Læknablaðið - 15.07.2009, Qupperneq 14
RÆÐIGREINAR
A N N S Ó K N
Tafla IV. Magn og samsetning næringarmeðferðar ásamt orkujafnvægi. Ekki tekst að ná
jákvæðu orkujafnvægi fyrstu þrjár vikur gjörgæsiumeðferðar.
1. vika 2. vika 3. vika
Heildarnæringagjöf (kcal/dag) 1002 ±421 1571 ±61,2 1618 ±79
% úr sondunæringu 41% 65% 66%
% úr própófól 25% 8% 7%
% úr glúkósa lausnum 28% 17% 17%
% úr næringalausn gefin í æð 5% 9% 9%
% úr LGG 1,4% 1,4% 1,6%
Hlutfall sondunæringar 43% 66% 68%
Hlutfall næringar í æð 58% 34% 32%
Uppsafnað orkujafnvægi (koal) -5725 -7469 -8881
Tafla V. Meðaltalsmagn gefinna næringarefna á dag fyrstu þrjár vikur meðferðar og allt
mælingartímatímabilið, en mælingar náðu fram á 65. dag. Ráðlagður dagskammtur af
próteinum fyrir heilbrigðan einstakling er 0,8g/kg/dag, en próteinþörf sjúklings á gjörgæsiu
er líklega meiri.
Meðalgjöf næringarefna 1. vika (g/dag) 2. vika (g/dag) 3. vika (g/dag) Allt tímabilið (g/dag) Allt tímabilið (g/kg/dag)
Prótein 25 ± 14 50 ± 2,0 52 ± 4,2 34 ±17 0,44 ± 0,26
Fita 40 ±14 61 ± 2,4 60 ± 3,0 46 ± 18 0,60 ± 0,28
Kolvetni 132 ±59 205 ± 8,5 212 ±11 154 ±60 2,01 ± 0,97
Næringarmeðferð
Meðalnæringargjöf reyndist vera 67% af mældri
orkunotkun (p<0,001, r = 0,26). Þegar skoðað er
hversu stór hluti sjúklinga fékk næringu í samræmi
við orkunotkun sést að 10,7% fengu næringu sem
var <40% af orkunotkun, 58,9% sjúklinga fengu
næringu sem var 40-80% af orkunotkun, 30,4%
fengu næringu sem var 80-120% af orkunotkun, en
enginn fékk næringu >120% af orkunotkun.
Reynt var að gefa öllum sjúklingunum nær-
ingu um magasondu en vegna vanstarfsemi melt-
ingarvegar þurfti að notast við næringu gefna í
miðbláæðarlegg hjá 12 þeirra (21,4%).
Blóðsykur og insúlíngjöf
Dagar á gjörgæslu
“ Blóösykur meö insúlíngjöf — Blóösykur ón Insúlingjafar
100,00
90,00
80,00
70,00
60,00
50,00
40,00
30,00
20,00
10,00
0,00
-Magn insúlíngjafar
Mynd 2. Sýnt er meðnltal ú blóðsykursgildnm sjúklinga semfengu insúlíngjöf og þeirra
sem ekkifengu insúlínmeðferð. Á mynd sést einnig meðalinsúlínmagn sem sjúklingar fengu.
Viðmiðunarmörk blóðsykurs eru 4,4-6,lmmól/L.
Næringargjöf í sondu hófst yfirleitt á öðrum til
þriðja sólarhring eftir innlögn á deildina eða að
meðaltali 2,8 sólarhringum frá innlögn. Samræmið
á milli magns sem læknir ávísaði af sondunæringu
og þess sem sjúklingur raunverulega fékk var
athugað. Raunveruleg gjöf var 84% af ávísuðu
magni fyrstu tvær vikurnar (79% í fyrstu viku og
88% í annarri viku).
Fyrsta sólarhring var orkugjöf aðallega með
lausnum sem gefnar voru í æð, það er própófól
(65%) og glúkósa (23%). Einungis lítill hluti kom
úr sondunæringu (9%) fyrsta daginn. Þegar leið á
dvöl sjúklings á deildinni jókst hlutur sondunær-
ingar og hlutur næringarlausna í æð minnkaði (sjá
töflu IV).
Tafla V sýnir samsetningu næringar, það er
innihald próteina, fitu og kolvetna. Sjúklingar
fengu að meðaltali 0,44 g/kg af próteinum á dag.
Sykurstjórnun
Meðalblóðsykur sjúklinganna var 7,3 ± 0,95
mmól/L en 69,6% (n=39) sjúklinga fengu insúlín
dreypi í æð (Actrapid®), sjá mynd 2. Þeir sjúklingar
sem fengu insúlín voru með meðaltalsblóðsykur
7,4 ± 1,0 mmól/1 (max=9,9; mín=5,7) yfir alla
leguna, en sjúklingar sem ekki voru meðhöndlaðir
með insúlín dreypi voru með meðalsykur 7,0 ±
0,76 mmól/L (max=8,7; mín=5,9).
Samanburður á orkunotkun og næringargjöf
Á gjörgæsludeildum er hefð fyrir því að trappa
upp næringargjöf yfir einhvern tíma. Á mynd
3 má sjá hvernig næringargjöf þróast með tíma.
Næringargjöf nálgast orkunotkun eftir því sem
líður á gjörgæsluleguna, en nær henni aldrei
alveg. Orkunotkunin er svipuð allan tímann. Eins
og sjá má á myndinni er munurinn mestur fyrstu
vikuna. Sjúklingar eru því í neikvæðu orkujafn-
vægi, það er fá minni orku en þeir nota. Eftir fyrstu
vikuna er samanlagt orkujafnvægi að meðaltali
-5725 kcal (sjá töflu IV).
Einnig er smávægilegur munur á þeirri nær-
ingu sem er læknir ávísar á sjúkling og þeirri sem
hann fær.
Lélegt samræmi er á milli áætlaðrar og
mældrar orkunotkunar eins og sést á mynd
4. Harris-Benedict-jafna vanmetur orkunotkun
að meðaltali um 11,3% (p<0,001, r=0,64). Hins
vegar er um 15,3% ofmat að ræða þegar útkoma
Harris-Benedict-jöfnunnar er margfölduð með
streitustuðli 1,3.
Umræða
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er
mæld orkunotkun gjörgæslusjúklinga að meðal-
494 LÆKNAblaðið 2009/95