Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2009, Page 31

Læknablaðið - 15.07.2009, Page 31
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Árangur endurlífgunatilrauna Eins og áður sagði var þörf á endurlífgunartilraun hjá inniliggjandi sjúklingum á Landspítala í 80 tilvikum (tafla I). Endurlífgunartilraunir báru árangur hjá 55 (69%) af þessum 80 sjúklingum (tafla II). Endurlífgunartilraunin taldist árangurs- rík ef sjúklingurinn sýndi annaðhvort merki um blóðflæði eða komst lifandi á gjörgæslu. Ekki reyndust vera til fullnægjandi upplýsingar um 13 sjúklinga sem farið höfðu í hjartastopp til að meta afdrif þeirra en af þeim 67 sjúklingum þar sem upplýsingar voru fyrir hendi útskrifuðust 22 (33%) (tafla III) þeirra af sjúkrahúsinu. Þegar árangur af endurlífgun eftir hjartastopp á sjúkrahúsi er skilgreindur samkvæmt Utstein-staðli er miðað við þá sem náðu að útskrifast. Kynjaskipting og aldur Karlar voru í meirihluta (63%) þeirra sem fóru í hjartastopp en ekki var þó munur á lifun karla og kvenna í rannsókninni. Miðgildi aldurs hópsins var 74 ár en aldursbilið var 21-92 ára (tafla I). Miðgildi aldurs þeirra sem lifðu af hjartastopp var 73 ár en þeirra sem dóu 80,5 ár (p=0,03, tafla II). Miðgildi aldurs þeirra sem lifðu til að útskrifast af sjúkrahúsinu var 68,5 (34-79) ár en þeirra sem dóu síðar í legunni þrátt fyrir árangursríka endur- lífgun í upphafi var 76 (21-92) ár (p=0,002) (tafla III). Af 22 sjúklingum sem voru áttræðir eða eldri náði enginn að útskrifast en fullnægjandi upplýsingar vantaði fyrir fjóra. Grunnendurlífgun og tímalengd endurlífgunartilrauna Starfsfólk á deildum hóf grunnendurlífgun í 44 af 61 tilfelli (72%), þar sem upplýsingar um slíkt voru skráðar, áður en endurlífgunarteymið kom á staðinn (tafla I). Grunnendurlífgun var frekar framkvæmd ef hjartstopp átti sér stað á dagvinnutíma en á öðrum tíma. Ekki var munur á lifun sjúklinga eftir því hvort grunnendurlífgun var veitt eða ekki (tafla II og tafla III). Miðgildi tímalengdar endurlífgunartilrauna hjá þeim sem fengu merki um blóðflæði á ný eða komust lifandi á gjörgæsludeild var 15 (bil 1-70) mínútur en þeirra sem ekki lifðu 14,5 (1-120) mínútur (p=0,69, tafla II). Lifun eftir hjartastopp á dagvinnutíma og utan hans Lifun var skoðuð sérstaklega eftir því hvort hjartastoppið átti sér stað á milli klukkan 8 og 16 eða utan hefðbundins vinnutíma. Hvort hjartastopp átti sér stað milli klukkan 8 og 16 hafði ekki áhrif á hvort sjúklingar lifðu (64%) eftir endurlífgunartilraunina eða dóu (71%) Tafla III. Útskrift af Landspítala. Útskrifuðust Létust p-giidi Heildarfjöldi (n=67) 22 (33%) 45 (67%) Staðsetning (n=67) - Hjartadeild 12 14 0,07 - Almenn deild 10 31 Kyn (n=66) - Karlar 13 27 0,86 - Konur 9 17 Upphafstaktur (n=67) - Sleglatakttruflanir 9 9 - Rafleysa og rafvirkni án dæluvirkni 4 29 0,002* - Annað/óþekkt 9 7 Grunnendurlífgun fyrir komu teymis (n=61) - Ekki beitt 3 12 0,11 - Beitt 19 25 Tími dags (n=67) - Dagvinna (8-16) 12 12 0,02 - Utan dagvinnu (16:01-7:59) 10 33 Aldur (ár) (n=66) miðgildi 68,5 (34-79) 76(21-92) 0,002 Lengd endurlífgunar (mín) (n=62) miðgildi 20 (1-70) 14(1-120) 0,67 ' Aðeins borin saman lifun þeirra sem höfðu sleglahraðtakt á móti rafleysu eða rafvirkni án dælivirkni. (p=0,54) (tafla II). Lifun til útskriftar var hins vegar marktækt betri ef hjartastoppið átti sér stað á milli klukkan 8 og 16 (50%) heldur en utan þess tíma (23%) (p=0,02) (tafla III). Þeir sem fóru í hjartastopp á hjartadeildum höfðu tilhneigingu til að lifa fremur fram að útskrift (46%) en þeir sem fóru í hjartastopp á öðrum deildum (24%) en sá munur reyndist ekki tölfræðilega marktækur (p=0,07). Árangur endurlífgunar með hliðsjón af upphafstakti Sleglatif eða sleglahraðtaktur voru upphafstaktar hjá samtals 22 (26%) sjúklingum og hjá nær öllum, 21 (95%) bar endurlífgun árangur. Níu af 18 (50%) þar sem upplýsingar voru um afdrif náðu að útskrifast. Rafleysa eða rafvirkni án dæluvirkni voru skráðir upphafstaktar við komu endurlífgunarteymis hjá 37 sjúklingum (46%). Endurlífgun tókst hjá 18 (50%) (p=0,001, miðað við sleglahraðtakt og sleglatif) þeirra en aðeins fjórir (11%) (p=0,002, miðað við sleglahraðtakt og sleglatif) náðu að útskrifast. Algengara var að sjúklingar sem fóru í hjartastopp á hjartadeildum væru með sleglatif eða sleglahraðtakt (45%) en á öðrum deildum (13%) (p=0,03). Umræða Þessi samantekt er sú fyrsta þar sem skoðaður er árangur af endurlífgun á stóru sjúkrahúsi LÆKNAblaðið 2009/95 51 1

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.