri mjaðmarlið, samanber áberandi útstandandi trochanter major. Undirritaður minnist þess þó ekki að hafa nokkru sinni séð slíka kreppu í fullri extension eins og hér sést. Yfirleitt er einhver flexionsstaða samfara adductionskreppu, til dæmis við septiskar eða tbc. sýkingar í mjaðmarlið. Ef orsök skekkjunnar í mjaðmargrind er adductionskreppa eða anchylosis í vinstri mjaðmarlið vekur það furðu að maðurinn stendur að því er best verður séð í báða fætur (hæla) þannig að vinstri fótleggur er anatómískt mun lengri en sá hægri nema sá hægri sé verulega krepptur í mjöðm og hné sem ekki virðist þó vera. Eins sést illa hvort einhver rýrnun er í hægri ganglim. Einhverjar tilgátur um sjúkdómsgrein- ingu? 308 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.